Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 4
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR4 Bragðgott tyggjó með 100% náttúrulega sætuefninu Xylitol sem stuðlar að betri tannheilsu Spry TYGGJÓ 100% Xylitol Fyrir alla sem vilja forðast sykur í matvælum! Xylitol er ekki aðeins bragðgott sætuefni heldur stuðlar það hreinlega að betri tannheilsu! Heilbrigðissamtök víða um heim mæla eindregið með Xylitoli sem sætuefni í tyggigúmmí. Brosum og verum hraust! Fæst í heilsubúðum & apótekum DÓMSMÁL Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lög- regla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Fyrrverandi ríkis- saksóknari segir að túlka verði þröngt heimildir til hlerana. Ríkissaksóknari hefur eftirlit með símhlerunum lögreglu, sem og öðrum hlerunum, notkun eftir- fararbúnaðar og annars eftirlits. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum, og hefur nú fengið alla úrskurði frá dómstólum frá ársbyrjun 2009. „Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fall- ist á þær, með hliðsjón af dóma- framkvæmd,“ segir Sigríður. „Símhleranir eru gríð- arlegt inngrip í persónu- leg réttindi manna, og það verður að mínu mati að túlka lögin mjög þröngt,“ segir Valtýr Sigurðsson, fyrrver- andi ríkissaksóknari. Valtýr starfar nú sem lög- maður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið hefur ítrekað beitt símhler- unum við rannsóknir sínar. Valtýr þekk- ir dæmi um rannsókn sér- staks sak- sóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. „Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. Ef svo er er það ekki í sam- ræmi við lög,“ segir Valtýr. „Það vekur í það minnsta spurn- ingar að maður sé boðaður til yfir- heyrslu sem vitni og svo er fylgst með í hvern hann hringir í kjölfar- ið. Og upptökur úr símtölum hans svo spilaðar fyrir þriðja aðila, meðal annars samtöl hans við eiginkonu og bróður,“ segir Valtýr. Hann segir það einnig umhugs- unarefni að dæmi séu um að eitt og hálft ár líði frá því að atvik sem eru til rannsóknar eigi sér stað þar til símar séu hleraðir. Það rími illa við að aðeins megi hlera þegar líklegt sé að upplýs- ingar sem fáist með hlerununum fáist ekki fram með öðrum rann- sóknaraðferðum. „Dómstólar hafa metið það svo að þetta væri þess eðlis að eðlilegt væri að heimila þetta. Svo kemur í ljós við meðferð málanna fyrir dómi hvaða þýðingu öflun þess- ara sönnunargagna hefur,“ segir Sigríður. „Hagsmunirnir af því að sækj- ast eftir þeim upplýsingum sem gætu fengist eru til staðar í þessum málum eins og öðrum,“ segir Sigríð- ur. „Þetta er aðeins öðruvísi en í öðrum málum. Til dæmis er í umfangsmikl- um fíkniefnamálum yfirleitt eitthvað í gangi sem tengist brotinu, en þarna er ekki um það að ræða. Það er helsti munurinn.“ brjann@frettabladid.is GENGIÐ 12.01.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,9174 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,24 124,84 190,65 191,57 158,49 159,37 21,306 21,430 20,643 20,765 17,926 18,032 1,6148 1,6242 189,67 190,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 8° 4° 5° 7° 4° 4° 4° 22° 7° 16° 10° 16° -1° 8° 15° 0° Á MORGUN 8-15 m/s. SUNNUDAGUR 8-13 m/s. 4 4 4 5 5 2 6 6 6 7 8 12 13 15 9 13 10 9 8 8 6 4 0 3 6 6 2 0 -1 -2 0 4 MILT OG BLAUTT á landinu í dag og víða asahláka. Á morgun gengur í suðvestanátt með kólnandi veðri og éljum síðdegis um vestanvert landið en úrkomulítið norðaustan til. Á sunnudag verður úrkomulítið í fyrstu en lítur út fyrir rign- ingu syðra undir kvöld. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Samþykkja flestar beiðnir um hleranir Dómstólar samþykkja meirihluta beiðna lögreglu um heimild til símhlerana. Túlka verður lög um hleranir þröngt segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Segir einstök tilvik líta út eins og sérstakur saksóknari sé að fiska með hlerunum. SIGRÍÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR VALTÝR SIGURÐSSON Lögin taka ekki fyrir að hlerunum sé beitt gegn vitni, en þetta lítur út eins og menn hafi hreinlega verið að fiska. VALTÝR SIGURÐSSON FYRRVERANDI RÍKISSAKSÓKNARI SAMFÉLAGSMÁL Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ákveð- ið að draga til baka ákvörðun um að taka gjald fyrir hádegisverð á þeim stöðum þar sem fatlað fólk sækir dagþjónustuúrræði. Borgin mun endurskoða málið í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks og notendur þjónustunnar. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 var ákveðið að samræma gjaldtöku vegna matarþjónustu. Tekin var ákvörðun um að gjaldið yrði alls staðar það sama eða 610 krónur frá 1. febrúar. - shá Fatlaðir borga ekki i bili: Fæðisgjald ekki sett á 1. febrúar SVEITARSTJÓRNIR „Ljóst er að Hafnar- fjörður hefur orðið af tekjum sem skipta tugum ef ekki hundruðum milljóna vegna þessa,“ bókuðu full- trúar minnihluta Sjálfstæðisflokks eftir að meirihluti skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar ákvað að gera átak í að leiðrétta skráningu fasteigna. Meirihluti Samfylkingar og VG í ráðinu sagði það mikið hagsmuna- mál fyrir bæjarsjóð og íbúa Hafn- arfjarðar að byggingarstig fast- eigna væri rétt skráð. Umtalsverður árangur hafi náðst í þessu á undan- förnum árum en áhersla yrði lögð á málið á næstu vikum og mánuðum. „Samkvæmt staðfestum upplýs- ingum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði hefur verið verulegur misbrestur á réttri skráningu byggingarstigs og þar af leiðandi innheimtu réttra fasteigna- gjalda af íbúðar-, verslunar- og iðn- aðarhúsnæðis undanfarin ár. Eig- endum fasteigna í Hafnarfirði sem hafa hirt um að skrá fasteignir sínar og greiða réttmæt gjöld til Hafnar- fjarðarbæjar hefur verið stórlega mismunað í innheimtu fasteigna- gjalda vegna þessa,“ bókuðu sjálf- stæðismenn. Þeir lögðu til rann- sókn á ástæðu þess að skráningin hafi misfarist og úttekt á tekjutapi Hafnarfjarðar vegna þess. - gar Átak í Hafnarfirði vegna rangrar skráningar atvinnuhúsnæðis í fasteignaskrá: Verða af hundruðum milljóna króna HAFNARFJÖRÐUR Bent var á það í skipu- lagsráði Hafnarfjarðar að þeim sem skrá fasteignir sínar á réttu byggingarstigi sé mismunað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni tæplega 1,6 milljónir króna í skaða- bætur eftir að hann kastaði skó í andlit hennar. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að konan missti tvær tennur og sú þriðja losnaði. Þá hlaut konan áverka í andliti. Maðurinn neitaði sök og bar að hurð hefði skollið framan í konuna. Framburður hans þótti ótrúverð- ugur. Konan var hins vegar talin trúverðug. - jss Skilorð og skaðabætur: Missti tennur eftir skókast JAFNRÉTTISMÁL Framlag Íslendinga til UN Women, stofnunar Sam- einuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis, jókst um 140 prósent á fyrsta starfsárinu. Stofnunin var mynduð úr fjórum stofnun- um innan SÞ og aðildarríki sam- þykktu að leggja meira fé í jafn- réttismál og að tryggja konum í fátækustu löndum heimsins líf án ofbeldis og mismununar. Yfir 2.400 Íslendingar styrkja nú starf UN Women mánaðar- lega. Framlag íslensku lands- nefndarinnar er þannig næst- hæst í heiminum á eftir Ástralíu, segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. - þeb 2.400 styrkja UN Women: Framlag aukist um 140 prósent VÍSINDI Stjörnufræðingar við Cal- tech-háskólann í Bandaríkjunum hafa uppgötvað þrjár minnstu reikistjörnur sem sést hefur til utan sólkerfisins. Reikistjörnurnar þrjár eru á sporbaug um stjörnu sem nefn- ist KOI-961 og er í 130 ljós- ára fjarlægð frá jörðinni. Er radíus þeirra 0,78, 0,73 og 0,57 sinnum radíus jarðar. Reiki- stjörnurnar eru taldar vera úr bergi eins og jörðin en fæstar þeirra reikistjarna sem fund- ist hafa eru úr bergi. Þá eru þær of nálægt stjörnunni sem þær eru á sporbaug um til að teljast lífvænlegar. Stjörnufræðingarnir studd- ust við gögn frá Kepler-sjón- auka bandarísku geimferða- stofnunarinnar. Sjónaukinn var tekinn í notkun árið 2009 og hefur það hlutverk að leita að reikistjörnum í Vetrarbrautinni. - mþl Minnsta sólkerfi sem sést hefur: Uppgötvuðu smáplánetur UMHVERFISMÁL Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar umhverfisráð- herra um að veiðar á svartfugli verði bannaðar í fimm ár. Í til- kynningu segir að ástundun veiða úr hnignandi stofnum sé siðlaus umgengni við náttúruna og veiði- bann eina siðlega viðbragðið við stofnhruni tegunda. Þá segir að það hljóti að vera hagsmunir allra sem nýta svart- fugla að stofnarnir séu sterkir og sjálfbærir, en öll sérhagsmuna- varsla geti spillt tiltrú almennings á siðferði veiðimanna. Ívilnanir á fyrirkomulagi veiðistjórnunar séu í andstöðu við varúðarreglu sem leyfir sjófuglum að njóta vafans. - shá Vernd svartfugla: Fuglavernd styður bannið STUTTNEFJA Í BJARGI Stofninn hefur minnkað um 44% á landsvísu á 25 árum. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.