Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 36
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR24 Fulltrúar Íslands á Fen- eyjatvíæringnum á síðasta ári voru þau Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Í kvöld verður opnuð sýning í Listasafni Íslands þar sem gefur að líta verkin sem þau sýndu í Feneyjum. „Það var mjög ánægjuleg upp- lifun að taka þátt í Feneyjatvíær- ingnum. Við fengum afar góð við- brögð og færri komust að en vildu á opnunina,“ segir Ólafur Ólafs- son spurður um þátttökuna í þeim merka myndlistarviðburði sem Feneyjatvíæringurinn er. Í kvöld verður opnuð sýningin Í afbygg- ingu í Listasafni Íslands en þar gefur að líta verk Ólafs og Libiu Castro sem voru fulltrúar Íslands þar á síðasta ári. Meðal þess sem ber fyrir augu eru útgáfur verksins Landið þitt er ekki til sem þau hafa unnið að síðan árið 2003. „Hugmyndin að verkinu kviknaði þegar Banda- ríkjamenn lýstu yfir stríði gegn Írak og rökstuddu það með skýr- ingum sem síðar kom í ljós að stóðust ekki. Þrátt fyrir hávær mótmæli gegn stríðinu víða í Evrópu að minnsta kosti þá studdu fjölmargar ríkisstjórnir Bandaríkjamenn, þar á meðal sú íslenska. Í framhaldinu fórum við að velta fyrir okkur hvað hugtak- ið „Landið mitt“ þýðir, er það not- hæft ef maður hefur engin völd og áhrif á stefnu þess?“ segir Ólafur. Hluti af þessu verki sem stöð- ugt bætist við er ljósaskilti þar sem ritað er Landið þitt er ekki til og málverk með sömu áletr- un sem Gunnar Snorri Gunn- arsson sendiherra málaði. „Við fengum utanríkisþjónustuna í lið með okkur við þetta verk. Teikn- uðum áletrunina á striga og svo átti Gunnar að mála í fletina sem voru númeraðir,“ útskýrir Ólafur og bætir við að utanríkisþjónust- an hafi hafnað fyrstu umleitan um samstarfið við listamennina. En eftir samningaviðræður hafi Gunnar fallist á að taka þátt í verkinu. „Hann ákvað hins vegar að mála ekki alla fletina og áletr- unin endaði sem Landið þitt er til sem okkur þótti áhugavert,“ segir Ólafur. Listaverk Ólafs og Libiu hafa verið til sýninga víða í Evrópu og segir Ólafur samfélagslegar skír- skotanir verkanna skila sér jafnt í Frakklandi, á Spáni og Íslandi. „Við lítum ekki á pólitík sem fjar- lægt fyrirbæri, hún er persónuleg og kemur öllum við,“ segir Ólaf- ur og bætir við að eftir hrun hafi orðið meiri áhugi á pólitískri list og forsendur skapast fyrir hana. „Hrunið breytti þannig skilyrðum listarinnar.“ Ólafur og Libia munu verða með leiðsögn um sýninguna á sunnudag klukkan tvö. sigridur@frettabladid.is 24 menning@frettabladid.is Í KVÖLD KLUKKAN 21.30 hefjast tónleikar hljómsveitarinnar Skuggamyndir frá Býsans á Café Haiti, Geirs- götu 7b. Hljómsveitin hefur haldið mánaðarlega tónleika á staðnum síðan í ágúst 2011 en hún leikur Balkantónlist af fjölbreyttu tagi. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick. ÓLAFUR ÓLAFSSON OG LIBIA CASTRO Sýning þeirra sem opnar í Listasafni Íslands stendur til 19. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA siminn.is Fleiri v E N N E M M / S ÍA / N M 4 9 4 2 0 Um leið og þú tengist Sjónvarpi Símans geturðu horft á opnu, íslensku stöðvarnar og færð fjórar erlendar stöðvar að auki. Á Plús-stöðvunum geturðu séð útsendinguna með klukkutíma seinkun. Sjónvarpið beint eða með klukkutíma seinkun Nýtt! Nú fylgja fjórar erlendar stöðvar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 13. janúar 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Salon Islandus og Þóra Einarsdóttir söngkona halda tónleika í Salnum, Kópavogi. Á efnisskránni er Vínartónlist. Sigrún Eðvaldsdóttir, kons- ertmeistari, mun einnig leika einleik. 20.00 Nýlókórinn eða Íslenski hljóð- ljóðakórinn kemur fram í Nýlistasafninu. Flutt verða verkin Ekið úr bænum, Á strönd og sjó og Samhverfun. Aðgangur er ókeypis. ➜ Sýningar 09.00 Sýningin Ein stök hús verður opnuð á kaffihúsinu Mokka á Skóla- vörðustíg. Þar sýna listamennirnir Marsi- bil G. Kristjánsdóttir og Jóhannes Frank Jóhannesson verk sín byggð á eyðibýl- um á Vestfjörðum. Allir velkomnir. ➜ Uppákomur 19.00 Lionsklúbburinn Njörður heldur sitt árlega Herrakvöld í Súlnasalnum á Radisson BLU Hótel Sögu. Glæsileg dagskrá og ljúffengur matur. Allur ágóði kvöldsins rennur í styrktarsjóð Njarðar. Miðaverð er kr. 16.000. ➜ Tónlist 21.00 Haldið verður Grapevine Grassroots kvöld á Hemma og Valda. Fram koma hljómsveitirnar Veenox Seven, Amaba Dama og Klikk. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Beatur skemmtir með hljóð- færaslætti og uppistandi á Ob-La-Dí Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Gaukur á Stöng býður til Grunge veislu. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Sendiherra málaði eitt verkanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.