Fréttablaðið - 06.02.2012, Qupperneq 8
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR8
NÝ SKÝRSLA UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐANNA Í AÐDRAGANDA HRUNSINS
Lífeyrissjóðirnir eru nánast það
eina sem stendur upp úr í þessu
samfélagi eftir hrunið,“ segir
Arnar Sigurmundsson, formaður
stjórnar Landsamtaka lífeyris-
sjóða, sem kveðst fagna útkomu
skýrslu úttektarnefndar á starf-
semi og umhverfi lífeyrissjóðanna
í aðdraganda hrunsins
Úttektarnefndin kemst að þeirri
niðurstöðu að heildartap íslensku
lífeyrissjóðanna hafi verið tæpir
480 milljarðar króna frá því í árs-
byrjun 2008. Arnar bendir á að
sjóðirnir sjálfir hafa gefið út að
tapið væri á bilinu 360 til 380 millj-
arðar en þá miðað við 30. septem-
ber, eða nokkrum dögum fyrir
hrunið. Þeirra áætlun rými vel við
niðurstöðu úttektarnefndarinnar
því eignir sjóðanna hafi rýrnað um
95 milljarða króna fyrstu níu mán-
uði ársins 2008.
Að sögn Arnars munu lífeyris-
sjóðirnir á næstu vikum fara yfir
úttektina. „Menn þurfa að læra af
þeim mistökum sem kunna að hafa
verið gerð,“ segir Arnar sem kveð-
ur ýmsar breytingar þegar hafa
verið gerðar. Það eigi meðal ann-
ars við um boðsferðir og kynnis-
ferðir sem gagnrýndar hafi verið á
árinu 2008 og 2009. „Það var tekið
á því strax og þeir sem ekki voru
komnir með slíkar reglur settu
þær.“
Heimildir rýmkaðar
Í kjölfar hrunsins hafa heimild-
ir lífeyrissjóðanna til fjárfest-
inga verið rýmkaðar og þeim
breytt. Arnar segir enda fátt um
kosti fyrir sjóðina miðað við áður.
„Gjaldeyrishöftin vega auðvitað
þyngst. Hlutabréfamarkaðurinn
hrundi,“ segir formaðurinn og
telur upp þá fjárfestingarmögu-
leika sem nú séu fyrir hendi.
Meðal þeirra eru ríkisskuldabréf,
sjóðfélagalán og bankareikningar.
Vegna gjaldeyrishaftanna sé ekki
hægt að fara í nýjar erlendar fjár-
festingar þótt þeim sem fyrir voru
sé viðhaldið. Þá hafi sjóðirnir sett
tæpa 40 milljarða í Framtakssjóð-
inn. Fé hefur til dæmis verið fest í
Högum og HS orku.
Úttektarnefndin hefur efa-
semdir um að sú heimild sem líf-
eyrissjóðirnir hafa fengið til að
stofna fasteignafélög standist lög
um lífeyrissjóði. Arnar segir ekki
hafa reynt á þetta ennþá. „Því er
ekki að neita að menn hafa verið
að skoða hvort það væri yfirleitt
möguleiki að sjóðirnir myndu með
öðrum stofna fasteignafélög og
byggja hagkvæmt til útleigu. Mér
finnst eðlilegt að þetta verði skoð-
að,“ segir hann.
Einn meginþráðurinn í skýrslu
úttektarnefndarinnar er gagn-
rýni á sjóðina fyrir að hafa ekki
kynnt sér fjárfestingar sínar
nógu gaumgæfilega. „Menn hafa
kannski verið að fá kynningar frá
bönkum og verðbréfafyrirtækjum
á fjárfestingarkostum, bæði varð-
andi skuldabréf og jafnvel hluta-
bréf. Hlutabréf voru á markaði
og þá voru ársreikningar og árs-
hlutareikningar og úttektir frá
virtum endurskoðendum lögð til
grundvallar,“ segir Arnar sem
hins vegar tekur undir gagnrýni
á skuldabréfaútboð fyrirtækja.
Hann nefnir dæmi sem tekið er
í skýrslunni og er um fyrirtækið
Bakkavör.
„Það er útboð hér á landi og
það eru erlendar eignir og rekst-
ur undir. Þetta er allt uppáskrif-
að. Svo kemur í ljós að eignir sem
voru lítt veðsettar erlendis eru
veðsettar eftir á og án þess að
þeir sem áttu skuldabréfin hér
á landi vissu. Þetta var auðvitað
mjög slæmt mál,“ segir Arnar.
Þótt ekkert hafi verið að kynningu
á því skuldabréfaútboði hafi menn
þó átt að setja í skilmála að slíkt
mætti ekki gerast.
„Ég er ekki endilega viss um að
menn hafi verið að skoða erlend
veðbókavottorð á þessum tíma
vegna þess að þessi bréf voru
kannski skráð í kauphöllinni og
undir eftirliti og fyrirtækin undir
eftirliti endurskoðenda. Síðan
þegar allt fór á versta veg kom í
ljós að þessar eignir voru kannski
veðsettar þótt menn teldu þær lítt
veðsettar.“
Aðspurður segir Arnar lítið hafa
reynt á breytt verklag að þessu
leyti einfaldlega vegna þess að
lítið sem ekkert sé á boðstólum
af fyrirtækjaskuldabréfum. „En
menn eru auðvitað miklu gagn-
rýnni á fyrirtækjaskuldabréf en
áður. Það er einn af þessum lær-
dómum sem menn drógu strax af
hruninu.“
Þá segir Arnar að hafa verði í
huga að þótt íslenskir lífeyrissjóð-
ir hafi tapað um fimmtungi eigna
sinna við hrunið gildi það sama
hlutfall fyrir lífeyrissjóði í Vestur-
Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum.
Ekki kom margt á óvart
Arnar segir ekki margt koma á
óvart í skýrslu úttektarnefnd-
arinnar. „Auðvitað kom á óvart
þegar allt er lagt saman hvað
Kaupþing, Exista og Skipti og allt
saman er stórt hlutfall af eigna-
rýrnuninni. Og á vissan hátt með
Baug en þó ekki eins því maður
vissi að sjóðirnir voru víða,“ segir
hann og minnir á með neyðarlög-
unum hafi skuldabréfin verið sett
fyrir aftan innlán. „Þeir sem voru
að kaupa skuldabréf í þessum fyr-
irtækjum, hvort sem það voru
bankar eða annað, voru auðvitað
í góðri trú.“
Að sögn Arnar er stóra verk-
efnið núna að fara vel í gegnum
mál lífeyrisjóðanna. Eins og hann
segir hér fyrr séu sjóðirnir nán-
ast það eina sem stendur upp úr í
samfélaginu eftir hrunið. Ríkis-
sjóður fór mjög illa, Seðlabank-
inn fór gríðarlega illa, allar fjár-
málastofnanir, öll stórfyrirtæki og
heimilin fóru illa. Þannig að það
urðu nánast allir fyrir miklu höggi
en sem betur fer standa lífeyris-
sjóðirnir þó þetta keikir á eftir
þótt þeir hafi orðið fyrir miklu
áfalli. gar@frettabladid.is
Lífeyrissjóðir nánast
það eina sem stendur
Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að
flest sem kemur fram í úttekt á starfsemi sjóðanna hafi verið vitað. Þó komi á
óvart hve stór hlutur Exista-samsteypunnar hafi verið í tapi sjóðanna.
Helgi Magn-
ússon,formað-
ur stjór na r
Lífeyrissjóðs
verzlunar-
manna, segir
tjón lífeyris-
sjóðanna við
hrunið auð -
vitað tilfinn-
anlegt. Mikil-
vægt sé hins
vegar að miða
við tímann frá
hruni. Þá sé
heildarrýrnunin um 380 millj-
arðar króna en ekki 480 millj-
arðar.
„Lífeyrisjóðirnir fengu högg
sem nam einum fimmta af eign-
um en þeir stóðu samt af sér
hrunið og eru að eflast á nýjan
leik. Til samanburðar er nauð-
synlegt að hafa í huga að aðrar
helstu fjármálastofnanir lands-
ins hrundu til grunna í hruninu,“
segir Helgi.
Þá segir Helgi að setja þurfi
málið í samhengi við það sem
gerðist erlendis þar sem eignir
sjóða rýrnuðu einnig þótt þar
hafi ekki orðið viðlíka hrun. Í
því ljósi sé ekki óeðlilegt þótt
íslensku sjóðirnir hafi orðið fyrir
áfalli. Margháttaðar breytingar
hafi verið gerðar eftir hrun og
skerpt á reglum.“
Að sögn Helga er í skýrslu
úttektarnefndarinnar ýmsar
ábendingar sem lífeyrissjóðirn-
ir hljóti að þurfa að taka mið af.
Spurður um gagnrýni í úttekt-
i n n i seg i r
hann að hafa
þurfi í huga
að lífeyris-
sjóðirnir hafi
staðið hrunið
af sér betur
e n f le s t i r
aðrir.
„Auðvitað
þurfum við
að hafa í huga
ábendingar og
athugasemdir.
Sumu af því
er maður sam-
mála en annað er með þeim hætti
að maður mótmælir,“ segir Helgi
og boðar rökstuddar athuga-
semdir á næstunni.
„Við mótmælum því að við
höfum ekki kynnt okkur málin
nógu vel,“ segir Helgi sem kveð-
ur stjórn Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna fylgjast mjög náið með
fjárfestingum. „Við erum ekki
sammála þessari gagnrýni hvað
okkar sjóð varðar.“
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis lífeyris-
sjóðs, segir margar gagnlegar
ábendingar í skýrslu úttektar-
nefndarinnar.
„Það sem við höfum verið að
gera frá hruni er að efla eign-
astýringuna og áhættustýr-
inguna og síðan verkferla og
formlegheit öll sem réttilega var
bent á af nefndinni að þurfti að
bæta. Ég tek undir að það vant-
aði upp á formlegheitin; að skrá
niður og slíkt,“ segir Árni. - gar
Formaður lífeyrissjóðs ósammála sumu í úttekt:
Mótmælir því að hafa
fjárfest án rannsóknar
ARNAR SIGURMUNDSSON Formaður Landsamtaka lífeyrissjóða segir að draga verði lærdóma af skýrslu um starfssemi sjóðanna.ÁRNI
GUÐMUNDSSON HELGI MAGNÚSSON
Þetta er allt uppá-
skrifað en svo kemur
í ljós að eignir sem voru
lítt veðsettar erlendis eru
veðsettar eftir á og án þess
að þeir sem áttu skuldabréfin
hér á landi vissu.
KOLI OG HVÍTT – 5900 kr.
FORRÉTTUR
PARMASKINKA , GLÓÐAÐ BRAUÐ
OG GEITAOSTASÓSA
AÐALRÉTTUR
PÖNNUSTEIKTUR KOLI, FENNEL ,
MASCARPONE, BYGG OG PERUSÓSA
EFTIRRÉTTUR
SÚKKULAÐI, KARAMELLA,
MJÓLK OG LAKKRÍS
Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu
Borðapantanir 519 9700
info@kolabrautin.is
w w w.kolabrautin.is