Fréttablaðið - 06.02.2012, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 6. febrúar 2012 11
S
B
30057 12/2011
Panodil Zapp (parasetamól, 500 mg). Ábendingar: Höfuðverkur, tannverkur, hiti sem fylgir kvefi, tíðaverkir, vöðva- og liðverkir, verkjastillandi við gigtarverkjum, hár hiti. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 2 töflur á 4 6 klst.
fresti, að hámarki 8 töflur á sólarhring. Börn 10-15 mg/kg líkamsþyngdar á 4 6 klst. fresti, að hámarki 4 sinnum/sólarhring. Gæta skal varúðar ef um skerta nýrnastarfsemi og lifrarsjúkdóm er að ræða. Skal ekki notað með öðrum verkjalyfjum sem innihalda
parasetamól (t.d. samsettum lyfjum). Hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið hættu á mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Aukaverkanir: Mjög sjaldgæfar: Almennar: Ofnæmisviðbrögð. Útbrot, ofsakláði, ofsabjúgur. Lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir
af völdum parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis. Við langtímanotkun er ekki hægt að útiloka hættuna á nýrnaskemmdum. Pakkning: Filmuhúðaðar töflur 500 mg, 20 stk.. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli lyfsins. Nánari upplýsingar
eru á http://www.serlyfjaskra.is. Panodil er skrásett vörumerki GlaxoSmithKline fyrirtækjasamstæðunnar.
HRAÐVIRK
LINUN SÁRSAUKA.
KRÖFTUG HITALÆKKANDI
OG VERKJASTILLANDI ÁHRIF.
Panodil Zapp frásogast helmingi hraðar en
venjulegar parasetamól töflur, þannig næst hratt sú
vel þekkta og öfluga verkjastilling sem þú getur treyst.
en venjulegar parasetamól töflur
HEILSA Mishár blóðþrýstingur í handleggjum
fólks getur verið merki um sjúkdóma í æða-
kerfinu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar
sem gerð var við Exeter-háskóla í Bretlandi.
Samkvæmt stöðluðum leiðbeiningum um
hvernig skuli mæla blóðþrýsting er lagt upp
með að hann sé alltaf mældur í báðum hand-
leggjum til að fá sem réttasta niðurstöðu, en
það er ekki alltaf gert.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mik-
ill munur getur verið á blóðþrýstingi milli
handleggja. Það getur verið vísbending um
sjúkdóma sem gætu blundað einkennislaust
í fólki. Helst er um að ræða sjúkdóm í æða-
kerfinu, en mismunurinn getur þó einnig þýtt
aukna hættu á hjartasjúkdómum og verið
merki um aukna hættu á dauða almennt, af
ýmsum orsökum.
Dr. Christopher Clark, sem stýrði rannsókn-
inni, segir þessa uppgötvun jákvæða þar sem
oft skipti miklu máli að sjúkdómar af þessu
tagi séu uppgötvaðir snemma svo hægt sé að
bregðast við þeim, sérstaklega ef þeir eru að
öðru leyti einkennalausir.
Richard J. McManus, prófessor við Háskól-
ann í Oxford, og Jonathan Mant, prófessor við
Háskólann í Cambridge, segja rannsóknina
styðja við núverandi þekkingu og viðmið.
Frekari rannsókna sé þó þörf áður en hægt
sé að skera úr um hversu áreiðanlegar upplýs-
ingar mismunurinn gefi okkur í raun og veru.
- trs
Mishár blóðþrýstingur í handleggjum getur verið merki um sjúkdóma í æðakerfinu:
Handleggirnir geta sagt til um sjúkdóma
ÞRÝSTINGUR Samkvæmt verklagsreglum á að mæla
blóðþrýsting í báðum handleggjum. Það virðist mikil-
vægara en áður í ljósi nýrrar niðurstöðu vísindamanna.
MEXÍKÓ, AP Allir 2.500 lögreglu-
mennirnir í landamæraborginni
Ciudad Juarez í Mexíkó hafa
verið fluttir frá heimilum sínum
vegna hótana frá glæpahópum.
Lögreglan í borginni hefur
náð ágætis árangri í baráttunni
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
undanfarið, undir stjórn nýs lög-
reglustjóra.
Fimm lögreglumenn hafa verið
drepnir síðustu daga eftir að
glæpahópur hét því að drepa einn
lögreglumann á dag þar til lög-
reglustjórinn segði af sér.
8.900 hafa látið lífið í borginni
frá árinu 2008 vegna glæpa sem
tengjast eiturlyfjaklíkunum. - þj
Glæpaklíkur í Mexíkó:
Löggur flytja
vegna hótana
Á VETTVANGI MORÐS Lögreglustjórinn í
Ciudad Juarez, Julian Leyzaola, sést hér
á vettvangi þar sem einn af mönnum
hans var myrtur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítugur
karlmaður neitaði að yfirgefa
fangageymslur lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt.
Maðurinn hafði fyrr um nótt-
ina verið handtekinn eftir að hafa
lent í átökum við dyraverði á
árshátíð í austurborginni.
Að sögn lögreglu neitaði mað-
urinn að segja til nafns en við
leit fundust á honum skilríki.
Skömmu síðar kom eiginkona
mannsins til þess að sækja hann.
Þá neitaði maðurinn með öllu
að yfirgefa fangaklefann. Var
honum því leyft að gista og stóð
til að gera aðra tilraun til að
sleppa honum í gærmorgun. - aþ
Handtekinn á árshátíð:
Neitaði að yfir-
gefa fangaklefa
Ósátt við slökkviliðsstjóra
Stjórn Brunavarna A-Húnavatnssýslu
segist líta það alvarlegum augum
að Hilmar Frímannsson slökkviliðs-
stjóri, sem sagði starfi sínu lausu,
skuli tjá sig um málefni brunavarna
í fjölmiðlum á „röngum forsendum“.
Hilmar hafði sagst ekki geta tekið
ábyrgð á því að það yrði einn á
bakvakt á kvöldin.
BRUNAVARNIR
KÚBA Fídel Castro, fyrrverandi
forseti Kúbu, kynnti útgáfu ævi-
sögu sinnar um helgina.
Castro, sem er 85 ára, hefur
ekki komið fram opinberlega
síðan í apríl á síðasta ári.
Ævisaga hins aldna byltingar-
leiðtoga verður engin smásmíði,
rétt tæpar þúsund blaðsíður og
verður gefin út í tveimur bind-
um.
Castro sagði á kynningarfund-
inum að það væri skylda hvers
Kúbumanns að berjast fyrir
mannkynið, plánetuna og Kúbu.
Fídel Castro situr við skriftir:
Skrifar þúsund
síðna ævisögu