Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2012, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 06.02.2012, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 6. febrúar 2012 13 Ný skýrsla um lífeyrissjóð-ina hefur leitt í ljós að á tveimur árum kringum banka- hrunið tókst þeim að tapa 480 milljörðum króna. Þegar maður les viðbrögð forsvars- manna sjóðanna mætti ætla allt hafi það tap verið innt af hendi af frábærri fagmennsku og trúmennsku. Nánast eins og allt hafi verið samkvæmt þrauthugsaðri áætlun. Þeir segja líka að þeir hafi vitað allt sem í skýrslunni stendur, ekkert komi þar á óvart – með öðrum orðum: hér er allt undir kontról. Fariði bara að rífast aftur um símaskrána. „Viðskiptavild“ En svo muna þeir eftir því hvað það er mikilvægt að vera auðmjúkur og segja: En að sjálfsögðu munum við læra af þessu. Og ekki að efa að einhver þeirra hefur í viðtali farið með eftirlætissetningu hrunmanna: það er auðvelt að vera vitur eftir á. (Er það ekki annars bjálfalegasta setning gjörvallr- ar íslenskrar tungu? Menn sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa og þiggja fyrir það há laun eiga að vera vitrir fyrirfram en ekki eftir á.) Megnið af þessari tapupphæð tengist útrásarfyrirtækjunum alræmdu og fjáraustri lífeyris- sjóðanna í dauðadæmd bólu- fyrirtæki á borð við FL-group og Exista (sem ennþá á fyrir- tækið já.is sem gerði sig að fífli í vikunni með plástrinum á símaskrána). Þar vakna eðlilega spurn- ingar um tengsl stjórnar- manna þessara almannasjóða við slíkt aflendingafyrirtæki og afskriftameistara íslensku bankanna – ferðalög og gýli- gjafir og aðra „viðskiptavild“; þau óformlegu samskipti sem íslenskir viðskiptamenn tömdu sér á hrunárunum og verða kannski illrekjanleg. Um þetta er því miður ekkert fjallað í téðri skýrslu. En getum við ekki bókað það að töluvert af lífeyri landsmanna hafi ratað í aflöndin á reikningana hjá öðrum ránsfeng? Lífeyrissjóðirnir geyma pen- inga íslensks launafólks. Þetta eru peningar sem sóttir eru til íslenskra launamanna – og oft af miklu harðfylgi. Þetta er skattheimta, sem við höfum ekkert um að segja hvernig ráðstafað er, nema við erum fullvissuð um að sú ráðstöfun miðist við bestu hugsanlega ávöxtun. Við erum fullvissuð um að fagleg sjónarmið ráði för þegar lífeyrissjóðirnir neita að taka þátt í skuldaleið- réttingum. Fagleg já. Miklum fjárhæðum var hent í Glitni eftir að fyrir lá hvert stefndi – en það var að sjálfsögðu ein- göngu til að fá bestu hugsan- legu ávöxtun. Við eigum að trúa því að viturlegt hafi verið að taka þátt í ævintýr- um Hannesar Smárasonar og Bakkabræðra. Við eigum að trúa og treysta. Hver kaus hann? Með vissu millibili fáum við að sjá Arnar Sigurmundsson, sem virðist einhvers konar keisari í þessu kerfi, koma í sjónvarp- ið til þess að tilkynna okkur um ákvarðanir sínar og sinna manna um það hvað beri nú að gera í landinu; hvaða vegi skuli leggja og hvaða göng skuli sprengja – og hver ekki – og maður hugsar: Hver kaus hann? Er þetta ekki formaður samtaka fiskvinnslustöðva? Af hverju ræður hann yfir lífeyrissjóðunum? Helgi Magnússon stjórnar- formaður í Lífeyrissjóði versl- unarmanna er annað gott dæmi um þá menn sem þarna hafa komist til valda og áhrifa; sú glögga og stálminnuga Lára Hanna Einarsdóttir rifjaði upp á dögunum á bloggsíðu sinni grein sem hann skrifaði seint á síðasta ári þar sem hann rómaði mjög skattastefnuna í Rússlandi og þær jafnaðar- hugmyndir sem liggja til grundvallar þjóðfélagsupp- byggingunni þar og en taldi skattheimtu að hætti norrænna landa vera argasta sósíalisma. Þetta var eins og skrifað af frambjóðanda Repúblíkana- flokksins í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum. Auðvitað er fínt af umsvifa- mikill fjárfestir á borð við Helga Magnússon deili með okkur sýn sinni á samfélagið – sem er sú að auðmenn eigi að græða og gera það sem þeim sýnist við sína nokkurn veginn skattfrjálsu tekjur – en maður spyr sig óneitanlega þeirrar spurningar hvort ráðlegt sé að maður með slík viðhorf og slík- an samfélagsþroska hafi svo mikið að segja yfir þeim pen- ingum sem teknir eru af okkur launafólki. Það má vera rétt sem þeir láta á sér skilja helstu tals- menn þessa kerfis, að þessum fimmhundruð milljörðum hafi verið tapað af geysilegri þekk- ingu og fagmennsku. Jafnvel að allt hafi þetta verið með ráðum gert. Sjálfur verð ég þó að segja, að ég væri til í að fá sjálfur til umráða það fé sem þessir sjóðir taka af mér og setja það í Lottóið – kæmi það ekki betur út? Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum lönd- um og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdóm- urinn af því sá að fólk er nokk- urn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólík- ar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum lönd- um. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfalls- lega stærsta saksókn- araembætti í heimi. Saksóknarinn grun- ar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemd- irnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyt- ing í almennri glæpa- hneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sál- fræði, stjórnmálafræði, félags- fræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geð- læknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla frá- viki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem dag- lega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituð- ust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hvers- dagsleg mál í umhverfinu á rann- sóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirr- ar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þann- ig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kring- um okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend banka- kerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarð- anir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönk- um sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsókn- ar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeið- is í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfald- ast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar. Þar vakna eðlilega spurningar um tengsl stjórnarmanna þessara almannasjóða við slík aflendingafyrirtæki og afskrifta- meistara íslensku bankanna -- ferðalög og gýligjafir og aðra „viðskiptavild“, þau óformlegu samskipti sem íslenskir viðskiptamenn tömdu sér á hrunárunum og verða kannski illrekjanleg. Drögum úr lögreglurann- sóknar- og dómstóla- þrasi, sem allt er að drepa úr heift og leiðindum. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Erum við verri en annað fólk? Samfélagsmál Kristín Þorsteinsdóttir fv. fréttamaður Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ævintýrið heldur áfram með spennu og töfrum leikhússins Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið kynnir Gói og Baunagrasið Frumsýnt 11. febrúar 2012 - Forsala í fullum gangi! lau. 11/2 KL. 13:00 UPPSELT FRUMSÝNING sun. 12/2 KL. 13:00 UPPSELT sun. 12/2 KL. 14:30 UPPSELT AUKASÝNING lau. 18/2 KL. 13:00 örfá sæti laus sun. 19/2 KL. 13:00 örfá sæti laus lau. 25/2 KL. 13:00 örfá sæti laus sun. 26/2 KL. 13:00 örfá sæti laus ATHUGIÐ TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI Tapað af fagmennsku

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.