Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 16
16 6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR
Nýverið birti Hagfræðistofn-un Háskólans skýrslu sína
um tillögur Hagsmunasamtaka
heimilanna varðandi almenna
niðurfærslu lána sem nefnd
er: „Greinargerð um afföll
íbúðalána við stofnun nýju
bankanna og kostnað við niður-
færslu lána“.
Strax er ljóst af lestri skýrsl-
unnar að gríðarleg mistök voru
gerð þegar lánasöfn föllnu
bankanna voru flutt yfir í nýju
bankana. Augljóst er að lána-
söfnin voru verulega ofmetin
og allt of dýru verði keypt.
Forsætisráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir, gerði sam-
komulag við skýrsluhöfunda
sem bundu hendur þeirra við að
leggja heilstætt mat á kostnað
og ábata af tillögum Hagsmuna-
samtaka heimilanna. Undrun
sætir að fræðimenn taki að
sér slíkt verkefni í ljósi þeirra
takmarkana sem Jóhanna Sig-
urðardóttir hefur á þá sett.
Tilgangur þess að setja slíka
hlekki á skýrsluhöfunda er aug-
ljóslega sá að koma í veg fyrir
að þeir leggi heilstætt mat á
væntanleg jákvæð áhrif tillagn-
anna sem afsetja hinn beina
kostnað.
Ótrúlegt er að sjá hvernig
þessi skýrsla er unnin, hroð-
virknisleg og með bæði stað-
reynda- og ályktanavillum. Höf-
undar skýrslunnar gefa sér t.d.
meira pláss í að fjalla um eigin
vangaveltur um hvernig hafa
má hendur í hári skattsvikara
heldur en tillögur Hagsmuna-
samtaka heimilanna í heild
sinni.
Einnig virðist Hagfræði-
stofnun vera farin að leggja
mat á lögfræðileg álitaefni
sem stofnunin ætti að eftirláta
öðrum að fást við enda er ekki
annað að sjá en lögfræðiþekk-
ingu skýrsluhöfunda sé veru-
lega ábótavant. Til dæmis er
nefnt í skýrslunni að ef geng-
ið er á rétt kröfuhafa þá væri
slíkt brot á jafnræðisreglu. Það
er rangt, hið rétta er að slíkt
gæti hugsanlega verið brot á
eignarréttarákvæðum stjórn-
arskrárinnar. Viðurkennt er að
löggjafinn hefur heimild til að
hnika til réttindum manna með
ákveðnum hætti ef það er gert
á málefnalegan hátt og látið
jafnt yfir alla ganga, sérstak-
lega ef aðstæður kalla á brýnar
aðgerðir. Þetta er staðfest m.a.
í nýlegum dómi Hæstaréttar í
Neyðarlagamálinu svokallaða.
Einnig má benda á að Mann-
réttindadómstóll Evrópu hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
eftirláta eigi aðildarríkjum
verulegt svigrúm þegar kemur
að eignarétti þó menn geti hver
haft sína skoðun á því hve mikið
svigrúmið á að vera.
Ályktun skýrsluhöfunda um
að ekki sé heimilt að ganga á
hlut kröfuhafa er því einfald-
lega ekki rétt. Við slíka óvissu
hefði verið faglegt af skýrslu-
höfundum að setja upp tvær
sviðsmyndir, annars vegar þar
sem heimilt væri að ganga á
rétt kröfuhafa og hins vegar
þar sem slíkt væri ekki talið
heimilt og kostnaðurinn félli á
ríkissjóð. Það var hins vegar
ekki gert.
Hagfræðistofnun horfir svo
alfarið fram hjá þeirri stað-
reynd að lánasöfn bankanna eru
ekki í góðu ástandi í dag vegna
mikilla vanskila. Niðurfærslu
lánanna fylgir aukin greiðslu-
geta sem einnig örvar hagkerf-
ið í heild og er því til þess fallin
að hafa jákvæð áhrif á það sem
eftir stæði af eignum bankanna
og gera þær verðmætari. Einn-
ig er í skýrslunni horft framhjá
því að hluti og jafnvel verulegur
hluti hinnar hugsanlegu niður-
færslu er sennilega hvort eð er
tapað fé.
Í ljósi þessara vankanta á
skýrslunni verður hún ekki lögð
til grundvallar. Nauðsynlegt er
því að gera heilstæða rannsókn
á tillögum Hagsmunasamtaka
heimilanna sem taka alla þætti
málsins til skoðunar áður en að
niðurstöðu er hrapað. Annað
væri óvirðing við þær þúsundir
sem skrifað hafa undir áskorum
samtakanna til stjórnvalda.
Ótrúlegt er að
sjá hvernig þessi
skýrsla er unnin, hroð-
virknisleg og með bæði
staðreynda- og ályktana-
villum.
Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri
mér og að mér skyldi sýnd þetta
mikil virðing og vinsemd, það fékk
mig til að hugsa: „ […] Þau koma
fram við mig eins og ég sé eðlileg.
Eitthvað hræðilegt átti sér stað
en ég fæ móttökur eins og ég sé
eðlileg!“ Og smátt og smátt varð
ég sjálfsöruggari og fannst ég ná
stjórn að nýju.“
Ofangreind orð hefur Liz Kelly,
prófessor við London Metropolitan
University, eftir konu sem kærði
mann fyrir nauðgun. Maðurinn
var sýknaður en konan hafði engu
að síður afar jákvæða upplifun af
réttarkerfinu. Til samanburðar
bendir Kelly á upplifun konu í máli
þar sem sakborningur var fundinn
sekur en konan var engu að síður
niðurbrotin þegar málinu lauk
vegna upplifunar af réttarkerfinu.
Liz Kelly var meðal átta fyrir-
lesara á ráðstefnu um meðferð
kynferðisbrota sem innanríkis-
ráðuneytið og Lagadeild Háskóla
Íslands stóðu fyrir í samvinnu
við Rannsóknastofnun Ármanns
Snævarr um fjölskyldumálefni og
Evrópuráðið föstudag 20. janúar
sl. Um tvö hundruð manns tóku
þátt í ráðstefnunni og þar á meðal
voru fræðimenn, lögreglumenn,
dómarar, saksóknarar, lögmenn,
brotaþolar, starfsfólk barnavernd-
ar og fulltrúar grasrótarsamtaka.
Barnvinsamlegt réttarkerfi
Í fyrsta hluta ráðstefnunnar var
fjallað um sáttmála Evrópuráðs-
ins um vernd barna gegn kyn-
ferðislegri misneytingu og kyn-
ferðislegri misnotkun. Einnig
var fjallað um svonefndar barn-
vinsamlegar réttarreglur. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar í
meðferð kynferðisbrota gegn
börnum. Réttarkerfið var vitan-
lega ekki upphaflega þannig úr
garði gert að því væri yfirleitt
ætlað að taka á móti börnum en
smám saman hefur það þróast
til barnvinsamlegri vegar og er
litið til Íslands sem fyrirmyndar
í þeim efnum, ekki síst með til-
komu Barnahúss. Réttarvernd
barna hefur aukist á Íslandi og
smám saman er verið að skapa
farveg fyrir börn til að greina
frá ofbeldi sem þau verða fyrir.
Lokatakmarkið er þó enn fjarri
en hvert skref í rétta átt er
þýðingarmikið.
Í öðrum hluta ráðstefnunnar
var fjallað um meðferð nauðg-
unarmála innan réttarkerfisins
og kom þar meðal annars fram
að lagabreytingar kunna að hafa
takmörkuð áhrif til þess að auka
réttarvernd brotaþola nauðg-
ana ef viðhorfsbreyting fylgir
ekki með. Viðhorf samfélagsins
endurspeglist á öllum stigum
meðferðar nauðgunarmála. Þann-
ig sýna alþjóðlegar rannsóknir að
mestar líkur eru á að sakfellt sé
í nauðgunarmálum sem bera ein-
kenni þeirrar staðalímynda sem
ríkja um nauðganir, t.d. þar sem
gerandinn er ókunnugur þoland-
anum og/eða líkamlegu ofbeldi er
beitt. Liz Kelly benti hins vegar
á að nauðganir væru mun hvers-
dagslegri en margir gerðu sér í
hugarlund. Þær ættu sér oftast
stað milli fólks sem þekkist og
margfalt oftar en flestir vildu
þora að trúa. Í þriðja hluta ráð-
stefnunnar var boðið upp á þrjár
málstofur þar sem fulltrúar
fræðasamfélagsins, réttarvörslu-
kerfisins og frjálsra félagasam-
taka leiddu saman sjónarmið
sín um meðferð kynferðisbrota.
Þannig var fjallað um samspil
barnaverndarkerfisins og réttar-
vörslukerfisins, hvað leiði til
ákæru í nauðgunarmálum og um
trúverðugleika og sönnunarmat.
Traust og bætt réttarvernd
Kynferðisbrotamál eru mikil
áskorun fyrir réttarkerfið – og
samfélagið í heild sinni – hvort
sem er á Íslandi eða erlendis. Sé
litið til tölfræðinnar hér á landi
þá leita hundruð barna, kvenna
og karla sér aðstoðar á ári hverju
vegna kynferðisofbeldis. Hlut-
fallslega hljóta fá mál meðferð
fyrir dómstólum og má því færa
rök fyrir því að réttarkerfið nái
aðeins að litlum hluta utan um
þessi brot. Með ráðstefnu sem
þessari er reynt að varpa ljósi á
það hvers vegna svo er. Hugsan-
lega má með því móti finna leiðir
til að auka réttarvernd brotaþola
kynferðisofbeldis. Réttarvernd
sakborninga er einnig meiri ef
traust ríkir um meðferð brotanna
innan réttarkerfisins og að hverju
sinni sé grundvallarreglum
stjórnarskrár og laga fylgt. Loks
er afar mikilvægt að gerðar séu
virkar ráðstafanir til að efla for-
varnir með aukinni fræðslu og
vitund um eðli þessara mála.
Það hlýtur að vera markmið
allra sem að þessum málum koma
að upplifun brotaþola af því að
leita réttar síns sé sambærileg því
sem konan sem vitnað er til í upp-
hafi þessarar greinar lýsir. Þann-
ig má byggja upp traust um að
allt sé gert til að leiða fram sann-
leikann og þannig geta brotaþolar
betur unnið úr reynslu sinni, hver
sem niðurstaða málaferla er.
Innanríkisráðuneytið og Laga-
deild Háskóla Íslands munu halda
áfram samstarfi til að stuðla að
opinni, gagnrýnni og uppbyggi-
legri umræðu um meðferð kyn-
ferðisbrota innan réttarkerfis-
ins og vilja þannig leggja sitt af
mörkum til áframhaldandi vit-
undarvakningar um kynferðis-
legt ofbeldi í íslensku samfélagi.
Ráðstefnan sem hér er vitnað til
bar þess merki að ríkur vilji sé
til slíks samtals en það eitt og
sér er mikilvægur áfangi á langri
vegferð.
Áskorun réttarkerfis og samfélags
Hún fæddist í Zeitun á Gaza-ströndinni og tilheyrir Sam-
uni ættinni. Fyrir þremur árum
fæddist þetta barn, saklaust, óaf-
vitandi um aðstæðurnar sem hún
fæddist í. Dagurinn var 8. janú-
ar 2009 á 13. degi 22 daga árása
Ísraelshers á Gaza. Sujud fædd-
ist fyrir tímann. Þremur dögum
fyrr, 5. janúar voru 29 nánir ætt-
ingjar móður hennar, Nawal Sam-
uni drepnir. Ísraelsher drap alls
48 meðlimi Samuni ættarinnar
þennan dag.
Sársaukinn er meitlaður í and-
lit Nawal þegar hún lýsir þessu
fyrir blaðamanni El Mundo,
Rosa Meneses. Sársaukinn hverf-
ur ekki við að segja frá honum.
Hann dvelur áfram innra með
hinni ungu móður sem var tvítug
þegar hún fæddi Sujud, sársauki
sem andlitið getur ekki falið.
Ný innrás í undirbúningi?
Er nýtt stríð gegn Gaza í undir-
búningi? Í fréttum RUV 3. janú-
ar segir að svo sé. Hershöfðing-
inn Tal Hermoni segir að herinn
sé reiðubúinn fyrir stórfellda inn-
rás á Gaza, sem „fyrirbyggjandi“
aðgerð, styttra en öflugra stríð.
Þetta er framhald fréttar frá því
28. desember. Þar segir hershöfð-
inginn Benny Gantz að nýtt stríð
verði ekki umflúið en hann bar lof
á árangur stríðsins fyrir þremur
árum, „það tókst fullkomlega“.
Þessi árangur á eitt þéttbýlasta
svæði veraldar felst í því að 20
þúsund byggingar voru eyðilagð-
ar; heimili, verksmiðjur, bænda-
býli, bænahús og skólar voru jafn-
aðir við jörðu. „Ísraelar frömdu
þar alvarlega stríðsglæpi m.a. með
því að ráðast á stöðvar Sameinuðu
Þjóðanna þar sem flóttafólk hafði
leitað skjóls og með því að beita
fosfór-íkveikjusprengjum. 1.387
Palestínumenn voru drepnir, þar
af voru 773 óvopnaðir óbreyttir
borgarar, aðallega konur og börn.
257 börn yngri en 16 ára gömul
voru drepin. 5.500 voru særðir,
meira en 700 konur og 1.800 börn
hafa þurft langtíma læknishjálp og
endurhæfingu sára sinna.“
Hver er framtíð Sujud, verður
hún drepin í næstu innrás? Þar
sem „fælingarmáttur“ stríðsins
fyrir þremur árum hefur dvín-
að verður önnur umferð ekki
umflúin samkvæmt orðum Benny
Gantz, yfirmanni ísraelska herafl-
ans. Það verður að vera sársauka-
fullt leifturstríð. Það er sem sagt
raunveruleg hætta á því að móðir
Sujud, hin 23 ára Nawal, þurfi að
ganga í gegnum nýtt helvíti. Fleiri
úr Samuni ættinni gætu verið
drepnir, særðir eða örkumlaðir.
Gaza og Íran
Samhliða árásum Ísraela gegn
Gaza, „Operation Cast Lead“
fyrir þremur árum, sendi Penta-
gon 100 „US-European Command“
(EUCOM) hernaðarsérfræðinga
til að aðstoða Ísraela við uppbygg-
ingu nýs, háþróaðs radarvarnar-
kerfis sem hluta nýrra sameigin-
legra eða samofinna loftvarna,
svokallað „X-band early warn-
ing radar system“. Meðan athygli
fjölmiðla beindist að Gaza bar
lítið sem ekkert á þessari mikil-
vægu hernaðaraðgerð. Opinbera
skýringin var sú að stjórnin í Tel
Aviv hafi beðið um þessa aðstoð,
sem vörn gegn hugsanlegri eld-
flaugaárás frá Íran. (M. Chossu-
dovsky, Global Research, 23. des.
2011)
Hvað er í gangi núna? Miklar
væringar milli Íran og vestrænna
ríkja, þá sérstaklega Bandaríkj-
anna-Ísrael. Á sama tíma hóta
fulltrúar Ísraelshers nýjum
aðgerðum gegn Gaza.
Leyniskyttur skjóta á drengi við
störf sín
En það eru alltaf aðgerðir í gangi.
Neyðin ýtir ungum mönnum til að
afla sér tekna með öllum tiltæk-
um ráðum eins og að safna steypu-
brotum úr hrundum húsum. Inn-
flutningur á sementi, járni og
öðru til byggingaframkvæmda
er mjög takmarkaður, nægir ein-
ungis fyrir um 5% af endurbygg-
ingarþörfinni. Með sama áfram-
haldi tæki 78 ár að endurbyggja
Gaza. Drengirnir sem reyna að
afla sér tekna með söfnun bygg-
ingarefnis setja sig í mikla hættu.
Breski læknirinn David Halpin
tók saman mál 23 drengja sem
höfðu orðið fyrir skoti ísraelskra
leyniskyttna á tímabilinu 26.
mars 2010 til 23. desember sama
ár við þessa iðju. Leyniskytturn-
ar miða sérstaklega á útlimi. Flest
skotsárin voru á fótleggjum, ein-
staka á handleggjum og í síðuna.
(David Halpin, Global Research,
20. jan. 2011) Það sem hér hefur
verið tíundað er algert brot á
Genfarsáttmála nr. 1957 þar sem
stríðsglæpamenn verða að svara
til saka fyrir brot sín. Höfum
það í huga að stjórnvöld í Tel
Aviv gera ekkert nema fá grænt
ljós frá stjórninni í Washington,
hvort sem það er árás á Gaza eða
á kjarnorkuver Írana.
Sujud er orðin þriggja ára
Skýrslu Hagfræði-
stofnunar verulega
ábótavant
Fjármál
Skúli
Sveinsson
lögfræðingur og
viðskiptafræðingur
Kynferðisbrot
Halla
Gunnarsdóttir
aðstoðarmaður
innanríkisráðherra
Róbert R. Spanó
forseti lagadeildar HÍ
Hernaður Ísraela
Ari
Tryggvason
félagi í Íslandi-Palestínu
Hefst sunnudaginn 12. febrúar
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS