Fréttablaðið - 13.02.2012, Síða 4
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR4
FJÖLMIÐLAR Óskar Ófeigur Jóns-
son, blaðamaður á Fréttablaðinu
og Vísi.is hlaut
um helgina
fjölmiðlaviður-
kenningu
Knattspyrnu-
sambands
Íslands (KSÍ)
fyrir árið 2011.
Í frétt á vef
KSÍ segir að
Óskar hafi
notað tölfræði
mikið í sínu
starfi og með góðum árangri.
„Hann hefur um árabil fjallað
um knattspyrnu og hefur jafnan
haldið umfjöllun um kvenna-
knattspyrnu mjög á lofti“, segir
aukinheldur á vef KSÍ.
Geir Magnússon, formaður
KSÍ, afhenti Óskari viðurkenn-
inguna á ársþingi sambandsins á
laugardag. - þj
Blaðamaður Fréttablaðsins:
Hlaut fjölmiðla-
verðlaun KSÍ
ÓSKAR ÓFEIGUR
JÓNSSON
EFNAHAGSMÁL Aukið líf heldur
áfram að færast í íbúðamarkað
á höfuðborgarsvæðinu. Alls var
þinglýst 372 kaupsamningum um
íbúðarhúsnæði á svæðinu í janúar
sem er 70 prósenta aukning frá
sama mánuði í fyrra.
Velta samninganna nam rétt
tæplega 11 milljörðum króna.
Meðalupphæð á kaupsamning er
því 29,4 milljónir króna.
Á árinu 2011 voru kaupsamning-
ar á höfuðborgarsvæðinu samtals
4.613 og fjölgaði um 54 prósent
milli ára.
Þá hækkaði íbúðaverð um tíu
prósent að nafnvirði og fimm að
raunvirði. - mþl
70% fleiri samningar:
Aukinn kraftur
í íbúðamarkað
SLYSAVARNIR Gísli Örn Gíslason
er skyndihjálparmaður ársins
2011 að mati Rauða kross Íslands.
Hann bjargaði lífi dóttur sinnar,
Sigurbjargar Jóhönnu, 29. janúar
árið 2011.
Feðginin ætluðu bæði að vera
að heiman þetta kvöld, en röð til-
viljana réði því að þau voru bæði
stödd í herbergi Sigurbjargar
þegar hún fór í hjartastopp. Gísli
hóf strax hjartahnoð og kallaði
á eiginkonu sína, sem hringdi í
sjúkrabíl. Sjúkraflutningamenn
og lögreglumenn komu á staðinn
7 til 8 mínútum síðar.
Gísli tók við viðurkenningu
Rauða krossins í Smáralind á
laugardag, á 112 daginn. - hhs
Verðlaun fyrir skyndihjálp:
Bjargaði lífi
dóttur sinnar
SKYNDIHJÁLPARMAÐUR ÁRSINS 2011
Gísli Örn Gíslason sýndi hárrétt handtök
þegar dóttir hans hans fór í hjartastopp
á heimili þeirra. MYND/RAUÐI KROSS ÍSLANDS
LÖGREGLA Dregið hefur úr ofbeldi
tengdu skemmtanahaldi í mið-
borg Reykjavíkur. Lögreglan
þakkar fækkunina auknu eftirliti
og góðu samstarfi við starfsfólk
og dyraverði veitingastaða.
Þá er það tilfinning lögreglu-
manna að aukið eftirlit hafi fælt
sölumenn fíkniefna í einhverjum
mæli frá þessum stöðum, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
varðstjóra í vesturbæ Reykja-
víkur. Um nýliðna helgi könnuðu
ómerktir lögreglumenn aðstæður
á skemmtistöðum. - hhs
Aukið eftirlit skilar árangri:
Minna ofbeldi
í miðborginni
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
10°
-1°
0°
2°
0°
-3°
1°
1°
19°
6°
8°
5°
18°
-4°
5°
12°
-3°Á MORGUN
3-8 m/s
um allt land.
MIÐVIKUDAGUR
Strekkingur V-til,
annars hægari.
6
5
4
4
3
4
3
4
3
7
0
11
15
14
13
11
15
6
12
6
13
8
6
4 5
3
5
5
2
5
6
4
MILT Í VEÐRI
Nokkuð hlýtt er á
landinu í dag og
næstu daga en
búast má við hægt
kólnandi veðri
frá miðvikudegi. Í
dag blæs nokkuð
hressilega í fl estum
landshlutum, á
morgun eru horfur
á nokkuð hægum
vindi en á mið-
vikudaginn hvessir
á nýjan leik við V-
ströndina.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
Ofstopi hræddi börn
Útigangsmenn með ofstopa og ógn-
andi tilburði við fólk á Klambra túni
grættu börn sem skelfdust þá um
miðjan dag í gær. Þeir voru á bak og
burt þegar lögregla kom á vettvang.
Bíl var ekið yfir fót
Klukkan hálf fimm aðfaranótt
sunnudags var lögreglu tilkynnt að
bíl hefði verið ekið yfir rist manns í
Austurstræti og af vettvangi. Bíllinn
fannst heima hjá skráðum eiganda
hálftíma síðar en ekki var ljóst hver
hafði ekið. Eigandinn og gestur hans
voru báðir handteknir.
LÖGREGLUMÁL
LÖGREGLUMÁL Karl á áttræðis-
aldri hefur játað að hafa komið
fyrir sprengjunni sem sprakk á
Hverfisgötu, skammt frá Stjórn-
arráðinu, snemma að morgni 31.
janúar síðastliðinn. Hann mun
hafa verið einn að verki og hefur
verið sleppt úr haldi.
Í tilkynningu frá lögreglu
segir að tilgangur mannsins
með sprengjunni hafi ekki verið
að valda skaða, heldur að koma
ákveðnum skilaboðum á fram-
færi til stjórnvalda.
Ekkert hefur enn komið fram
um hvaða skilaboð það voru.
Þá er sprengjan ekki talin hafa
verið til þess fallin að valda eyði-
leggingu eða hættu, enda hafi
maðurinn staðið við hlið sprengj-
unnar er hún sprakk.
Maðurinn var handtekinn á
heimili sínu í Reykjanesbæ á föstu-
dag, og við húsleit fannst ýmislegt
sem tengdist málinu. Þá var bíll
mannsins af sömu gerð og lýst var
eftir í fjölmiðlum.
Lögreglan var með mikinn
viðbúnað eftir að upp komst um
sprenginguna þar sem Hverfisgötu
var lokað á meðan sprengjusveitir
Landhelgisgæslu og lögreglu rann-
sökuðu sprengjuleifarnar. - þj
Sprengjumálið upplýst eftir játningu Suðurnesjamanns á áttræðisaldri:
Tilgangurinn var ekki að valda skaða
NÁÐIST Á MYND Sprengjumaðurinn
náðist á mynd skömmu eftir atvikið.
GENGIÐ 10.02.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,9666
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
121,90 122,48
192,94 193,88
161,55 162,45
21,733 21,861
21,165 21,289
18,316 18,424
1,5674 1,5766
189,10 190,22
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
KÖNNUN Ríflega helmingur lands-
manna vill að Ólafur Ragnar
Grímsson gefi kost á sér fyrir
fimmta kjörtímabilið sem forseti
Íslands, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar Fréttablaðsins
og Stöðvar 2.
Alls sögðu 53,8 prósent þeirra
sem afstöðu tóku að þeim fyndist
Ólafur Ragnar eiga að gefa kost á
sér í kosning-
unum í sumar,
en 46,2 prósent
voru á öndverð-
um meiði. Könn-
unin var unnin
dagana 8. og 9.
febrúar.
Stuðning-
ur við að Ólaf-
ur Ragnar gefi
kost á sér í for-
setakosningum sem fram eiga að
fara í júní næstkomandi hefur auk-
ist frá því í september á síðasta ári.
Í sambærilegri könnun Fréttablaðs-
ins og Stöðvar 2 sögðust þá 47,6 pró-
sent vilja að Ólafur gæfi kost á sér
í embættið, og hefur stuðningurinn
því aukist um 6,3 prósentustig á
fimm mánuðum.
Stuðningur við að Ólafur Ragn-
ar gefi kost á sér er mestur meðal
stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks, en er einn-
ig mikill meðal þeirra sem styðja
nýju framboðin Samstöðu og Bjarta
framtíð.
Alls vilja 63 prósent stuðnings-
manna Framsóknarflokksins Ólaf
í framboð í sumar, og 57 prósent
þeirra sem kjósa myndu Sjálf-
stæðisflokkinn. Í kringum 60 pró-
sent þeirra sem styðja Samstöðu og
Bjarta framtíð voru sömu skoðunar.
Áhugi á því að Ólafur gefi kost á
sér áfram er minnstur meðal þeirra
sem kjósa myndu Samfylkinguna,
um 32 prósent. Helmingur stuðn-
ingsmanna hins stjórnarflokksins,
Vinstri græns, vill að Ólafur sækist
eftir endurkjöri.
Stuðningur við að Ólafur gefi
kost á sér í sumar er meiri meðal
karla en kvenna, og mun meiri
meðal fólks undir fimmtugu en
þeirra sem eldri eru. Þá styðja
íbúar landsbyggðarinnar Ólaf frek-
ar en þeir sem eldri eru.
Hringt var í 800 manns dagana
8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru
valdir með slembiúrtaki úr þjóð-
skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir
kyni, og hlutfallslega eftir búsetu
og aldri.
Spurt var: Finnst þér að Ólafur
Ragnar Grímsson ætti að gefa kost
á sér fyrir fimmta kjörtímabil-
ið sem forseti Íslands þegar kosið
verður í sumar? Alls tóku 89,9 pró-
sent afstöðu. brjann@frettabladid.is
Aukinn stuðningur
við framboð Ólafs
Tæplega 54 prósent landsmanna vilja að Ólafur Ragnar gefi kost á sér í for-
setakosningum í vor samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Stuðningur við að Ólafur gefi kost á sér hefur aukist nokkuð síðustu mánuði.
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON
Undanfarnar vikur hefur hópur stuðningsmanna Ólafs Ragnars safnað undir-
skriftum fólks sem skorar á hann að gefa kost á sér áfram. Í gær voru rétt
rúmlega 29 þúsund undirskriftir skráðar á vefsíðu söfnunarinnar, askoruntil-
forseta.is.
Sú tala gæti reyndar átt eftir að lækka eitthvað, þar sem kennitölur þeirra
sem skráðir eru hafa ekki verið keyrðar saman við þjóðskrá. Þeir sem standa
fyrir undirskriftasöfnuninni hafa verið gagnrýndir fyrir að undirskriftirnar séu
ekki birtar á síðunni.
29 þúsund undirskriftir safnast
Já
53,8%
Nei
46,2%
Meirihluti vill að Ólafur gefi kost á sér
Finnst þér að Ólafur Ragnar Grímsson ætti að gefa kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið sem
forseti Íslands þegar kosið verður í sumar?
Heimild: Skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðvar 2