Fréttablaðið - 13.02.2012, Side 6
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR6
UMHVERFISMÁL Norræna húsið,
Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands
hafa tekið saman höndum um
endur bætur á friðlandinu í Vatns-
mýrinni. Endurbæturnar fela meðal
annars í sér að tryggja Tjarnar-
fuglum öruggt varpland, uppræta
ágengar plöntur í friðlandinu og
endurnýja og viðhalda líffræðileg-
um fjölbreytileika á svæðinu. „Það
er löngu tímabært að taka til á
svæðinu, hjálpa fuglunum sem lífga
svo skemmtilega upp á miðborgina
og gera svæðið að raunverulegum
griðastað fugla, gróðurs og vatna-
lífvera,“ segir Þuríður Helga Krist-
jánsdóttir, verkefnastjóri hjá Nor-
ræna húsinu, en hugmyndin fæddist
hjá starfsfólki Norræna hússins
fyrir allnokkru. Hópur sérfræð-
inga, eftir milligöngu Norræna
hússins, hefur komið með tillögur
að úrbótum sem þegar eru hafnar.
Þuríður segir að ætlunin sé að
gera svæðið að fyrirmynd fyrir
endurheimt votlendis. Í fyrsta
áfanga verði klárað að girða frið-
landið af með síki og lækka landið,
til að mynda votlendi, og uppræta
óæskilegan gróður. Einnig verður
vatni beint betur um síkin svo koma
megi í veg fyrir að þau þorni upp
og vatn í þeim staðni. „En það er
ljóst að þessar framkvæmdir verða
ekki einar og sér til þess að bæta
ástandið við Tjörnina. Fleira þarf
að koma til.“
Alþekkt er að fuglum fer fækk-
andi sem verpa í friðlandinu og
vistkerfinu þar fer hnignandi. Þur-
íður vísar þar til vöktunar þeirra
Ólafs Karls Nielsen og Jóhanns
Óla Hilmarssonar undanfarin ár.
Þeir hafa bent á að nauðsynlegt sé
að taka upp fyrri sið og ráða eftir-
litsmann við Tjörnina, eða „anda-
pabba“ eins og hann var kallaður.
Þuríður tekur undir með Ólafi
og Jóhanni Óla og telur það geta
skipt sköpum að eftirlitsmaður sé
við Tjörnina til að fóðra ungfugla,
hirða um varp og bægja frá ung-
drápurum.
Hugmyndir um endurbætur fela
jafnframt í sér að auka rannsóknir,
enda verður litlu áorkað án þeirra.
Sérstaklega áhugaverð er sú
áhersla sem lögð verður á miðlun
fróðleiks um svæðið. Eitt af því
sem áætlað er að gera er að setja
upp sjálfsala með fæðu sem er snið-
in að þörfum fuglanna, enda nauð-
synlegt að minnka brauðgjöf sem
mengar Tjörnina og laðar máfa að
svæðinu.
„Við sem stöndum að verkefninu
viljum líka gefa almenningi og
nemendum kost á að fylgjast með
endurbótunum. Norræna húsið mun
af því tilefni setja upp tvær sýning-
ar á þessu ári,“ segir Þuríður.
svavar@frettabladid.is
Hljómskálagarður
Norræna húsið
Askja náttúrufræðihús
Umhverfislistaverk
Hola á himinbotni
Hringbraut
Þorfinns
tjörn
Votlendi
Tjarnir og síki
Malbikaður stígur
Malarstígur
Nýr stígur
Upplýsingaskilti
Lagnir
Lóðarmörk
Sandfjara við austurenda tjarnar
Fuglaskoðunarhús og bryggja
Núverandi hús
Afmörkun á því svæði sem deiliskipulags-
breytingin tekur til
1. Útrýming óæskilegra tegunda
2. Nýtt síki svipað og þau sem áður hafa verið
gerð
3. Stígur milli Hringbrautar og Norræna hússins
4. Fuglaskoðunarhús og bryggja
5. Endurheimt votlendis – skapa skilyrði fyrir
votlendi, land lækkað
6. Stjórnun rennslis við megininnstreymi
7. Lagfæra aðgengi að brú
8. Breytingar á bakka við Norræna húsið
Vatnsmýrin endurbætt
fyrir Tjarnarfugla og fólk
Metnaðarfullt verkefni um endurbætur friðlandsins í Vatnsmýri er að hefjast. Varpland verður bætt, vot-
lendi endurheimt og gerð gangskör í rannsóknum. Sérstaklega gætt að þekkingarmiðlun til almennings.
Háskóli Íslands
FRIÐLAND Í VATNSMÝRI. SKÝRINGARUPPDRÁTTUR. FRAMKVÆMDA-
OG EIGNASVIÐS REYKJAVÍKURBORGAR. LANDMÓTUN SF. TEIKNISTOFA
■ Tryggja Tjarnarfuglum
öruggt varpland
■ Gefa vísbendingu um þann
gróður sem einkenndi
svæðið fyrr á tímum
■ Endurnýja og viðhalda
líffræðilegum fjölbreytileika
á svæðinu
■ Gera svæðið að fyrirmynd fyrir endurheimt votlendis
■ Rannsóknir á svæðinu verði styrktar og þekkingu miðlað til almennings
■ Auka áhuga og þekkingu almennings á náttúrusvæðum innan og utan
borgarinnar
Markmið framkvæmdanna í Vatnsmýri
Ókeypis
heyrnarmæling
Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu
og leyfðu okkur að leiðbeina þér við
val á heyrnartækjum með allt að
fjögurra ára ábyrgð.
Læknastö›in • Kringlunni
Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
REYKJAVÍKURBORG Ákveðið hefur
verið að freista þess að hindra
hljóðmengun frá Tjarnarbíói með
framkvæmd sem áætlað er að
kosti 18 til 20 milljónir króna.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu á miðvikudaginn seg-
ist fólk sem býr í húsi sem áfast
er við Tjarnarbíó vart haldast
við á heimili sínu þegar háværir
tónleikar eru í bíóinu. Mælingar
sýndu að hljóðmagnið var langt
yfir heilbrigðismörkum. Af þeim
sökum var starfseminni sett-
ar skorður. Með þeim er talið að
rekstrargrundvellinum væri kippt
undan húsinu. Það eru sjálfstæðir
leikhópar sem leigja Tjarnarbíó af
Reykjavíkurborg.
Í áætlun sem borgarráð sam-
þykkti á fimmtudag er gert ráð
fyrir að skera veggi milli húsanna
og steypa nýjan vegg með hljóð-
einangrun.
Annar möguleiki var að breyta
hinu áfasta íbúðarhúsi í atvinnu-
húsnæði með skrifstofum sem ekki
væru viðkvæmar fyrir hávaða að
kvöldlagi.
Talið er að endurbæturnar muni
taka um fjórar vikur þegar í þær
verður ráðist. - gar
Borgarráð ákvað að lagfæra Tjarnarbíó til að treysta grundvöll rekstrar í húsinu:
Tuttugu milljónir í hljóðeinangrun
FRÉTTABLAÐIÐ Sagt var frá því í blaðinu
á miðvikudag að íbúar á Suðurgötu
15 væru langþreyttir á mikilli hávaða-
mengun frá Tjarnarbíói.
g, shá
Tvisvar höfum við
flúið á gistiheimili til S
i
m
u
e
l
h
g
UMHVERFISMÁL „Þetta er alveg hrikalegt þegar maður er með lítið barn og getur ekki verið með það heima,“ segir Sergiy Okhremchuk, íbúðareigandi í Suðurgötu 15, sem fast er við Tjarnarbíó þaðan sem berst svo mikill hávaði að heil-brigðisreglugerðir bresta.
Sergiy segir að eftir að breyt-ingar voru gerðar á Tjarnarbíói og það tekið aftur í notkun haust-ið 2010 hafi hávaðinn þaðan keyrt um þverbak. Virðist sem sú ein-angrun sem fyrir var hafi horfið í framkvæmdunum. Fjórar íbúðir
eru í Suðurgötu
15, tvær eru í
einkaeigu og
tvær á Hjálp-
ræðisherinn.
„ Þ et t a er
farið að taka
á taugarnar,“
segir Sergiy
sem á þriggja
ára son með
ko i i
Sergiy hefur ekki trú á þeim aðgerðum sem lagðar eru til. Miðað við nú di
Í TJARNARBÍÓI Hljóðeinangrunin er svo léleg að íbúar í Suðurgötu 15 haldast varla við þegar rokktónleikar eru í Tjarnarbíói. Þungarokkshljómsveitin Skálmöld kom fram í húsinu í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRIÐRIK
FRIÐRIKSSON
Hávaði úr Tjarnarbíói
hrakti fólk að heiman
Hljóðleki er svo mikill frá Tjarnarbíói að það stenst ekki heilbrigðiskröfur. Íbúi í næsta húsi segir ástandið hrikalegt. Hátalarar voru settir á púða en allt kom fyrir ekki. Grundvöllur rekstrarins er horfinn með skorðum við starfseminni.
EFNAHAGSMÁL Alls urðu 1.578
fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2011
og hafa aldrei verið fleiri á einu
ári. Til samanburðar urðu 982
fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2010.
Þetta kemur fram í tölum Hag-
stofunnar um nýskráningar og
gjaldþrot sem birtar voru nýlega.
Í umfjöllun Greiningar Íslands-
banka segir að ástæða þessa
mikla fjölda sé umfangsmikil
endurskipulagning atvinnulífsins
sem hafi náð hámarki á síðasta
ári. Gjaldþrotatölurnar bendi til
þess að atvinnulífið sé enn nokkuð
laskað en einnig að nauðsynleg
endurskipulagning hafi loks kom-
ist á almennilegt skrið. - mþl
Gjaldþrotum fjölgaði:
Metfjöldi fór í
þrot árið 2011
LÖGREGLA Ölvaður og æstur
maður var handtekinn við krá í
Hafnarfirði aðfaranótt laugar-
dags. Maðurinn hafði þá í bræðis-
kasti brotið afturrúðu í lögreglu-
bíl. Áður hafði hann óboðinn sest
upp í bílinn, en verið vísað úr
honum. Lögregla segir manninn
skipverja á erlendu skipi.
Í skýrslu lögreglu af atburð-
um næturinnar kemur jafnframt
fram að maður hafi verið hand-
tekinn við krá á Laugavegi, en á
heimili hans hafi fundist nokkurt
magn af kannabisefnum. - óká
Settist óboðinn í lögreglubíl:
Ölvaður og æst-
ur braut rúðu
FRAMKVÆMDIR Árið 2011 urðu flest
gjaldþrot í byggingastarfsemi og mann-
virkjagerð, alls 329. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gætir þú hugsað þér að nota
svokallaða skyndibíla eins og
hugmyndir hafa komið fram
um nýlega?
JÁ 35,8%
NEI 64,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Getur þú hugsað þér að kjósa
eitthvað af þeim nýju fram-
boðum sem eru að koma fram?
Segðu þína skoðun á visir.is
FERÐAIÐNAÐUR Þrjátíu verkefni
fá styrki úr Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða í ár, en þetta er
í fyrsta sinn sem úthlutað er úr
sjóðnum.
Alls verður 69 milljónum króna
úthlutað til að stuðla að uppbygg-
ingu, viðhaldi og verndun ferða-
mannastaða í opinberri eigu eða
umsjón. Hæstu styrkirnir, fimm
milljónir króna hver, eru veittir
vegna framkvæmda við Gullfoss,
Fjallabakssvæði, Skógafoss og
Hveravelli.
Alls bárust 124 umsóknir og
nam umbeðin upphæð tæpum 455
milljónum króna. - þj
Framkvæmdir í ferðamálum:
69 milljónir til
uppbyggingar
KJÖRKASSINN