Fréttablaðið - 13.02.2012, Síða 8
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR8
Gæðum tilveruna
góðu ljósi
Lightsack
Rýmingarverð: 8.900 kr.
Maggie
Rýmingarverð: 6.900 kr.
TILBOÐS- &
RÝMINGARVERÐ
MANNRÉTTINDI Ísland þarf alhliða
lög gegn mismunun og óháða
jafnréttisnefnd til þess að hrinda
ákvæðum laganna í framkvæmd.
Þetta sagði mannréttindafulltrúi
Evrópuráðsins, Thomas Hammar-
berg, að lokinni tveggja daga
heimsókn til Íslands.
Hann kynnti sér meðal annars
mismunun og umbætur á jafn-
réttislöggjöf þar sem horft er til
jafnréttis kynjanna, þjóðernisupp-
runa, kynþátta, einstaklinga með
fötlun, aldraðra, réttinda samkyn-
hneigðra og transfólks.
Hammarberg
segir gildandi
lög veita þess-
um hópum mis-
góða vernd,
ofbeldi gegn
konum sé við-
varandi vanda-
mál og herða
þurfi baráttu
gegn mansali.
Mannréttinda-
fulltrúinn segir yfirvöld þurfa að
grípa til sérstakra aðgerða til þess
að koma í veg fyrir fátækt sem
kunni að vera að aukast meðal ein-
staklinga með fötlun, einstæðra
foreldra, aldraðra og innflytjenda.
Fulltrúinn nefnir að á Íslandi
megi merkja ótta við útlendinga
og múslíma í umræðum á netinu
og í öðrum miðlum.
Það er skoðun mannréttinda-
fulltrúans að sjálfstæði dóms-
kerfisins hafi aukist og nefnir
hann sérstaklega umbætur á skip-
an dómara. Fjárframlög til ákæru-
valdsins eru ekki í samræmi við
málafjölda, að því er Hammarberg
segir. -ibs
Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins segir umbóta þörf á Íslandi:
Vill alhliða lög gegn mismunun
THOMAS
HAMMARBERG
ALÞINGI Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-
herra segir ekki rétt að halda því fram að í
rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúru-
svæða felist endanleg úthlut-
un þeirra náttúrusvæða sem
þar eru undir. Vinna við áætl-
unina er á lokaspretti og hún
segir hana vera forgangs-
verkefni hjá sér og Oddnýju
G. Harðardóttur, starfandi
iðnaðarráðherra.
„Ég hef velt upp þeirri
spurningu í hvaða stöðu núlif-
andi kynslóð er að setja sig
gagnvart framtíðinni með því
að taka þessar ákvarðanir í eitt skipti fyrir öll,
en fyrst og fremst er þetta mjög mikilvægt ferli
sem ég er alveg handviss um að er náttúruvernd
til framdráttar.“
Hugmyndin að baki rammaáætluninni var að
skrá þau náttúrusvæði sem mætti nýta, svo sem
til virkjana, og þau sem ætti að vernda. Einhver
lenda svo í biðflokki og ákvörðun varðandi þau
bíður þá betri tíma.
Svandís segir þessa afstöðu sína ekki ganga
gegn grunnhugsun áætlunarinnar. „Nei, en ég
tel rétt að halda þeirri spurningu vakandi hvaða
vald við erum að taka okkur.“
Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja ramma-
áætlun fram í byrjun febrúar. Ljóst er að málið
gæti orðið ríkisstjórninni erfitt, enda umdeilt
hvar á að virkja og hvar vernda.
Málið er nú á borði umhverfis ráðherra og iðn-
aðarráðherra. Þegar þeir hafa náð saman um það
verður það kynnt í ríkisstjórn og þaðan fer það
fyrir stjórnarflokkana áður en það er lagt fyrir
Alþingi.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú
unnið að því að ná sátt um að tillagan breytist
ekki í meðförum þingsins; komi þaðan út eins
og hún fór þangað inn. Telja menn að ef opnað
verði fyrir umræðu um einstaka kosti þýði það
umræðu um hvert og eitt einasta landsvæði. Því
þurfi að ná sátt um umdeild svæði eins og neðri
hluta Þjórsár áður en málið kemur á Alþingi.
Líkt og sést á meðfylgjandi töflu er kostnað-
ur við 2. áfanga áætlunarinnar um hálfur millj-
arður. Við það bætist undirbúningskostnaður á
árunum 2005 til 2006 og einhver kostnaður við
1. áfanga áætlunarinnar. kolbeinn@frettabladid.is
Rammaáætlun felur ekki
í sér endanlega úthlutun
Umhverfisráðherra segir rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða ekki fela í sér endanlega út-
hlutun náttúrusvæða. Varasamt sé að binda hendur komandi kynslóða. Kostnaður er hálfur milljarður.
URRIÐAFOSS Mikill styr stendur um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár, en rammaáætlun gerir ráð fyrir
þremur virkjunum þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
SAMGÖNGUMÁL Lægsta tilboð í
Vaðlaheiðargöng rennur út á morg-
un, 14. febrúar. Formleg ósk um að
það verði framlengt um fjóra mán-
uði var lögð fram fyrir helgi.
Fjórir mánuðir eru liðnir frá því
að tilboð voru opnuð í gerð Vaðla-
heiðarganga en lægsta boð kom frá
ÍAV og Marti og var upp á tæpa
níu milljarða króna, um hálfum
milljarði króna undir kostnaðar-
áætlun. Stjórn Vaðlaheiðarganga
hefur nú farið þess á leit við verk-
takana að þeir framlengi tilboð sitt
um fjóra mánuði.
Með framlengingu tilboðsins
vonast menn til að skapa Alþingi
nægilegt svigrúm til að móta
endan lega afstöðu til verkefnisins.
Óvissa um Vaðlaheiðargöng:
Farið fram á að
tilboð í göngin
verði framlengt
EFNAHAGSMÁL Hækka þarf iðgjöld
til Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins (LSR) til að bregðast við nei-
kvæðri stöðu A-deildar sjóðsins.
Skýrt kemur fram í lögum um
sjóðinn að haga þurfi iðgjöldum
í samræmi við skuldbindingar.
Það að heildarstaða hans sé nei-
kvæð um 47,4 milljarða króna
bendir því til þess að hækka þurfi
iðgjöldin í framtíðinni til að mæta
auknum skuldbindingum, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu
fjármálaráðuneytisins og Fjár-
sýslu ríkisins. - mþl
Viðbrögð frá ráðuneyti:
Iðgjöld í LSR
þurfa að hækka
KÖNNUN Þjóðin er klofin í tvær
jafnar fylkingar í afstöðu sinni til
þess hvort Alþingi eigi að draga
til baka ákæru á hendur Geir H.
Haarde fyrir Landsdómi, sam-
kvæmt niðurstöðum skoðanakönn-
unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Alls sögðust 43,5 prósent þeirra
sem afstöðu tóku til spurningar-
innar mjög eða frekar fylgjandi
því að draga ákæruna til baka, en
44,4 prósent sögðust því mjög eða
frekar andvíg. Um 12,1 prósent
sagðist hlutlaust í málinu.
Meirihluti stuðningsmanna
stjórnarflokkanna er andvígur því
að ákæran verði dregin til baka.
Um 67,5 prósent stuðningsmanna
Samfylkingarinnar vilja halda
ákærunni til streitu, líkt og 74,1
prósent stuðningsmanna Vinstri
græns.
Um 75,6 prósent stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins sögð-
ust vilja draga ákæruna til baka,
en 19,3 prósent voru því andvíg.
Um 60,5 prósent stuðningsmanna
Framsóknarflokksins vildu falla
frá ákærunni.
Hringt var í 800 manns dagana
8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru
valdir með slembiúrtaki úr þjóð-
skrá. Svarendur skiptust jafnt
eftir kyni, og hlutfallslega eftir
búsetu og aldri.
Spurt var: Ert þú fylgjandi því
eða andvíg(ur) að Alþingi dragi
til baka ákæruna á hendur Geir
H. Haarde fyrir Landsdómi? Alls
tóku 94,3 prósent afstöðu. - bj
Þjóðin klofin í afstöðu til ákæru fyrir Landsdómi:
Tæplega 44 prósent
vilja falla frá ákæru
Skoðanakönnun um landsdómsmálið
Ert þú fylgjandi því eða andvíg(ur) að
Alþingi dragi til baka ákæruna á hendur
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi?
Mjög fylgjandi
28,4%
Frekar fylgjandi
15,1%
Hlutlaus
12,1% Frekar andvíg(ur)
16,0%
Mjög andvíg(ur)
28,4%
Heimild: Skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðvar 2
Braut og bramlaði
Gestgjafi í unglingasamkvæmi brást
reiður við þegar lögregla stöðvaði
samkvæmið aðfaranótt laugardags.
Hóf gestgjafinn að „brjóta og bramla“
eins og lögregla lýsir því. Ungmennin
voru færð á lögreglustöð þar sem
forráðamenn sóttu þau.
Stunginn og fangelsaður
Maður sem hlaut hnífsstungu í
stympingum í miðbæ Reykjavíkur
aðfaranótt föstudags var fangelsaður
með fjórum öðrum eftir að gert hafði
verið að sárum hans.
LÖGREGLUMÁL
Kostnaður við 2. áfanga*
2005-2009 394.452**
2010 34.599
2011 25.361
Alls 454.812
* Á verðlagi hvers árs
** Allar tölur eru í þúsundum króna
VEISTU SVARIÐ?
1. Hvaða stofnun greip í taumana
vegna útflutnings á gullmunum til
bræðslu?
2. Hvað kostar að taka stúdents-
próf í fjarnámi?
3. Hvar er eldgamalt stöðuvatn
sem rússneskir vísindamenn hafa
borað sig ofan í?
SVÖRIN
1. Safnaráð. 2. Sjö hundruð og fjörutíu
þúsund krónur. 3. Undir suðurskauts-
ísnum.