Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 16
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is PETER GABRIEL tónlistarmaður er 62 ára í dag. „Tónlist er alþjóðlegt tungumál sem sýnir, betur en nokkuð annað, hversu heimskulegir kynþáttafordómar eru.“ 62 Merkisatburðir 13. febrúar 1575 Hinrik III Frakkakonungur krýndur í Reims. 1633 Galileo Galilei kemur fyrir Rannsóknarréttinn í Róm. 1693 Eldgos hefst í Heklu. Daði Halldórsson, barnsfaðir Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur, ritar um það skýrslu. 1945 Loftárásin á Dresden hefst. 1960 Frakkar gera tilraunir með sína fyrstu kjarnorkusprengju. 1971 Suður-Víetnamar ráðast inn í Laos með hjálp Bandaríkja- manna. 1974 Rithöfundinum og Nóbelsverðlaunahafanum Alexander Solsjenitsjin er vísað frá Sovétríkjunum. 2001 Jarðskjálfti, 6,6 stig á Richters-kvarða, ríður yfir El Salva- dor. Að minnsta kosti 400 manns láta lífið. Þýska tónskáldið Richard Wagner andaðist í Ca‘ Vendramin Calergi í Feneyjum eftir hjarta- áfall þann 13. febrúar 1883, tæplega sjötugur að aldri. Wagner hafði farið til Feneyja með fjölskyldu sinni, eftir lokasýningu á óperunni Parsifal í Bayreuth í lok ágúst, til að hafa þar vetursetu. Hann hafði lengi þjáðst af hjarta- kvilla og fengið nokkur misjafnlega alvarleg hjartaáföll. Jarðneskar leifar hans voru fluttar til Bayreuth þar sem hann var jarðsettur í garði Villa Wahnfried. Wagner samdi margs konar tónlist en var þekktastur fyrir óperur sínar, sem njóta vinsælda enn í dag. Þekktastur er fjórleikurinn um Niflungahringinn; Das Rheingold, Die Walküre, Siegfried og Götterdämmerung. Lohengrin, Tristan og Isolde og Parsifal eru líka vel þekktar óperur og lögin Reið valkyrjanna úr Die Walküre og Brúðarmarsinn úr Lohengrin þekkja flestir. Ólíkt flestum öðrum óperutón- skáldum skrifaði Wagner sjálfur allan texta við sínar óperur auk tónlistarinnar. ÞETTA GERÐIST: 13. FEBRÚAR 1883 Richard Wagner deyr í Feneyjum Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu tónskáldsins Johns Cage, sem fæddist 5. september árið 1912. Alls kyns tónleikar og viðburðir til að heiðra minn- ingu tónskáldsins verða haldn- ir á árinu víðs vegar um heim- inn. Jaðarberið og Listasafn Reykjavíkur minnast afmælis- ins með afmælistónleikunum sem haldnir verða á Kjarvals- stöðum miðvikudagskvöldið 15. febrúar. Á tónleikunum verða fluttar glefsur frá mismunandi tíma- bilum í tónsmíðaferli Johns Cage. Þar má meðal annars heyra verk eins og Aria, Font- ana Mix, Six Melodies for Viol- in and Keyboard og Suite for Toy Piano. Lögð verður áhersla á tónskáldið Cage enda er meirihluti verka hans fyrst og fremst konsertmúsík þó mörg- um finnist verk hans teygja mörkin í ýmsar áttir. Flytjendur eru meðal annarra Heiða Árnadóttir, söng- kona, Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari, Tinna Þor- steinsdóttir, píanóleikari, Páll Ivan Pálsson, tónsmiður og Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónsmiður. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Afmælis Cage minnst á Kjarvalsstöðum Hundrað ára fæðingar- afmælis Johns Cage verður minnst á Kjarvalsstöðum á miðvikudag. Verkís verkfræðistofa á Suðurlandsbraut 4 hefur lýst upp starfsstöðvar sínar á nýjan og spennandi hátt í tilefni 80 ára afmælis á árinu. Leikurinn hófst með því að framhliðin varð að því sem kalla má „tóma striga listarinnar“ þar sem listamenn sýndu Pixel Art-verk og notuðu til þess lýsingu í gluggum. Síðan hefur tekið við margbreytileg lýsing sem framkallar ýmiss konar áhrif og mun lifa áfram fram á útmánuði. Verkís hefur á sínum snærum marga af færustu lýsingar- hönnuðum landsins og Frímann Freyr Kjerúlf Björnsson, sem útskrifaður er úr Listaháskóla Íslandsheiður á heiður að listrænni útfærslu lýsingarinnar, í samvinnu við mynd- listarmennina Friðrik Svan Sigurðarson og Geir Helga Birgisson. „Verkfræðistofur bjóða upp á meira en margir gera sér grein fyrir og er þetta einn liður í að sýna fram á það. Þó Verkís sé 80 ára þá er stofan enginn öldungur heldur hágæða þekkingarfyrirtæki í góðum tengslum við þróun og tækninýjungar á öllum sviðum. Þessi gjörningur sýnir að hægt er að tengja saman verkfræðiþekkingu, tækni og list,“ segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verk- ís. Hann bendir á að með uppsetningu ljósanna sé Verkís í raun komið með stóran skjá þar sem fleiri listamenn gætu komið með sínar útfærslur. Kveikt hefur líka verið á nýstárlegum „Aphrodite“ lömp- um á gafli Ármúla 6 sem eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi og reyndar tvö fyrstu eintökin sem til eru í heim- inum að sögn Sveins Inga. „Lýsingin framkallar áhrif sem minna á norðurljós eða speglun frá vatni og skapar þannig stemningu með teng- ingu við náttúruna.“ - gun Verkfræðiþekking, tækni og list VERKÍS Á SUÐURLANDSBRAUT 2 Er þetta Harpan eða hvað? verður eflaust einhverjum á að hugsa. Við höfum verið með fyrirlestraröð með þessu þema frá því í haust,“ segir Hulda Stefánsdóttir, prófessor við myndlistar- deild Listaháskóla Íslands, spurð um fyrirlestur sem Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður heldur í LHÍ í hádeg- inu í dag. Þemað sem um ræðir er vinnustofan. „Við hugsum þetta sem nánari skoðun á vinnuaðferðum og innblæstri lista- manna og beinum sjónum að allri vinnunni sem liggur að baki fullkláruð- um listaverkum og sýningum,“ útskýr- ir Hulda. „Við fáum í rauninni að skoða innviði starfs listamannsins. Þess vegna kusum við þennan titil; vinnustofan. Þetta eru opnir fyrirlestrar sem hefjast klukkan 12.30 á mánudögum í húsnæði myndlistardeildar á Laugarnesvegi 91. Við höfum haldið í þessa mánudags- fyrirlestrahefð árum saman, alveg frá stofnun Listaháskólans og þetta er okkar leið til að miðla út í samfélagið því sem fer fram á okkar starfssviði.“ Rögnu Róbertsdóttur er óþarfi að kynna, en Hulda gerir það samt: „Ragna Róbertsdóttir á að baki langan og far- sælan feril sem myndlistarmaður og hefur ferðast víða við sýningarhald, úrvinnslu og uppsetningu verka sinna. Segja má að Ragna geri sérhvert sýn- ingarrými sem hún tekst á við að vinnu- stofu sinni. Annar alls ólíkur staður innblásturs og bókstafleg uppspretta verka hennar er víðátta íslenskrar nátt- úru, nánar tiltekið nágrenni eldstöðva Heklu. Í fyrirlestri sínum mun Ragna taka dæmi af sýningarverkefnum sínum og tilraunum með tilfærslu efnivið- ar gjósku og glerbrota inn í sýningar- rýmið.“ Haldnir eru átta fyrirlestrar á hvoru misseri, sextán á vetri, og Hulda segir þá eiga sér töluvert stóran hóp fastra gesta. „Hugmyndin sem l iggur ti l grundvallar fyrirlestrunum er að kynna hversu mikil grasrót myndlistin er í eðli sínu. Hvað hún tengist inn á breitt svið og gerir allt að sínu á eigin forsend- um. Hugsunin með vinnustofunni er að benda á að það er svo margt sem mynd- listarmenn nota sem vinnustofu. Það hefur komið æ betur í ljós með hverjum fyrirlestri að hver og einn lista- maður hefur sitt snið á þessu. Sumir eru kannski bara með vinnubók í vasa og geta tekið hana upp hvar sem er þannig að hvaða staður sem er getur orðið að vinnustofu. Aðrir eru bundnir við tiltek- in rými og svo mætti lengi telja, þannig að það hefur verið mjög mikil breidd í þessum fyrirlestrum fram til þessa og mjög gaman að fylgjast með.“ Meðal þeirra sem halda munu fyrir- lestra um vinnustofuna á vormisseri er Guðjón Ketilsson, sem verður með sinn fyrirlestur mánudaginn 5. mars. fridrikab@frettabladid.is OPNIR FYRIRLESTRAR Í LHÍ: RAGNA RÓBERTSDÓTTIR TALAR UM VINNUSTOFUNA Skoðun á vinnuaðferðum og innblæstri listamanna VINNUSTOFAN „Hugmyndin sem liggur til grundvallar fyrirlestrunum er að kynna hversu mikil grasrót myndlistin er í eðli sínu,“ segir Hulda Stefánsdóttir, prófessor við myndlistardeild LHÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þorgrímur Þorgrímsson stórkaupmaður og fyrrverandi ræðismaður Chile, til heimilis að Skildinganesi 23 í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi, þann 29. janúar sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey 8. febrúar sl. Jóhanna Kjartansdóttir Örvar Hanna Þóra Þorgrímsdóttir Hrafnhildur Þorgrímsdóttir Þorgrímur Þ. Þorgrímsson Elisabeth Saguar Astrid E. Þorgrímsdóttir Daníel Þór Þorgrímsson Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Ingvar Magnússon Nýbýlavegi 60, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 4. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Jenný Bjarnadóttir Bjarni Ingvarsson Fríða Björk Ingvarsdóttir Hans Jóhannsson Ingvar Örn Ingvarsson Hildur Fjóla Svansdóttir Baldur Bjarnason, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elín Hansdóttir, Úlfur Hansson, Björk Ingvarsdóttir og Ingvar Andri Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.