Fréttablaðið - 15.03.2012, Page 4

Fréttablaðið - 15.03.2012, Page 4
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 14.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,6072 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,05 127,65 199,51 200,47 165,95 166,87 22,317 22,447 22,179 22,309 18,703 18,813 1,5216 1,5306 194,53 195,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is WM 14A163DN Tekur mest 5,5 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Íslenskt stjórnborð. (Fullt verð: 109.900 kr.) Tækifæri VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 19° 13° 12° 16° 18° 10° 10° 21° 16° 13° 15° 27° 10° 19° 15° 7°Á MORGUN Fremur hægur vindur. LAUGARDAGUR Víða 3-8 m/s en hvessir S-til síðdegis. 2 0 -3 -1 -2 0 -1 2 2 3 -3 5 8 7 6 5 6 7 10 5 10 6 2 -2 -2 -3 2 1 -2 -2 -1 0 KÓLNAR Í dag má búast við norðlæg- um áttum, þeim fylgir éljagangur N- til en léttir heldur til syðra. Á morgun snýst vindur smám saman í suðlægar áttir og á laugar- daginn eru horfur á SV-átt og stöku éljum, einkum NV- og V-til. Hiti víða um frostmark. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VINNUMARKAÐUR Alls 11.621 ein- staklingur var atvinnulaus í febrúar að meðtali. Jafngildir það 7,3% fólks á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tölum Vinnumála- stofnunar um ástand á vinnu- markaði í febrúar. Atvinnulausum fjölgaði þar með um 169 að meðaltali á milli mánaða, eða um 0,1 prósentustig. Er það í takt við spár greiningar- aðila en yfirleitt nær atvinnuleysi árstíðabundnu hámarki í febrúar eða mars. Atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu er nú 7,9% en á landsbyggðinni er það 6,2%. - mþl Nýjar tölur um vinnumarkað: Atvinnulausum fjölgaði lítillega SUÐURNES Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum eða 12,6%. Minnst er það á Norðurlandi vestra eða 2,9%. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, sögðust í gær afar ánægðir með hið góða samband og nánu tengsl landanna. Þeir hittust í Washington þar sem Cameron heimsótti Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu. Viðræður þeirra snerust að stórum hluta um ástandið í Afganistan, Íran og Sýrlandi, auk þess sem þeir ræddu væntan- lega leiðtogafundi NATO og G8- ríkjanna á næstu vikum. - gb Cameron heimsótti Obama: Hæstánægðir með tengslin BRUNI „Við höfum það helvíti skítt. Það er allt ónýtt og við erum bara að moka út ruslinu,“ sagði Árni Steinarsson, annar eiganda 800 Bars á Selfossi, í gærkvöld. Veitingastaðurinn brann til kaldra kola í gær þegar eldur kom upp í röraverk- smiðjunni Seti upp úr hádegi. Bálið var fljótt að breiðast yfir í samliggjandi hús- næði 800 Bars, en eldveggur er á milli húsanna sem vonast var til að héldi, en hann gaf sig að lokum. Eldurinn fór þá inn í loftræstirör og á nokkrum mín- útum var þakið orðið alelda. Slökkvilið frá Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn og Reykjavík var kallað út og tóku um sextíu manns þátt í slökkvistarfinu. Svo mikill varð eldurinn um tíma að lögreglan á Selfossi sendi þau tilmæli til íbúa að hafa glugga á húsum sínum lokaða ef ske kynni að reyk frá brunastað myndi leggja yfir hverfin. Þá var lokað fyrir hluta af neysluvatnsveitu Árborgar um tíma til að viðhalda vatnsþrýstingi á vettvangi. Ekki náðist að bjarga neinu út úr hús- næði 800 Bar öðru en smávægilegu magni af áfengisflöskum sem var borið út áður en það varð eldinum að bráð. Eigendurnir hafa ekki tekið ákvörðun um framhaldið, en staðurinn er tryggður fyrir brunatjóni. „Við vitum ekki hvað verður. Það verður engin ákvörðun tekin um það núna,“ segir Árni. Talið er að tjónið hlaupi á hundruðum milljónum króna. Bergsteinn Einarsson, framkvæmda- stjóri röraverksmiðjunnar Set, segir brunann raska starfsemi verk smiðjunnar sáralítið. Geymsluhúsnæðið hafi verið það eina sem brann, en komið var í veg fyrir að eldurinn læsti sig í sjálfa röra- verksmiðjuna. Að sögn Bergsteins er lagerbyggingin notuð í lítið annað en geymslu en vissulega hafi orðið tölu- vert tjón þar sem allt sem inni í henni var brann til kaldra kola. Hann telur það hlaupa á tugum milljóna. „En þetta er mikið tjón fyrir 800 bar sem missti allt sitt,“ segir Bergsteinn. „Þeir standa uppi með miklu meiri röskun á sinni starfsemi en við.“ Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni, en starfsmenn Sets urðu varir við rafmagnstruflanir í mötuneyti verk- smiðjunnar um hádegi. Eldurinn var búinn að breiðast mikið út þegar fólkið sneri aftur til vinnu fyrir klukkan eitt. Slökkvistarfi var að mestu lokið upp úr klukkan sex í gærkvöld. sunna@frettabladid.is Algjör eyðilegging á Selfossi 800 Bar á Selfossi brann til kaldra kola í gær. Tjónið hleypur á hundruðum milljóna króna. Eldurinn kom upp í röraverksmiðjunni Seti og barst í nærliggjandi byggingar. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. HÚSIÐ GJÖRÓNÝTT Slökkvistarfi var að mestu lokið um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var unnið hörðum höndum að því að henda út rusli fram eftir kvöldi. MYND/KRISTJÁN BERGSTEINSSON BÁLIÐ FLJÓTT AÐ BREIÐAST ÚT 800 Bar á Selfossi gjöreyði- lagðist í miklum eldsvoða í gær þegar kviknaði í röraverk- smiðjunni Seti upp úr hádegi. Fimm slökkvilið voru kölluð á vettvang. MYND/JÓHANN K. JÓHANSSON EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Fjármálaráð- herrar evruríkjanna sautján hafa formlega samþykkt að veita Grikk- landi fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, eins og fyrir- heit voru gefin um í síðustu viku. Grikkir fá því 39,4 milljarða evra greidda smám saman, sem á að duga þeim til að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum. Fjármálaráðherrarnir hafa einnig samþykkt að beita refsi- aðgerðum gegn Ungverjalandi vegna þess að fjárlagahalli landsins fer fram úr þeim mörkum sem reglur ESB segja til um. Margarethe Vestager, fjármála- ráðherra Danmerkur, segir að þessi ákvörðun verði reyndar endur- skoðuð í júní, áður en til fram- kvæmda refsiaðgerðanna kemur, en þær felast í því að Ungverjar fá ekki greiddar þær 495 milljónir evra úr þróunarsjóðum ESB sem þeir annars ættu rétt á. Á hinn bóginn samþykktu evru- ríkin að veita Spánverjum svigrúm til þess að vera með 5,3 prósenta fjárlagahalla í ár, eða nokkru hærri halla en áður hafði verið gerð krafa um. Spánverjar fá hins vegar ekki að hafa hallann 5,8 prósent, eins og þeir höfðu þó boðað, og þurfa því að finna ný sparnaðarráð í ríkis- rekstri upp á 0,5 prósent. - gb Evruríkin refsa Ungverjum fyrir að halda ekki fjárlögum innan rammans: Grikkir fá greitt úr neyðarsjóði MARGARETHE VESTAGER Fjármálaráð- herra Danmerkur á blaðamannafundi í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Stærsti maður heims er hættur að stækka, að því er virðist. Hann er nú 251,5 sentimetrar á hæð. Sultan Kösen, sem er fæddur í Tyrklandi árið 1982, hefur gengist undir meðferð við læknadeild Virginíuháskóla í Bandaríkjunum. Hann á við ofvöxt að stríða, sem venjulega stafar af æxli í heila- dingli og veldur margvíslegum heilsuvanda. Læknarnir segja allt benda til þess að meðferðin hafi nú skilað þeim árangri að Kösen sé hættur að stækka. - gb Kösen hættur að stækka: Læknum tókst að stöðva vöxt Þetta er mikið tjón fyrir 800 Bar sem missti allt sitt. Þeir standa uppi með miklu meiri röskun á sinni starfsemi en við. BERGSTEINN EINARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SETS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.