Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 6
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR6 Hvers vegna eru tígrisdýr röndótt? Fimmtudaginn 15. mars kl. 16:30 – 17:30 Stofa M101 í HR ALAN TURING: Faðir tölvunarfræðinnar þessu tilefni: ICE-TCS og tölvunarfræðideild HR efna til fyrirlestraraðar af http://icetcs.ru.is/turingyear2012RU.html Einstaklingar þróast úr einsleitri frumu yfir í að sýna oft mjög flókin mynstur. Árið 1952 lagði Alan Turing grunninn að því stærðfræðilega hvernig slík mynstur gæti komið fram. Fjallað verður um kenningar Turings og áhrif þeirra. Turing nýtti sér hugmyndir úr stærðfræði, líffræði, efnafræði og tölvunarfræði en það er ekki gert ráð fyrir þekkingu áheyrenda á þeim sviðum. Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 499 kr. Verð 995 kr. Afsláttur 496 kr. 50% 3.990 kr. Verð 10.270 kr. Afsláttur 6.280 kr. 61% Ekta St. Louis beikonborgari með osti og frönskum á Grill 66 um allt land á aðeins 499 kr. (kostar 995 kr.) GILDIR Í 24 TÍMA 1 ÁRS AFMÆLISVIKA VIÐ ENDURTÖKUM ÖLL VINSÆLUSTU TILBOÐIN 1 af hverjum 100 fær endurgreitt eitt Hópkaupsbréf! hopkaup.is Eyrnaband og handstúkur saman á aðeins 3.990 kr. (kosta 10.270 kr.) LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu bárust tvær kærur vegna hópnauðgana í fyrra. 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana árið 2011 og er þetta mesti fjöldi sem hefur leitað sér aðstoðar vegna málaflokksins frá upphafi. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, segir engan mark tækan fjölda kæra vegna hópnauðgana hafa borist inn á borð lögreglu undanfarin ár. „[Kærur ve g n a h ó p - nauðgana] hafa ekki komið inn á borð lögreglu í þessum mæli,“ segir Björgvin. „Á síðasta ári voru kærurnar tvær. Fjöldi mála þar sem gerendur hafa verið fleiri en einn hefur verið á svipuðu róli í gegnum árin.“ Önnur kæran sem um ræðir var á hendur Agli Einarssyni og kærustu hans. Parið var kært fyrir nauðgun í byrjun desember í fyrra. Málið er nú á borði ríkis- saksóknara og er búist við því að það taki að minnsta kosti tvo mánuði þar til ákveðið verði hvort ákæra verði gefin út. Hin kæran var á hendur tveimur pólskum karlmönnum, Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski. Kona kærði þá fyrir nauðgun í október í fyrra og voru mennirnir dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Þessar fáu kærur koma Guðrúnu Tvær hópnauðganir af 18 kærðar í fyrra Lögreglunni bárust tvær kærur vegna hópnauðgana á síðasta ári. Búið að dæma í öðru málinu. 18 leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana. Ein möguleg ástæða fjölgunar mála hjá Stígamótum er aukin gengjamyndun, segir talskona. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Tveir menn voru úrskurðaðir í fjögurra ára fangelsi vegna hrottafenginnar nauðgunar í janúar síðastliðnum og er það eina hóp- nauðgunin frá 2011 sem hefur ratað fyrir dómstóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Af þeim 18 hópnauðgunartilkynningum sem bárust Stígamótum í fyrra voru ofbeldismennirnir tveir í sex tilvikum, í tveimur tilvikum þrír og í þremur til- vikum voru ofbeldismennirnir fjórir eða fleiri. Upplýsingar vantaði um fjölda gerenda í sjö tilfellum. Ríflega 11 prósent af þeim 313 einstaklingum sem leituðu til samtakanna í fyrra kærðu mál sín til lögreglu. Fjórir eða fleiri menn í þremur tilvikum ATVINNUMÁL Ráðist verður í sérstakt átak vegna sumarstarfa ungmenna í ár. Álíka verkefni var í gangi í fyrra þar sem velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýstu 900 sumarstörf um allt land. Átakið á að fjölga störfum á vegum ríkisins og sveitarfélaga ætluðum náms- mönnum og atvinnuleitendum. Vinnumálastofnun hefur nú þegar lagt inn umsókn til velferðarráðu- neytisins vegna verkefnisins. Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir átakið nauðsynlegt þar sem margir stúdentar séu í óvissu með sumar- vinnu. „Við í Stúdentaráði vonum að umsóknin verði samþykkt þar sem atvinnutækifæri stúdenta eru ekki mörg,” segir Sara. „Átakið gekk vonum framar í fyrra þar sem tókst að búa til fjölda starfa fyrir ung- menni um allt land.“ Stúdentaráð hefur í hyggju að verðlauna það fyrirtæki sem ræður flesta stúdenta til starfa. „Við viljum gera okkar besta til að afla vinnu fyrir sem flesta stúdenta og því munum við afhenda því fyrirtæki sem reynist stúdentum í atvinnu- leit best ákveðna heiðursviður- kenningu,“ segir Sara. - st Fjölga á störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga ætluðum námsmönnum: Átak vegna sumarstarfa ungra VIÐSKIPTI Tólf mánaða verðbólga í Evrópu var hvergi meiri en á Íslandi í síðasta mánuði, sam- kvæmt samræmdri neyslu- verðsvísitölu Hagstofu Evrópu- sambandsins. Verðbólgan var 6,7% á Íslandi en meðaltalsverðbólga í ríkjum innan Evrópusambandsins var 3,0%. Næstmest var verð- bólgan í Ungverjalandi, en þar var hún 5,8%. Í Sviss var 1,2% verð hjöðnun en í verðbólgan var einna lægst í Noregi. Þar var hún 1%. - jhh Nýjar tölur frá Hagstofu ESB: Verðbólgan mest á Íslandi Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, ekki á óvart. „Það er mín tilfinning að eftir því sem brotin verða alvarlegri verður erfiðara að kæra,“ segir hún. „Og líklegt er að óttinn eftir atburðinn verði enn meiri ef um hóp gerenda er að ræða.“ Guðrún bendir á að þrátt fyrir að 18 tilkynningar hafi borist, séu tilvikin það fá að eðlilegt sé að fjöldinn taki töluverðum breytingum milli ára, en árið 2010 leituðu 13 einstaklingar til Stíga- móta vegna hópnauðgana. „Þó gæti verið að ein ástæða fjölgunarinnar sé aukin gengja- myndun hér á landi og hvernig sá kúltúr er að festa sig í sessi hér á óskemmtilegan máta,“ segir Guðrún og bætir við að flestir meintir gerendur í málunum hafi verið Íslendingar. sunna@frettabladid.is SUMARVINNA Búa á til fjölda sumar- starfa fyrir ungmenni um allt land. Var rétt hjá Alþingi að herða gjaldeyrishöftin? JÁ 62,6% NEI 37,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Hjólar þú í vinnuna? Segðu þína skoðun á visir.is HÚSNÆÐISMARKAÐUR Íbúðalánasjóður átti þann 20. febrúar síðastliðinn alls 1.751 íbúð. Af þeim voru 804 íbúðir áður í eigu einstaklinga en 947 áður í eigu lögaðila. Alls eru 707 af íbúðunum í útleigu en 698 standa auðar. Þá eru 255 eignir óíbúðarhæfar og 91 eign nýkomin í eigu sjóðsins og því enn flokkuð sem í vinnslu. Þetta er meðal þess sem kom fram í svari Guð- bjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrir- spurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi um íbúðaeign Íbúða- lána sjóðs. Fyrirspurn Guðlaugs var lögð fram þann 13. febrúar en svarið barst á mánudag. Sé litið til landshluta eru flestar eignir á Suður- nesjum eða 529 talsins. Á höfuðborgarsvæðinu á Íbúða lánasjóður 340 eignir, á Suðurlandi 260 eignir og á Vesturlandi 244 eignir. Þá á sjóðurinn 224 eignir á Austurlandi, 114 á Norðurlandi og 39 á Vestfjörðum. Af póstnúmerum skera póstnúmer 230 og 260 í Reykjanesbæ sig úr en Íbúðalánasjóður á saman- lagt 404 eignir í póstnúmerunum. Þá á sjóðurinn 109 eignir í póstnúmeri 800 í Árborg, 105 eignir í póst- númeri 730 í Fjarðabyggð og 91 eign í póstnúmeri 300 á Akranesi. - mþl Tæpan þriðjung eigna Íbúðalánasjóðs að finna á Suðurnesjum: 698 eignir Íbúðalánasjóðs auðar ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Íbúðalánasjóður leigir út alls 707 íbúðir í sinni eigu, að mestu til aðila sem bjuggu í eignunum þegar sjóðurinn eignaðist þær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.