Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 12

Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 12
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ Margnota hárnæring Hárnæring sem augnfarðahreinsir Kostnaður vegna aðgerða á dýrum sem veikjast eða lenda í slysum getur hlaupið á hundruðum þúsunda króna. Hægt er að kaupa sjúkrakostnaðar tryggingar hjá tryggingafélögum fyrir dýr auk líftrygginga, ábyrgðartrygginga, afnotamissistrygginga og umönnunar trygginga. „Ég átti hund sem lenti í slysi og sjúkra kostnaðurinn nam hundruðum þúsunda króna. Ég hefði reynt að fá yfirdráttarlán til að bjarga fæti hundsins ef ég hefði ekki verið með sjúkrakostnaðar- tryggingu. Nú þegar fólk hefur almennt minna á milli handanna er nauðsynlegt að vera með slíka tryggingu. Það þarf þá ekki að horfa í aurana þegar það stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort taka eigi tvær blóðprufur í viðbót eða fleiri en eina röntgen- mynd,“ segir Brynja Tomer, hundaeigandi og sölumaður dýra- trygginga hjá VÍS. Sjúkrakostnaðartrygging er mikil vægust allra dýra trygginga, að mati Brynju. „Hjá VÍS fylgir hún dýrinu alla ævi. Hún bætir dýralæknakostnað og lyfja- kostnað ef dýr veikjast eða slasast og gerir okkur kleift að veita dýrunum okkar bestu mögulegu umönnun.“ Iðgjaldið fyrir hunda fer eftir því um hvaða tegund er að ræða. „Langalgengast er að sjúkra- kostnaðar tryggingin kosti um sjö þúsund krónur á ári. Stærstu hundarnir eru í þeim hópi og flestar hundategundir. Ið gjaldið er hærra þegar um er að ræða tegundir sem vitað er að eru útsettar fyrir alls konar sjúk- dómum. Iðgjaldið getur einnig verið lægra en sjö þúsund krónur.“ Sjálfsáhættan er um 11 þúsund krónur á 100 daga tímabili, að því er Brynja greinir frá. „Ef fólk lendir í meiri dýralæknakostnaði á þessu tímabili greiðum við 90 prósent af því sem er umfram upp að 400 þúsundum króna.“ Ábyrgðartrygging veitir vernd gegn þeirri skaðabótaskyldu sem getur fallið á eiganda hundsins sé skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum og munum. „Þetta á ekki við þegar hundur veldur tjóni á eigin heimili eða á heimili þar sem hann er í gæslu. Aðstæður þurfa að vera þannig að eigandi hafi bakað sér bótaskyldu. Það má nefna dæmi um hund sem losnaði úr taumi og hljóp út á götu. Bíll negldi niður og annar keyrði aftan á hann. Eigandi hundsins var bótaskyldur og ábyrgðartrygging hundsins bætti tjón á bílunum,“ útskýrir Brynja. Hún bendir á að mörg sveitar- félög hafi ábyrgðartryggingu fyrir hunda innifalda í leyfisgjaldi og þá þurfi ekki að kaupa hana sérstak- lega. Að sögn Brynju er algengur kostnaður vegna bæði sjúkra- kostnaðartryggingar og líf- tryggingar 15 til 20 þúsund krón- ur á ári án afsláttarkjara. Þeim sem tryggja dýrin sín fjölgar stöðugt, einkum hunda- eigendum. „Kattaeigendur mættu huga aðeins betur að þessu. Veikindi heimiliskattar geta farið með fjárhaginn. Það er hrikalegt að standa frammi fyrir því að buddan ráði því hvort hægt sé að veita dýrinu læknisþjónustu. Það kostar bara örfá þúsund á ári að tryggja kött.“ ibs@frettabladid.is Kostar um sjö þúsund á ári að tryggja hund Á vefnum turisti.is er bent á að það geti kostað allt að 1.500 krónum meira að taka út 300 evrur í erlendum hraðbanka en í útibúi hér heima. Greint er frá því að greiddar séu að lágmarki 440 til 675 krónur fyrir að nota erlendan hraðbanka með íslensku kreditkorti. Fari úttektin yfir 15 þúsund krónur hækki þóknunin og nemi þá 2,5 til 4,5 prósentum af upphæðinni. Við þóknuna bætist einnig gjald sem eigandi hraðbankans leggur ofan á. Turisti.is segir ódýrara að nota debetkort en kreditkort í hraðbönkum úti því þóknunin á þeim sé um einu prósenti lægri. Kortagengið sé hins vegar það sama fyrir þessi greiðslukort. ■ Viðskipti Dýrt getur verið að nota hraðbanka erlendis Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir sem eru með kjöt- og fiskborð vigti allajafna umbúðir með þegar varan er vigtuð við sölu. Þetta kemur fram á vef samtakanna sem vilja koma því á framfæri að slíkt sé óheimilt samkvæmt reglugerð um merkingu matvæla. Bent er á að þetta gildi einnig þegar matvörur eru seldar uppvigtaðar í kæliborðum eins og raunar um allar aðrar matvörur. Á vef samtakanna segir að þau ætlist til þess að verslanir fari að reglum og stilli vigtir þannig að umbúðir séu dregnar frá við vigtun. Neytendur eru hvattir til að fylgjast með þessu og láta samtökin vita séu umbúðir vigtaðar með. ■ Matvæli Óheimilt er að vigta umbúðir með mat- vælum ■ Sjúkrakostnaðartrygging fylgir dýrinu alla ævi hjá VÍS. Hún bætir dýra- læknakostnað og lyfjakostnað ef dýr veikjast eða slasast. ■ Líftrygging greiðir bætur ef hundur hverfur, deyr, slasast eða veikist svo illa að aflífun þarf, að mati dýralæknis. ■ Afnotamissistrygging bætir ef hundur hefur til frambúðar misst sérstaka hæfileika sem hann bjó yfir. ■ Ábyrgðartrygging veitir vernd gegn þeirri skaðabótaskyldu sem getur fallið á tryggingartaka sem eiganda hundsins. ■ Umönnunartrygging tryggir viðeigandi vistun geti eigandi ekki sinnt honum með fullnægjandi hætti vegna slyss eða veikinda. Fjölbreyttar tryggingar í boði fyrir dýrin MIKILVÆGT AÐ TRYGGJA Brynja Tomer á um þessar mundir griffon- hunda sem eru henni afar kærir. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200 OPIÐ Virka daga 10-18 laugardaga 12-18 sunnudaga lokað NÚNA 20% AFSLÁTTUR LARAMIE sófasett microfiber áklæði. 2 sæta sófi B:170 D:95 H:95 cm. 3 sæta B:220 D:95 H:95 cm. ASPEN La-z-boy stóll. B:85 D:85 H:100 cm. Fæst svörtu eða brúnu leðri. 111.980 FULLT VERÐ: 139.980 GERÐU FRÁBÆR KAUP! NÚNA 20% AFSLÁTTUR FULLT VERÐ: 159.990 2 SÆTA 143.990127.990 FULLT VERÐ: 179.990 3 SÆTA Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar Þó augnfarðahreinsirinn sé búinn í baðherbergisskápnum er óþarfi að örvænta. Hár- næring hefur ekki einungis það hlutverk að gera hárið glansandi mjúkt og næringar- ríkt, heldur virkar hún einnig vel sem augnhreinsir. Munið bara að skola vel á eftir. ER HÆKKUNIN á verði neftóbaks frá því í febrúar 2007 þar til í febrúar á þessu ári. Áður kostaði neftóbaksdósin 400 krónur en nú kostar hún 969 krónur. 142%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.