Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 16
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING LAUGARDAG KL. 11:00-15:00 Íbúðalánasjóður stefnir að því að hefja að bjóða óverðtryggð húsnæð- islán í haust. Alþingi samþykkti 17. september í fyrra að gefa sjóðnum heimild til þess að veita slík lán. „Þetta er vitaskuld stórt mál og ýmsar hindranir í veginum en okkur hefur orðið margt ágengt. Við höfum nú í meginatriðum teiknað upp hvaða valkosti við sjáum fyrir að geta veitt,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs, og heldur áfram: „Það er einn skýr val- kostur efst á teikniborðinu og þessa dagana erum við að útfæra hann aðeins nánar. Við teljum þetta vera áhugaverðan kost og höfum einnig fengið að heyra það frá þeim sem hafa fengið kynningu á honum.“ Sigurður segir að gangi allt eftir muni Íbúðalánasjóður hefja að bjóða óverðtryggð lán eftir sumar frí. Þá segir hann að við vinnu sjóðsins hafi verið litið til þess að bjóða óverðtryggð lán til lengri tíma en nú standi til boða á markaðnum. Þá leggur hann áherslu á að draga úr áhættu lán- takenda eins og frekast er kostur. Þá mun Íbúðalánasjóður leggjast í útgáfu á óverðtryggðum skulda- bréfum í tengslum við þennan nýja valkost. „Við munum hér eftir sem hingað til reyna í okkar fjár- mögnun að tryggja að skulda- og eignahliðarnar séu paraðar saman. Það má því búast við því að nýjar útgáfur líti dagsins ljós í haust,“ segir Sigurður og bætir við að sennilega verði fyrst farið í útgáfu og svo í kjölfarið verði lánveitingar hafnar. - mþl Fyrsta skrefið að gefa út óverðtryggð skuldabréf: Íbúðalánasjóður kynnir óverðtryggð lán í haust ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Íbúðalánasjóður mun ráðast í útgáfu á óverðtryggðum skuldabréfum í haust í aðdraganda þess að bjóða í fyrsta sinn óverðtryggð hús- næðislán. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hefur ákveðið að lækka vexti á lánum Orkuveitu Reykja- víkur (OR). Stjórnendur OR líta á þetta sem merki um aukinn trúverðugleika fyrirtækisins á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Í til kynningu til Kauphallar vegna þessa kemur fram að þetta sé gert vegna þess árangurs sem náðst hefur í rekstri hennar. Full- trúar bankans hafa fylgst náið með framvindu aðgerðaáætlunar OR og eigenda hennar, sem köll- uð er „PLANIГ, og kynnt var vorið 2011. Samkvæmt henni er fjárþörf fyrirtækisins rúmlega 50 milljarðar króna á tímabilinu 2011-2016. Til að brúa það bil hefur nýfjárfestingum verið frestað, dregið hefur verið úr rekstrar- kostnaði, gjaldskrá hækkuð, eignir seldar og eigendur OR hafa veitt fyrirtækinu há víkjandi lán. Í yfirliti yfir framvindu áætlunarinnar í lok september síðast liðins, sem Frétta blaðið hefur undir höndum, kemur fram að 97,26% af markmiðum verkefnisins á árinu 2011 hafi náðst á þeim tíma. OR mun birta ársreikning sinn á morgun. Þá er einnig áformað að kynna næstu framvinduskýrslu. - þsj Aðgerðaáætlun OR og eigenda skilar árangri: NIB lækkar vexti á lánum Orkuveitunnar FRÉTTASKÝRING Af hverju var hætt við skráningu Horns? Fagfjárfestar, að mestu lífeyris- sjóðir, vildu ekki að Landsbankinn ætti meira en helmingshlut í Horni fjárfestingafélagi hf. eftir að það yrði skráð á hlutabréfamarkað. Þegar bankinn lýsti sig tilbúinn til að verða við því þá kom í ljós að eftirlitsaðilar sættu sig ekki við að bankinn héldi á meira en 10-20% hlut nema til skemmri tíma. Bankanum var tilkynnt að þeir myndu krefjast þess að hann minnkaði stöðu mjög hratt eftir skráningu. Að mati Lands bankans hefði slíkt lækkað virði Horns. Þetta eru helstu ástæður þess að hætt hefur verið við skráningu Horns á markað, að minnsta kosti í bili. Félagið, sem er í 100% eigu Landsbankans, hafði kynnt þau áform fyrir fagfjárfestum á undan förnum vikum að það ætlaði að skrá sig á almennan hlutabréfa- markað í lok mars eða byrjun apríl. Ætluðu að selja fjórðung Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stefndi Landsbankinn upprunalega að því að selja um 25% í Horni þegar félagið yrði skráð á markað. Ástæðan var sú að félagið er bæði stórt og dýrt og ekki var reiknað með að hægt yrði að selja meira til að byrja með. Síðan var vilji til að minnka stöðu bankans hægt og rólega. Lífeyrissjóðir sem fengu kynningu á þessari leið vildu ekki að bankinn myndi eiga meirihluta, enda héldi hann þá áfram á öllum stjórnarþráðum í höndum sér. Landsbankinn var þá tilbúinn að fara niður fyrir 50% en samhliða myndi verðið lækka. Mun meiri áhugi var á þeirri leið hjá fagfjár- festum. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að þá hafi hins vegar borist skilaboð frá Fjármála- eftirlitinu (FME) um að bankanum yrði gert að minnka eignarhald sitt mjög hratt niður í allt að 10% hlut eftir skráningu. Það er í sam- ræmi við ákvörðun FME varðandi Bankinn hefði þurft að selja Horn hratt LANDSBANKINN Sumar af verðmætustu eignum sem bankinn hefur eignast í kjölfar hrunsins voru settar inn í Horn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Horn er í 100% eigu Landsbankans og því óbeint í meirihlutaeigu íslenska ríkisins, sem á 81,3% hlut í bankanum. Eignir Horns eru um 30 milljarðar króna og eigið fé um 24 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Félagið mun birta ársreikning sinn á allra næstu dögum. Á meðal eigna félagsins eru 49,9% hlutur í Promens, 12,5% hlutur í Eyri Invest, 6,7% hlutur í A bréfum og 42,6% hlutur í B bréfum Stoða (áður FL Group), 6,54% hlutur í Oslo Bors VPS Group og 3,95% hlutur í Eimskipi. Auk þess á Horn 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er skráð á markað í Svíþjóð. Félagið hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Birta ársreikning á næstu dögum skráningu Haga á hlutabréfa- markað í desember síðastliðnum. Í skráningarlýsingu Haga kom fram að Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, þyrfti að selja 20% eignar- hlut sinn fyrir 1. mars síðast liðinn. Á endanum veitti FME Eigna- bjargi leyfi til að eiga áfram 10% hlut en félagið seldi hin 10% til fjárfesta í lokuðu útboði. Áhyggjur af lækkuðu verði Innan Landsbankann höfðu menn áhyggjur af því að krafa um að selja stóran hluta í Horni hratt myndi lækka verðið sem bankinn fengi fyrir hlut sinn, og bréf þeirra sem hefðu fjárfest í félaginu við skráningu. Því var ákveðið að hætta við skráningu og tilkynna bæði FME og Kaup höllinni um það. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki búið að útiloka að skrá Horn á markað, þó að það sé ólíklegra en áður. Á meðal annarra leiða sem verið er að skoða varðandi framtíð félagsins er að stofna sérstaka fagfjár- festasjóði innan dótturfélags Landsbankans til að eiga í Horni eða að selja undir liggjandi eignir þess hverja fyrir sig. thordur@frettabladid.is HÆKKUN er orðin á Kanadadollar gagnvart íslensku krónunni frá áramótum. Á sama tíma hefur evra hækkað um 5 prósent og Bandaríkjadalur um 3,8 prósent. 6,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.