Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 15. mars 2012 19 Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna æru- meiðinga og brota gegn frið- helgi einkalífs fjölgað umtals- vert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá til- teknum útgefendum. Tveir út- gefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er tak- mörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikils verð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undan förnum árum fullnýtt sér tjáningar frelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Af leiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknar- efni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttar sölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið inn rættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: Y F I R H EY R ÐU R. Birk ir Kristins son flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sak bornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðs misnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á inn síðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölu- stöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tug þúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld hátt- semi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftir farandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIR- HEYRÐUR, en yfirfyrirsögn for- síðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að for- maður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sak bornings vegna lögreglurannsóknar á svo- kölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttar stöðu sak bornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónar mið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan frétta flutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benedikts son í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sak borningur. Það er mál að linni. Fréttir DV Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk- lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykja- vík nær alls ekki utan um veru- leika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóð- kirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera fram- sækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orð- færi er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðar- erindið sjálft. Í því er sú stefnu- mótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmála- áherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóð kirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur um göngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjör- menn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri val kostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra upp skerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson. Biskupsval er bænarefni Grein formanns og varafor-manns velferðarráðs í Frétta- blaðinu í gær um mikilvægi fjöl- breytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem við- skiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opin- bera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Sam- fylkingar tók af miklum myndug- leik á samskiptum trúar- og lífs- skoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttinda- stefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum sam skiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordóma- laust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkenni- legri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðar- sviðs við trúar- og lífsskoðunar- félög eins og skóla- og uppeldis- stofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftirá skýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifa miklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utan- garðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjöl- breyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um við- kvæman hóp að ræða sem nauð- synlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr. Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda Dómsmál Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaðurBiskupsembættið Þórir Jökull Þorsteinsson prestur Samfélagsmál Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.