Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 15. mars 2012 25 Í marsmánuði taka 10. bekk-ingar á landinu öllu þátt í PISA rannsókninni. PISA mælir kunnáttu 15 ára nemenda um allan heim í stærðfræði, les- skilningi og náttúrufræði. PISA er ekki próf sem nemendur undir búa sérstaklega heldur mæling á hæfni og þekkingu ungmenna við lok skyldunáms. Það reynir á ályktunarhæfni, les- skilning og beitingu mis munandi aðferða. Niður stöðurnar gefa okkur vís bendingar um hvar við stöndum vel og hvar síður og því betur sem nemendur leggja sig fram, því betri mynd af kunnáttu nemenda búum við yfir. Undanfarin misseri hefur Reykjavíkurborg beint sjónum sínum sérstaklega að PISA, bæði niðurstöðunum og hvernig þær geta vísað veginn til öflugrar skólaþróunar. Borgin hefur stutt við samstarf fag- hópa kennara á unglingastigi og kennara úr Háskóla Íslands og stóraukið fræðslu um PISA og árangursríka kennsluhætti. Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka vitund kennara, foreldra og nemendanna sjálfra um mikilvægi rann sóknarinnar fyrir reykvískt skólastarf. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa frá fyrstu tíð unnið að þeirri vitundar vakningu í samstarfi við Samfok, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykja- vík. Rannsóknir hafa sýnt að engin ein breyta hefur við- líka jákvæðari margföldunar- áhrif til góðs fyrir árangur og vellíðan barna í skóla eins og jákvæð og hvetjandi viðhorf foreldra til náms barna sinna. En ekki bara til náms, heldur einnig til félagslífs, óformlegs náms og sköpunargleði. Því hefur Reykjavíkurborg í samstarfi við grunnskóla, félags- miðstöðvar og foreldra, blásið til hæfileikakeppni meðal 15 ára ungmenna, Písa Keik 2012. Þar gefst 10. bekkingum tækifæri til að láta ljós sitt skína í gegnum sköpun og listir. Við biðjum unga fólkið að íhuga með okkur svarið við spurningunni: Hvers vegna finnst þér mikilvægt að gera þitt besta? Við vitum að það stendur ekki á svörunum. Og við skulum leggja við hlustir. Hvers vegna er mikilvægt að gera sitt besta? Mjög þörf umræða hefur verið um mikilvægi þess að börn og unglingar lesi sér til gagns og gam- ans. Samkeppnin um tíma barna verður sífellt meiri og fjölbreyttari. Tölvuleikir og netið virðast heilla meira en lestur bóka. Af því tilefni langar mig að minna á hvað Disney gegnir drjúgu hlutverki þegar kemur að lestri íslenskra barna. Það er augljós staðreynd að Disney-bækur hafa löngum verið vinsælustu lestrar- bækur barna á Íslandi. Bækur sem Edda útgáfa gefur út undir merkj- um Disney hafa vakið áhuga barna á lestri og stuðlað að hæfni þeirra til að takast á við nám á síðari stigum. Útgáfa barnaefnis er vandmeð- farin og því er ekkert gefið eftir í gæðum þegar efni frá Disney er annars vegar. Þýðingar á barna- bókum eru þar með taldar. Til að mynda hefur hinn virti þýðandi Jón Stefán Kristjánsson þýtt Andr- ésblöðin sl. átta ár við miklar vin- sældir. Aðeins fagfólk kemur að útgáfu bóka og blaða frá Disney og kröfur um rétt og gott málfar eru í öndvegi. Eins og Jón Stefán þýðandi segir í viðtali við Egil Helgason í Kilj- unni, þann 8. febrúar sl.: „… text- inn í Andrés Önd er vel skrifaður. Stundum er hann – kviss, bamm, búmm – einfaldur og aðgengilegur en oft ögrar textinn börnunum og kennir þeim þannig að krakkarnir þurfa virkilega að einbeita sér að lestrinum“. Bækur frá Disney eru jafnan í efstu sætum sölulista bóksala og útgefenda á hverju ári og gróflega áætlað eru um 60 til 70% af 10 efstu sætunum á hverju ári. Þá eru ekki teknar með bækur sem viðskipta- vinir fá í áskrift. Alls berast um 300 þúsund ein- tök af íslenskum Disney-blöðum og bókum til íslenskra barna á hverju ári. Eintakafjöldinn segir þó ekki alla söguna, því bækurnar og blöð- in eru marglesin og ganga barna á milli, jafnvel árum og áratugum saman. Samspil mynda og vandaðra þýðinga höfða einstaklega vel til barna og meirihluti þessa lesefn- is er keyptur í gegnum einhverja hinna fjögurra Disney áskriftar- leiða Eddu útgáfu. Því til viðbótar gefur Edda út fjölbreytt úrval ann- arra barnabóka á hverju ári og er stærsti útgefandi barnabóka hér á landi. Andrés Önd, og Andrésblað hans, leynir á sér þegar kemur að lestri íslenskra barna. Þau drekka les- efnið í sig og tengja saman orð og myndir. Andrésblaðið hefur komið út á íslensku í 29 ár og ekkert tíma- rit hefur fleiri áskrifendur en Andr- és Önd sem kemur út vikulega. Börn þurfa gott lesefni. Foreldr- ar þurfa að hvetja börn sín til lest- urs og lesa reglulega fyrir börnin sín. Við erum öll ábyrg fyrir því að börnin fái gott lesefni. Andrés leynir á sér! Menning Jón Axel Ólafsson stjórnarformaður og útgefandi Eddu útgáfu hf. Menntamál Bryndís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samfoks Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs VITA er lífið Tenerife og Kanarí Verð í auglýsingunni eru netverð - ef bókað er á skrifstofu greiðist 1.500 kr. bókunargjald. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is 20.–29. mars - 9 nátta ferð Las Camelias Snyrtilegt og vistlegt íbúðahótel á góðum stað á Ensku ströndinni. Hótelið er staðsett við hina fjölförnu Tirajana-breiðgötu og er stutt í veitingastaði og verslanir, þar á meðal Yumbo-verslunarmiðstöðina. Verð frá 85.250 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í 9 nætur 20. mars. Verð án Vildarpunkta m.v. 2 fullorðna 95.250 kr. 20.–29. mars - 9 nátta ferð Luabay Luabay er gott 4 stjörnu hótel, mjög vel staðsett á Costa Adeje. Örstutt frá strönd, verslunum og veitingastöðum. Í fallegum hótelgarðinum eru 3 sundlaugar og flott útsýni yfir hafið. Verð frá 134.975 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn (2-11) í tvíbýli m/auka rúmi og hálfu fæði í 16 nætur 13. mars. Verð á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli m/hálfu fæði 149.450 kr. og 15.000 Vildarpunktar. * Verð án Vildarpunkta 144.975 kr. m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 159.450 kr. m.v. 2 fullorðna. Hálft fæði 5 nátta ferð einnig í boði! Síðustu sætin í vetur á tilboð i! Beint flug með Icelandair Flugsæti 20. – 29. mars. Verð frá 49.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar. Innifalið : Flug fram og tilbaka og skattar. *Verð án Vildarpunkta 59.900 kr. ÍS L E N SK A S IA .I S V IT 5 89 46 0 3/ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.