Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 26
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR26 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is DAVID CRONENBERG leikstjóri er 69 ára í dag. „Ritskoðarar gera nákvæmlega það sama og geðsjúklingar: þeir rugla saman veruleika og blekkingu.“ Krakkarnir í Fúríu stungu upp á því að setja upp Frankenstein og mér fannst það frábær hugmynd. En þegar ég fór að leita að leikgerðum á íslensku komst ég að því að það var engin til,“ segir Benedikt Karl Gröndal leikstjóri sem í kvöld leikstýrir frumsýningu Fúríu, leikfélags Kvennaskólans í Reykjavík, á eigin leikgerð á hinni frægu sögu Mary Shelley um Frankenstein. „Ég ákvað að láta það ekki stoppa okkur og skrifaði leikgerð fyrir krakkana,“ heldur Benedikt áfram. „Og útkoman varð þetta verk okkar sem við frum- sýnum í kvöld.“ Benedikt segist hafa breytt sögunni töluvert enda hafi hann skrifað leik- gerðina með þarfir Fúríuhópsins í huga. „Þetta er mjög dramatísk saga en ég reyndi aðeins að létta hana og útkoman varð það sem við köllum ógnvæn- legan gamanleik,“ segir hann. „Það eru nærri þrjátíu krakkar sem leika og ég reyndi að skrifa línur fyrir þau flest. Mér fannst mjög mikilvægt að allir sem hefðu áhuga fengju að vera með og það eru um fimmtíu krakkar í allt sem koma að sýningunni, því auk leikaranna er stór hópur baksviðs.“ Þetta er önnur sýningin sem Benedikt setur upp í framhaldsskóla, áður hefur hann leikstýrt Jóni og Hólmfríði hjá leikfélagi FB. En hvaða bakgrunn hefur hann? „Ég lærði leiklist í Commedia leiklistarskólanum í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan sem leikari árið 2009. Núna fyrir jólin var ég að leika með Grindvíska atvinnuleikhúsinu, Gral, en annars hef ég verið með annan fótinn úti í Danmörku og var til dæmis að leika í barnasýningu í Kaupmanna- höfn síðasta sumar. Þótt ég sé lærður leikari hef ég líka mikinn áhuga á leik- stjórn og bara öllu sem viðkemur leik- húsinu. Það snýst allt um að búa til góða sýningu,“ segir Benedikt Karl. Eins og áður segir er frumsýning Fúríu á Frankenstein í kvöld klukkan 20 og er sýnt í Uppsölum, byggingu Kvennaskólans að Þingholtsstræti 37, gamla Verzlunarskólanum. Næstu sýningar verða 18., 19. og 21. mars. fridrikab@frettabladid.is BENEDIKT KARL GRÖNDAL: LEIKSTÝRIR EIGIN LEIKGERÐ AF FRANKENSTEIN Lét skortinn á leikgerðum af Frankenstein ekki stöðva sig SÉRSNIÐIN LEIKGERÐ Leikstjórinn Benedikt Karl Gröndal samdi leikgerðina af Frankenstein með þarfir Fúríuhópsins í huga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 15. mars 44 f.Kr. Júlíus Sesar myrtur fyrir utan Öldungaráðið í Róm. 1493 Kristófer Kólumbus kemur til baka til Spánar úr fyrstu Ameríkuferð sinni. 1639 Brynjólfur Sveinsson verður biskup í Skálholti. 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík formlega opnaður með fiðluleik í símann. Þá eru 15 talsímar í Reykjavík. 1953 Þjóðvarnarflokkur Íslands stofnaður. 1961 Suður-Afríka segir sig úr Breska samveldinu. 2003 Hu Jintao tekur við sem forseti Alþýðulýðveldisins Kína af Jiang Zemin. 2006 Bandarísk stjórnvöld tilkynna ríkisstjórn Íslands þau áform sín að kalla allar orrustuþotur sínar og björgunarþyrlur heim frá Keflavíkurflugvelli. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Hjörleifsdóttur (Guggú). Sérstakar þakkir fær starfsfólk Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Ragnhildur Bergþórsdóttir Sigurbergur M. Ólafsson Atli Bergþórsson Sólrún Helga Örnólfsdóttir Eleonora Bergþórsdóttir Hekla Mekkín, Hlynur Snær, Sindri Freyr og Alísa Rán. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún E. Guðmundsdóttir Lækjargötu 32, Hafnarfirði, sem lést 8. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 16. mars nk. kl. 15.00. Sigríður Harðardóttir Margrét Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Einar Gylfason Guðmundur Magnússon Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Herjólfsson Hvammsgötu 5, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Ingibjörg Bjarnadóttir Þorgrímur Ólafsson Klara Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, mágkona og systir, Sólveig Svava Weinel 4927 Warfield Drive, 27406 Greensboro, Norður Karólína, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. mars. Jim Weinel Sigurður Sigurbjörnsson Elísabeth Sigurbjörnsson Joan Love Gibbs Sigrún Sigurðardóttir Aðalheiður Sigurðardóttir Gísli Sigurðsson María Sigurðardóttir Margrét Sigurðardóttir Málþing um Sigurð Guð- munds son málara og menningar sköpun á Íslandi á árunum 1857-1874 verður haldið í Þjóðminjasafni Íslands á laugardag. Þingið hefst kl. 10 í fyrirlestrasal safnsins. Verkefnið, undir forsjá Terry Gunnell þjóðfræði- prófessors við HÍ, er þriggja ára þverfagleg rannsókn styrkt af Rannís og er fyrsta starfsárinu nýlokið. Á málþinginu verða kynntar hinar ýmsu hliðar verkefnisins og fyrstu niður- stöður, en meginmarkmið fyrsta ársins var að kanna tíðaranda tíma bilsins, hug- myndafræðilegan bakgrunn Sigurðar málara og sam- starfsfólks hans og ástand mála á hinum mörgu sviðum þar sem þau létu að sér kveða. Málþing um Sigurð málara TALAÐ UM SIGURÐ Málþingið hefst í Þjóðminjasafni klukkan 10 á laugardagsmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hinn heimsfrægi söngleikur My Fair Lady, sem byggir á sögu George Bernard Shaw um Pygmalion, var frumsýndur á Broadway 15. mars 1956 í Mark Hellinger-leikhúsinu. Tónlistin í verkinu er eftir Frederick Loewe og textinn eftir Alan Jay Lerner. Sýningin sló hressilega í gegn og varð sú sýning sem lengst hafði gengið á Broadway til þess tíma. Síðasta sýningin, hinn 29. september 1962, var númer 2.717. Stjörnur sýningarinnar voru Rex Harrison og Julie Andrews, Moss Hart leikstýrði og Hanya Holm var danshöfundur. Plata með tónlistinni úr verkinu í flutningi stjarnanna varð söluhæsta platan í Bandaríkjunum árið 1956, en síðar á sýningar- ferlinu hættu þau Harrison og Andrews og í þeirra stað komu Edward Mulhare og Sally Ann Howes. Harrison lék einnig í kvikmyndinni sem gerð var eftir verkinu en Julie Andrews varð að láta sitt hlutverk af hendi til Audrey Hepburn, jafnvel þótt Hepburn gæti ekki sungið. ÞETTA GERÐIST: 15. MARS 1956 My Fair Lady frumsýnt á Broadway
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.