Fréttablaðið - 15.03.2012, Page 28
FÓLK|TÍSKA
■ GOTT AÐ BREYTA TIL
Sítt hár hefur verið lengi í
tísku en nú fer það að styttast
hjá þeim sem fylgja tískunni.
Klippingin 2012 nefnist Bob,
hárið er jafnsítt og nær niður
fyrir eyru. Þessi hársídd er
þægileg þar sem hægt er að
krulla hárið eða setja það upp
í greiðslu. Hársérfræðingar
segja að klippingin henti öllum
konum, hún sé sportleg og
falleg. Vísað er til Charlize
Theron sem hefur valið þessa
klippingu.
Bob-tískan er ekki ný. Hún
hefur alltaf verið vinsæl og
þekktist fyrst fyrir níutíu árum.
Síða hárið verður þó áfram líka.
STUTT HÁR
ER MÁLIÐ
Ný sending af kjólum
og skokkum
st. 38-50
Ótrúlegt úrval
Fyrir fermingarveisluna
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16,
www.topphusid.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Verð kr. 32.900
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Í kvöld á Stöð 2
Fín síðkjólaböll eru ekki algeng hér á landi og Elínborg segir að íslenskar konur kjósi yfirleitt frekar stutta
kjóla þegar þær fara á árshátíð. „Þó eru
galakvöld hjá Frímúrurum og einstaka
árshátíðir bjóða upp á síðkjóla. Þægi-
legir, stuttir kjólar eru vinsælastir og
fleiri velja að hafa þá í áberandi litum.
Appelsínugulur og ljósbleikur hafa verið
vinsælir litir undanfarið. Doppótt efni
eða með dýramynstri eru sömuleiðis
eftirsótt. Einnig hef ég tekið eftir því
að kvenlegir kjólar, eins og þeir voru
um 1960, í anda Hollywood-stjarna eru
vinsælir um þessar mundir. Konur koma
gjarnan með gamla kjóla af ömmum
sínum og biðja mig að breyta þeim.
Ungar konur í dag eru hávaxnari en
ömmur þeirra og langömmur svo oft þarf
að lagfæra kjólana,“ greinir Elínborg frá.
PASSA BUDDUNA
Elínborg stofnaði Saumsprettuna á
níunda áratugnum en margir hafa leitað
þangað í gegnum tíðina með fatalag-
færingar. Einnig rak hún Saumnálina en
nýlega opnaði Elínborg verslun og fata-
breytingar á Skólavörðustíg 22 þar sem
hún selur kjóla sem hún hefur hannað
og saumað. „Ég er með kjóla til sýnis
í búðinni en legg síðan áherslu á að
sauma þá í réttri stærð fyrir viðskipta-
vininn. Hver kjóll er því sérsaumaður,“
segir Elínborg.
„Konur eru hagsýnar um þessar
mundir. Þær vilja nota nýja kjólinn oftar
en einu sinni og við ýmis tækifæri. Milli-
fínir kjólar hafa því verið langvinsælastir.
Það er greinilegt að fólk hugsar mikið um
budduna og hvað sé hagkvæmast. Mjög
mikið hefur verið að gera í minniháttar
fatabreytingum eins og að stytta, síkka,
þrengja, víkka eða gera annars konar
breytingar. Fólk vill nýta það sem til er,“
segir Elínborg sem lagfærir herrafatnað
jafnt sem dömufatnað. „Ef fötin eru úr
gæðaefnum þá borgar sig að laga þau.“
HERÐAPÚÐARNIR KOMA AFTUR
Elínborg saumar kjóla eftir óskum við-
skiptavinarins sé þess óskað. Þegar hún
er spurð um dragtir segist hún vita til
þess að kvenjakkar með breiðum öxlum
séu að ryðja sér til rúms úti í heimi. „Ég
hef þó ekki orðið vör við herðapúðana
hér á landi,“ segir hún. „Dóttir mín,
Margrét Sigríður Valgarðsdóttir, er að
ljúka námi í fatahönnun og var í starfs-
námi í París í haust en þar sá hún þessa
nýju jakkatísku,“ segir Elínborg. ■ elin
GÖMLU KJÓLARNIR
DREGNIR FRAM
ELÍNBORG ÞORSTEINSDÓTTIR hefur saumað kjóla og starfað við fata breytingar
í áratugi. Hún segist finna fyrir vaxandi áhuga á að nýta vönduð, gömul föt.
NÓG AÐ GERA Elínborg
saumar og hannar kjóla
auk þess að lagfæra
og breyta dömu- og
herrafatnaði.
MYND/VALLI