Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 30
FÓLK|4 |FÓ K |TÍSKA
■ Nóbelsverðlaunahafinn Albert Einstein
skartaði myndarlegu yfirvaraskeggi öll
sín fullorðinsár. Eftir því sem árin færðust
yfir varð svart skeggið grásprengt og þótti
hæfa vel ímynd hins fluggáfaða og sérvitra
vísindamanns.
■ Leikarann viðkunnanlega Charlie Chaplin
þekkja flestir en um það er gjarnan deilt
hvort kúluhatturinn eða vel snyrt yfirvara-
skeggið hafi verið hans helsta einkennis-
merki. Flestir eru þó sammála um að skegg
Chaplins minni á ónafngreindan einræðis-
herra enda gerði leikarinn sjálfur óspart
grín að saman burðinum.
■ „Tryllingslegt“ yfirvaraskegg list-
málarans Salvadors Dali þykir vera
með eindæmum flott. Til marks um
það hafa 6.956 manns látið í ljós
ánægju sína með Facebook-síðu
helgaða skeggi hans með því að
„líka“ hana.
■ Leikarinn Tom Selleck var mikið kyn-
tákn í upphafi 9. áratugar síðustu
aldar. Aðdáendur féllu hreinlega
í ómegin þegar mottan og loðin
bringan birtust á sjónvarpsskjánum.
■ Ýmsir íslenskir menn eru þekktir fyrir
fallegar mottur. Í þann flokk mætti
klárlega setja Sigurð Pálsson skáld,
Magga Lego tónlistarmann, Þórarin
Jón Magnússon ritstjóra, Símon
Birgis son gagnrýnanda og Helga
Péturs son tónlistarmann svo fáeinir
séu nefndir.
FLOTTAR MOTTUR
Fjölmargir karlar hafa vakið athygli fyrir fallegt
skegg í gegnum tíðina. Í tilefni af mottumars er við
hæfi að minnast nokkurra.
MEÐ ALLT Á
HREINU
Gagnrýnandinn Símon
Birgisson er einn
þeirra íslensku karla
sem hafa í gegnum
tíðina látið sér vaxa
myndarlega mottu.
Við erum að sýna nýja fylgihluta-línu úr leðri sem er skorið og mótað í hálslín, slifsi og þver-
hnýti,“ segir Bylgja Rún Svansdóttir
vöruhönnuður sem ásamt Maríu Kristínu
Jónsdóttur vöruhönnuði opnar sýningu
í 38 þrepum við Laugaveg næst komandi
fimmtudag í tengslum við Hönnunar-
mars. „Við byrjuðum að vinna saman í
haust og afraksturinn varð þessi fylgi-
hlutalína sem ber heitið Staka,“ útskýrir
Bylgja Rún. „Þetta eru alls kyns slaufur,
hálsbindi og fleiri hálshnýti, alls átta mis-
munandi útfærslur sem ætlaðar eru fyrir
bæði kynin.“
Það var áhuginn á óhefðbundnum
efnum og aðferðum við skartgripa- og
fylgihlutahönnun sem varð til þess að
þær Bylgja Rún og María Kristín hófu
samstarf en áður höfðu þær meðal
annars gert skartgripalínur hvor fyrir
sig og Bylgja Rún hafði vakið athygli
fyrir kryddjurtapottinn GrowMe.
„María var að sýna hálsmenin sín sem
kallast Þráður í fyrra í Spark Design
Space þar sem ég var að vinna og selja
krossviðarhringina mína, Flóru,“ segir
Bylgja Rún. „Við fórum að ræða saman
um áhugasvið okkar og ákváðum í
framhaldi af því að hefja samstarf. Það
hefur gengið ótrúlega vel og við ætlum
að halda áfram að vinna saman meðfram
eigin hönnun.“
Þær stöllur eru báðar útskrifaðar
frá Listaháskóla Íslands og hönnun
þeirra má kynna sér á heimasíðunum
bylgja.com og mariakristin.com, auk
þess sem hálsmen úr línunni Þráðum
eftir Maríu Kristínu er að finna á
skartgripasýningunni Rótum sem
stendur yfir í Hafnarborg.
Opnunarhóf sýningarinnar verður
haldið í 38 þrepum fimmtudaginn 22.
mars frá klukkan 16 til 18. Sýningin
verður síðan opin á sama tíma og
verslunin til 1. apríl. ■ fsb
FRUMSÝNA FYLGIHLUTI
ÚR SKORNU LEÐRI
NÝ LÍNA Vöruhönnuðurnir Bylgja Rún Svansdóttir og María Kristín Jónsdóttir
hafa hannað fylgihlutalínu úr skornu leðri sem þær kalla Stöku. Sýning á línunni
verður opnuð í 38 þrepum þann 22. mars í tengslum við Hönnunarmars.
SAMSTARF
Bylgja Rún Svansdóttir
og María Kristín Jóns-
dóttir hafa í sameiningu
hannað fylgihlutalínuna
Stöku sem þær munu
sýna í 38 þrepum á
Hönnunarmars. Háls-
línið er í átta mis-
munandi útfærslum og
hentar fyrir bæði kynin.
MYNDIR/ANTON
NÝ SENDING
AF DRÖGTUM
Útsalan að klárast enn meiri lækkun
Skipholti 29b • S. 551 0770
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
FULL BÚÐ
af flottum
fötum fyrir
flottar konur
Stærðir 40-60
SÓLGLERAUGNA-
TÍSKAN Í SUMAR
ER AFTUR-
HVARF TIL ÁRSINS 1955 ÞEGAR KONUR
GENGU MEÐ „KISUGLERAUGU“ Á NEF-
INU. GLERAUGUN ERU STÓR UM SIG
EN LAGIÐ MINNIR Á KATTARAUGU.
MARILYN MONROE VAR EIN ÞEIRRA
SEM GENGU MEÐ SÓLGLERAUGU Í KISU-
UMGJÖRÐ. SÖMU SÖGU MÁ SEGJA UM
STJÖRNURNAR AUDREY HEPBURN OG
GRACE KELLY.
SÓLGLERAUGU Í ANDA
MARILYN MONROE
ÓVINSÆL UMMÆLI
■ EKKI GALLABUXUR EF ÞÚ ERT
ORÐIN FERTUG Leikkonan Joan Collins
segir að konur yfir fertugu ættu ekki að
klæðast gallabuxum, það sé púkalegt.
Leikkonan lét þessi orð um gallabuxur
falla í morgunþætti á BBC. Hún bætir
því við að ef konur vilji endilega klæðast
gallabuxum þá ættu þær að vera dökkblá-
ar eða svartar og notast við fallegan,
þröngan bol eða jakka með klassísku
sniði. „Konur þurfa að finna sinn eigin
stíl. Flestar best klæddu eldri konur hafa
fundið eigin stíl,“ segir Collins.
Collins sem er 78 ára gengur sjálf í
gallabuxum en hún hefur lengi verið í
afneitun gagnvart aldri sínum. Ýmis
tískublöð hafa gert grín að orðum hennar
og birt mynd af Collins í þröngum galla-
buxum og leðurstígvélum. Þau benda á
að hún ætti að fara eftir eigin heilræðum.
Myndin var tekin af paparazzi-ljós-
myndara þar sem leikkonan var á göngu.