Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 31
Kynningarblað Hagræði, sveigjanleg úrræði
og góð ráð fyrir kröfuhafa og skuldara.
INNHEIMTA
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012
&REIKNINGAÞJÓNUSTUR
Momentum innheimtuþjónusta veitir alhliða þjónustu við innheimtu, allt frá útgáfu greiðslu seðils til
löginnheimtu. Momentum, sem tók til starfa
árið 2000, er í eigu þriggja lögmanna sem
einnig starfrækja löginnheimtufyrirtækið
Gjaldheimtuna, sem var stofnað árið 2003.
Momentum starfar á fruminnheimtu- og
milliinnheimtumarkaði en Gjaldheimtan á
löginnheimtumarkaði. Hjá fyrir tækjunum
starfa um það bil 30 starfsmenn, þar af fimm
lögmenn. Höfuðstöðvar félaganna eru að
Suðurlandsbraut 18 en auk þess starfrækir
Momentum starfsstöð á Siglufirði þar sem
starfa allt að fimm starfsmenn.
Milliinnheimta er viðurkenndur þáttur
í rekstri fyrirtækja og stofnana, enda
felst mikið hagræði í því að geta útvistað
slíkri starfsemi til sérfræðinga og ein-
beitt sér að kjarnastarfsemi. Þannig fara
saman hagsmunir kröfuhafa og greiðenda
en markmiðið er að innheimtan sem slík
raski ekki viðskiptasambandi fyrirtækis og
viðskiptavina þess sem eiga tímabundið
í erfið leikum með að standa í skilum.
Starfsfólk Momentum veitir upplýsingar
og ráðgjöf um hvernig best er að haga
innheimtumálum fyrirtækja og stofnana.
Sveigjanleiki í fyrirrúmi
Milliinnheimtuferli Momentum er mjög
sveigjanlegt en ferlið er skilgreint sérstaklega
fyrir hvern og einn kröfuhafa í samningum
milli félagsins og kröfuhafa; kröfuhafi hefur
mjög mikið svigrúm til að laga innheimtu-
ferlið að þörfum einstakra hópa viðskipta-
vina sinna. Þegar krafa berst til Momentum
er henni stýrt í rétt ferli miðað við fyrirmæli
kröfuhafa og fer fjöldi innheimtubréfa, sím-
hringinga og tímalengd milli aðgerða eftir
óskum kröfuhafa og mati hans á þörfum ein-
stakra hópa viðskiptavina hans.
Momentum innheimtir kröfur sem
stofnaðar hafa verið í innheimtu kerfum
bankanna. Kröfur eru stofnaðar samkvæmt
reikningum frá kröfuhafa, annað hvort
af kröfuhafa sjálfum með tengingu við
vefbanka eða hjá Momentum, sem tekur þá
við gögnum beint frá kröfuhafa. Vegna þess
að krafan er til staðar í kröfupotti bankanna,
þá sér greiðandi kröfuna í sínum heimabanka
þar til hún hefur verið greidd. Rekstrar aðilar
geta stillt kerfi sín þannig að kröfur fari
sjálfvirkt til innheimtu hafi þær ekki verið
greiddar á eða eftir eindaga, eða valið að
senda ein stakar kröfur til Momentum eftir
því sem þeim þykir sjálfum viðeigandi.
Hagkvæm og auðveld rafræn samskipti
Mikil þróun hefur orðið á síðustu misserum í
rafrænum samskiptum milli banka, rekstrar-
aðila og innheimtufyrirtækja sem auðveldar
uppgjör, upplýsingaflæði og öryggi við milli-
innheimtu. Fyrir nokkrum árum var farið
að bjóða upp á beina rafræna skiptingu
greiðslna við uppgjör krafna í milliinn-
heimtu, en þetta skiptigreiðslukerfi er til
mikilla hagsbóta fyrir alla aðila. Það þýðir
að þegar krafa er greidd er henni skipt upp
í bankanum og fær kröfuhafi strax höfuð-
stól og dráttarvexti kröfunnar inn á sinn
reikning en Momentum fær áfallinn kostnað
á sinn reikning. Momentum meðhöndlar
þess vegna aldrei peninga kröfuhafa heldur
koma þeir beint inn á reikning kröfuhafa
eins og um hverja aðra greidda kröfu væri
að ræða. Í þessu felst mikil hagræðing bæði
fyrir innheimtu aðila og stjórnendur kröfu-
hafa, sem ekki þurfa lengur að sækja skila-
greinar til Momentum.
Réttarbót með nýjum lögum
Í upphafi árs 2009 tóku gildi innheimtulög
sem voru til hagsbóta fyrir jafnt skuldara
sem kröfuhafa, en tryggt er með lögunum að
ekki er hægt að fara í kostnaðarsamar inn-
heimtuaðgerðir án þess að greiðendum sé
send að minnsta kosti ein aðvörun fyrir fram
á lágmarksgjaldi. Sömuleiðis var tryggt með
lögunum að innheimtufyrirtæki séu undir
eftirliti Fjármálaeftirlitsins eða annarra eftir-
litsaðila. Momentum er undir eftirliti Lög-
mannafélags Íslands enda eingöngu í eigu
lögmanna.
Nokkrir aðilar starfa við innheimtur en
Momentum er meðal stærstu fyrirtækja á
þessum markaði. Momentum greinir sig frá
öðrum aðilum á sama markaði með ýmsum
hætti. Fyrirtækið leggur til að mynda sérstaka
áherslu á sveigjanleika bæði við greiðendur
og kröfuhafa. Kröfuhafinn getur sjálfur ráðið
innheimtu ferlinu og valið hvaða úrræðum er
beitt. Þá er lögð mikil áhersla á að koma fram
af lipur leik og virðingu í innheimtunni sjálfri
og semja um frágang mála við greiðendur, en
sú aðferðafræði skilar að mati Momentum
betri árangri til lengri tíma litið.
Engin kostnaður kröfuhafa
Kröfuhafinn greiðir engan kostnað af þjónustu
Momentum, engin árgjöld eða annan fast-
an kostnað. Þá greiðir kröfuhafi heldur engin
skráningargjöld krafna, hlutfall af höfuð-
stól kröfu eða kostnað við að nýta sér skipti-
greiðslukerfið. Almenn stefna Momentum
er sú að kostnaður af innheimtum lendi á
þeim sem stofnuðu til hans með því að greiða
ekki kröfu á umsömdum tíma, en dreifist
ekki almennt á alla viðskiptavini kröfuhafa.
Þannig er tryggt að þeir sem standa skil á
greiðslum á tilsettum tíma geti notið bestu
kjara í viðskiptum sínum við kröfuhafa.
Aukið hagræði og lægri
kostnaður í innheimtu
Momentum leggur áherslu á sveigjanleika og hagkvæm rafræn samskipti
Milliinnheimta er viðurkenndur þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana, enda felst mikið hagræði í því að geta
útvistað slíkri starfsemi til sérfræðinga og einbeitt sér að kjarnastarfsemi.