Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGInnheimta & reikningaþjónustur FIMMTUDAGUR 15. MARS 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benetiktj@365.is, s. 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Í Bandaríkjunum kveða lög um innheimtustofnanir á um að ekki megi hringja í skuldarann beri hann kostnað af símtalinu. Þar eru einnig ákvæði um það á hvaða tímum sólarhrings er leyfilegt að hringja í innheimtu- erindum, í hvern megi hringja og hvar. Hins vegar er leyfilegt að skrá í gagnabanka á hvaða tímum skuldarinn svari oftast í símann í þeim tilgangi að framtíðarsímtöl fari fram á þeim tíma. Lögin eru mjög ítarleg og listinn yfir það hvað má og hvað ekki er langur. Fulltrúi innheimtu- fyrirtækis má til dæmis ekki nota ósæmilegt orðbragð, ekki hóta skuldaranum refsingum, verður að kynna sig með fullu nafni og fullu nafni þess sem hann hringir fyrir og síðast en ekki síst taka það fram strax í upphafi um hvað upp- hringingin snúist. Til þess að fara á svig við þessa ströngu reglugerð hafa ýmis innheimtufyrirtæki tekið í sína þjónustu sjálfvirka upphring- ingu. Ákveðin skilaboð eru þá lesin inn á tölvu sem síðan er forrituð til að hringja í ákveð- in símanúmer á vissum tímum. Með þessari aðferð komast skila- boð innheimtu þjónustunnar til skila án þess að átt sé á hættu að mannlegur breyskleiki geti valdið misskilningi eða brotum á reglu- gerðinni ströngu með tilheyrandi hættu á málsókn. Mjög strangar reglur gilda einnig um það í hverja megi hring ja t i l að hafa upp á skuld urum sem skipt hafa um heimilisfang og símanúmer og hvað megi segja í slíkum sam- tölum. Leyfilegt er að hringja í ættingja eða fyrrum nágranna og spyrjast fyrir um nýtt heimilisfang eða símanúmer skuldarans en alls ekki má minnast á að fyrir- spurnin tengist skuld. Um skuldir einstaklings er einungis leyfilegt að tala við hann sjálfan, maka hans eða lögfræðing. Bannað að ræða skuldina við aðra Bandaríkin eru land lögsóknanna og til þess að verja innheimtufyrirtæki fyrir hættunni á lögsóknum skuldara hafa verið settar skýrar reglur um samskipti fyrirtækisins við þá. Hér er lítið brot af því sem ekki má. Upphringingar frá innheimtustofnunum vekja sjaldnast gleði skuldarans. AÐ SEMJA VIÐ KRÖFUHAFA Á vef Umboðsmanns skuldara www.ums.is er að finna ýmis góð ráð, til dæmis um hvernig best sé að semja við kröfuhafa. Undirbúningur skiptir miklu máli og fólk verður að spyrja sig nokkurra spurninga áður en fundur er haldinn og fara yfir nokkur atriði. Til dæmis: Hverjir eru hagsmunir þínir? Hvaða hluti viltu ræða og semja um? Settu þér raunhæf markmið. Skoðaðu vel samningsstöðu þína og möguleika. Skoðaðu allar lausnir vel og vandlega. Hvað finnst þér sanngjarnt? Þegar kemur að samningafundinum er skynsamlegt að vera vel úthvíldur, jákvæður og gera ráð fyrir að komist verði að góðu samkomulagi. Það hjálpar aldrei að ákveða fyrirfram að samningar muni ekki nást. HVERJIR GETA AÐSTOÐAÐ? Allir geta lent í erfiðleikum með fjármál sín. Til eru ýmis úrræði í sam- félaginu til að takast á við vandann, en brýnast er þó að gera eitthvað strax í málunum. Á vefnum www.island.is er að finna sérstakan fjár- máladálk. Þar er listi yfir aðila sem geta aðstoðað þegar fólk lendir í greiðsluerfiðleikum. ● Umboðsmaður skuldara veitir fólki sem á í greiðsluerfiðleikum endur- gjaldslausa ráðgjöf. Ráðgjöfin felst í að aðstoða fólk við að fá yfirsýn yfir fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag og leita leiða til úrbóta. ● Íbúðalánasjóður býður upp á nokkur úrræði vegna greiðslu erfiðleika. Helstu leiðir eru samningar, skuldbreyting, frestun á greiðslum og lenging lánstíma. ● Meðlagsgreiðandi getur leitað úrræða hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga vegna vanskila. ● Bankar og aðrar lánastofnanir og fjár- málafyrirtæki veita ráðgjöf um leiðir til að leysa úr greiðsluerfiðleikum. ● Hægt er að sækja um réttaraðstoð til nauðasamninganefndar til að standa straum af kostnaði við að koma á nauða- samningi. AÐ SKULDA SKATTA OG GJÖLD Tollstjóri hefur á verksviði sínu að innheimta skatta og gjöld. Gjaldfallnir skattar eru aðfararhæfir og er því hægt að krefjast fjárnáms hjá þeim sem skuldar til að tryggja greiðslu þeirra eftir að greiðsluáskorun hefur verið birt í dagblöðum og aðfararfrestur sem þar er gefinn upp er liðinn. Með því að gera greiðsluáætlun um ógreidd gjöld er hægt að komast hjá þeim óþægindum og kostnaði sem fylgja innheimtu- aðgerðum. Hægt er að gera greiðsluáætlun um skatta og gjöld hjá þjónustufulltrúum lögfræðideildar innheimtusviðs á 4. hæð Toll hússins, Tryggvagötu 19, þeir eru til viðtals á opnunartíma embættisins, frá klukkan 8 til 15.30. Ef fjárnámsbeiðni hefur þegar verið send út er ekki hægt að gera greiðsluáætlun fyrr en búið er að ljúka fyrir- töku beiðninnar hjá sýslumanni. Það frestar ekki sjálfkrafa innheimtu þó gjaldandi hafi kært skattáætlun eða þó ágreiningur sé um réttmæti skattálagningar. Alltaf þarf að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs til að fá frest á innheimtu. Heimild: www.tollur.is Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.