Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 44
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Rekstrarvörur - vinna með þér 3000 GESTIR hafa skoðað sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, „Á bóndadag,“ sem stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningunni lýkur komandi helgi þannig að síðustu forvöð eru að sjá sýninguna sem fjallar um sauðkindina frá ýmsum hliðum. Ein vinsælasta ópera allra tíma, La Bohème, verður frumsýnd í Hörpu annað kvöld. Yfir 160 manns eru á sviðinu og í gryfju þegar mest lætur. „General-prufan gekk ofsalega vel og þetta er allt að smella. Nú eru allir bara að slaka á og undirbúa sig fyrir frumsýningu,“ segir Inga María Leifsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Íslensku óperunnar. Á morgun klukkan 20 verður óperan La Bohème eftir Puccini frumsýnd í Eldborg í Hörpu. Um 200 manns koma að sviðsetningu verksins og eru yfir 160 manns á sviði og í gryfju þegar mest lætur. La Bohème er ein vinsælasta ópera sem samin hefur verið, en hún er jafnan á fjölum helstu óperuhúsa heims. Í henni segir af hópi lista- manna í París í byrjun síðustu aldar, sem búa við þröngan kost og sára fátækt. Sjónum er beint að ástar- sambandi sauma konunnar Mimi og skáldsins Rodolfo, sem fella hugi saman. Vinir þeirra koma líka við sögu – heim spekingurinn Colline, tónlistar maðurinn Schaunard og kvikmyndagerðar maðurinn Marcello, að ógleymdri hinni skrautlegu söngkonu Musettu. Það eru þau Hulda Björk Garðars dóttir og Gissur Páll Gissurar son sem túlka Mimi og Rodolfo, en Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes syngja einnig aðalhlutverkin á tveimur sýningum. Ágúst Ólafsson fer með hlutverk Marcello, Jóhann Smári Sævars- son er Colline, Bergþór Pálsson er bæði Benoît og Alcindoro, Hrólfur Sæmundsson fer með hlutverk Schaunard og Herdís Anna Jónas- dóttir syngur hlutverk Musettu. Aðrir aðstandendur sýningar- innar eru Daníel Bjarnason hljóm- sveitarstjóri, Jamie Hayes leikstjóri og Will Bowen leikmynda hönnuður. Búninga hannar Filippía I. Elís- dóttir, lýsingu Björn Bergsteinn Guðmundsson, Henrik Linnet sér um myndvinnslu og Stella Sigur- geirsdóttur á heiðurinn af ógrynni leikmuna sem prýða sýninguna. Tveir kórar taka þátt í sýningunni, kór Íslensku óperunnar og 32 barna kór. Þar að auki koma við sögu lúðrasveit, meðlimir Sirkus Íslands, hundurinn Drakúla og hljómsveit Íslensku óperunnar. Konsertmeist- ari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Frá áramótum hefur undir- búningur að uppsetningu óperunnar farið stigvaxandi og segir Inga María álagið hafa verið mikið á alla aðstandendur, ekki síst þau fjölmörgu börn sem koma að sýningunni. Hins vegar skemmti allir sér svo vel að álagið gleymist fljótt. „Börnin hafa staðið sig ótrúlega vel. Þau þurftu að leggja mikinn texta á minnið, löng lög, hvenær þau eigi að koma inn og hvernig eigi að bera sig á sviðinu. En þetta er búið að vera svo mikið fjör að allir eru ánægðir.“ Þetta er í annað sinn sem Íslenska óperan sýnir í Hörpu, en 13 þúsund manns sáu Töfraflaut- una síðastliðið haust. holmfridur@frettabladid.is EFTIRVÆNTING Í LEIKHÓPNUM BÖRNIN Í LA BOHÈME Kór 32 söngvara á aldrinum 8 til 13 ára tekur þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Bohème. Börnin koma við sögu í öðrum þætti óperunnar, sem gerist á aðfangadagskvöld í París. Borgarbúar flykkjast út á göturnar, kaupa í jólamatinn og síðustu jólagjafirnar og börnin setja sterkan svip á götumyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKRAUTLEG LEIKMYND Enski leikmyndahönnuðurinn Will Bowen hannaði leik- myndina. Á sviðinu er jafnframt ógrynni af leikmunum sem Stella Sigurgeirsdóttir á heiðurinn af að hafa safnað saman. Meðal þess sem sjá má á sviðinu eru bækur, jólapakkar, reiðhjól, blöðrur og, ef vel er að gáð, handsmíðaðar gervi-sígarettur. Ákveðið hefur verið að beita nýrri nálgun að Reykjavík Dance Festival, sem hóf göngu sína árið 2002, í ár. Hátíðin fer fram dagana 21. til 31. ágúst næst- komandi undir yfirskriftinni A Series of Events. Opin kynning á sérstakri útfærslu hátíðarinnar verður haldin í kvöld, fimmtu- daginn 15. mars, klukkan 21 á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 28. Í tilkynningu kemur fram að ekki verði um að ræða danshátíð í hefðbundnum skilningi heldur tíu daga kóreógrafíu í formi dans- hátíðar sem opnar fyrir nýjar samræður meðal listamanna og áhorfenda og býður grund- völl fyrir flæði þekkingar og miðlunar innan list greinarinnar. Listrænir stjórnendur Reykja- vík Dance Festival, Halla Ólafs- dóttir og Emma Kim Hagdahl, sjá um kynninguna í kvöld sem er fyrsti viðburðurinn af mörgum sem efnt verður til áður en Reykjavík Dance Festival hefst í ágúst. Ný nálgun að danshátíð NÝ NÁLGUN Frá Reykjavík Dance Festival. Hljómsveitirnar Spaðar og Var- sjárbandalagið efna til sameigin- legs tónleikaballs á Nasa annað kvöld, föstudagskvöldið 30. mars. Húsið verður opnað klukkan 22 og um klukkan 23 stíga Spaðar á svið og spila fram yfir miðnætti. Þá tekur Varsjárbandalagið við og leiðir dansleikinn til lykta. Hið árlega Spaðaball SPAÐAR Spila með Varsjárbandalaginu á Nasa annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.