Fréttablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 46
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR34
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 15. mars 2012
➜ Fundir
08.30 Ársfundur Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands sem ber yfirskriftina
Samfélagsleg nýsköpun - velferð og lífs-
gæði fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.
13.30 Bókmenntaklúbbur félags
kennara á eftirlaunum heldur fund í
Kennarahúsinu. Gestur verður Arnþór
Gunnarsson sem kynnir bók sína,
Á afskekktum stað. Einnig kemur
Guðrún Friðgeirsdóttir með bók sína,
Norðanstúlkuna.
➜ Sýningar
17.00 Sýning á verkum Hrafnhildar
Ingu Sigurðardóttir, listmálara, opnar
í Artóteki. Sýningin nefnist Sjólag og
er á Reykjavíkurtorgi á 1.hæð Borgar-
bókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15.
➜ Kvikmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin Norður-
ljós sýnir kvikmyndina Að lifa (To live) í
stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
Myndin er frá 1994 og eftir Zhang
Yimou. Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
➜ Uppákomur
21.00 Kreppukvöld verður haldið
á Bar 11. Hljómsveitin Dorian Gray
stígur á stokk og spilar póst-módernískt
rokk með flottum og grípandi riffum.
Ókeypis er á tónleikana og sannkölluð
krepputilboð verða á barnum.
➜ Leikrit
14.00 Leikfélag eldri borgara, Snúður
og Snælda, sýnir leikritið Rommí eftir
D.L.Colburn í Iðnó. Leikstjóri er Bjarni
Ingvarsson.
➜ Málþing
15.00 Málþing verður haldið um hvers
virði vatnsréttindi séu til orkuöflunar.
Málþingir er á vegum Auðlindaréttar-
stofnunar Háskólans í Reykjavík og
Draupnis lögmannsþjónustu og verður
haldið í dómsal á 1.hæð Háskólans í
Reykjavík.
➜ Tónlist
20.00 Whale vs Elephant frá Þýska-
landi og No Class spila á Fimmtudags-
forleik í Hinu Húsinu. Um er að ræða
ekta raftónleika og aðgangur er ókeypis.
21.00 Bjarkey Sigurðardóttir syngur
ásamt hljómsveit á Græna Hattinum.
Miðaverð er kr. 1.000.
21.00 Skúli mennski & Hjalti koma
fram á Café Rosenberg.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda
tónleika á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
17.00 Hönnuðurinn Giulio Vinaccia
heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu
undir yfirskriftinni Hönnun í þróunar-
skyni - Frá félagslegu sjónarhorni. Allir
velkomnir og aðgangur ókeypis.
20.00 Prófessorinn og landslags-
arkitektinn Stig L. Andersson flytur fyrir-
lestur í Norræna húsinu þar sem hann
veltir upp spurningum um borgarrýmið
og áskoranir 21. aldarinnar. Fyrirlesturinn
fer fram á ensku og allir eru velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Felix Bergsson heldur ferna
tónleika víðs vegar um
landið á rúmum mánuði í
tengslum við nýútkomna
plötu hans, Þögul nóttin,
sem er fyrsta sólóverkefnið.
„Það má eiginlega segja að þetta
sé kvöld eins og okkur þætti
sjálfum gaman að fara á,“ segir
Felix Bergsson um dagskrá
væntan legra tónleika sinna.
Um er að ræða ferna tónleika
sem haldnir verða víðs vegar um
landið á rúmum mánuði. „Það
var ákaflega tilviljunarkennt
hvaða staðir urðu fyrir valinu,“
segir Felix. „Ég hef verið fasta-
gestur í Neskaupstað með barna-
sýninguna Gunna og Felix, og hef
alltaf lofað því að þegar ég gæfi
út fullorðinsefni kæmi ég með
það þangað. Nú er komið að því,“
bætir hann við, en tónleikarnir á
Neskaupsstað fóru fram síðast-
liðið sunnudagskvöld.
Á döfinni eru svo tónleikar
á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd
þann 16. mars, á Græna hattinum
á Akureyri þann 19.mars og
í Hörpunni í Reykjavík þann
27.apríl. „Þetta verður í fyrsta
skipti sem ég spila í Hörpu,
svo það er mjög spennandi. Við
verðum í litla huggulega salnum,
enda kósý og rómantískir tón-
leikar,“ segir Felix.
Tónleikarnir eru haldnir í
tengslum við nýlega plötu Felix,
Þögul nóttin, sem kom út fyrir
áramót og er hans fyrsta sóló-
verkefni á starfsferli sem telur
heil 25 ár. Með í för verða þeir
Jón Ólafsson og Stefán Már
Magnússon sem unnu plötuna
með honum.
Felix er strax byrjaður að huga
að næstu plötu og segist ákveðinn
í að sýna fólki að honum sé alvara
með þessu. „Ég er búinn að vera
svo mikið úti um allt hingað til
að fólk á erfitt með að átta sig á
hvar það hefur mig. Mig hefur þó
alltaf langað til að fara af krafti
út í tónlistina, og er loksins að
láta af því verða,“ segir Felix að
lokum. - trs
FERÐAST UM LANDIÐ
OG HELDUR TÓNLEIKA
ER ALVARA Felix segir sér vera alvara með tónlistina, en að fólk hafi átt erfitt með að
átta sig á hvar það hefði hann hingað til.
Opið laugard. kl. 10-14