Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 50

Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 50
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Margir tóku fyrst eftir írönsku tónlistarkonunni Leilu Arab þegar Björk réði hana sem hljómborðsleikara í hljómsveitinni sem hún setti saman til að fylgja eftir Debut plötunni árið 1993. Leila vann mikið með Björk næstu árin, en fór svo að búa til sín eigin tónlist. Fyrsta platan hennar, Like Weather, kom út hjá útgáfu Aphex Twin, Rephlex, árið 1998. Fín raftónlistarplata í anda listamanna útgáfunnar. Síðan hefur Leila spilað víða sem plötusnúður og gefið út þrjár plötur til viðbótar: Courtesy of Choice kom út hjá XL árið 2000, Blood Looms and Blooms kom út 2008 hjá Warp og fyrir nokkrum vikum kom fjórða platan, U&I, út hjá sama fyrir tæki. U&I er unnin með Mt. Sims, sem er listamannsnafn banda ríska upp töku stjórans og tón listar mannsins Matthew Sims, sem starfar í Berlín. Sims hefur gert nokkrar plötur og unnið með Svíunum í The Knife og ensku listakonunni Janine Rostron, sem kallar sig Planningtorock, en hún bauð upp á frábæra tónleika á Airwaves fyrir nokkrum árum. Sims semur öll lögin á U&I með Leilu og syngur nokkur þeirra. Tónlist Leilu hefur alltaf verið framsækin og tilraunakennd, en samt er nýja platan ólík fyrri plötunum. Yfirbragðið er hrárra og groddaralegra og stemningin villtari. U&I er kannski ekki meistara verk, en skemmtileg plata engu að síður. Leila fer til Berlínar LEILA ARAB Fjórða platan U&I er komin út á vegum Warp-útgáfunnar. > PLATA VIKUNNAR ★★★★★ Wrecking Ball - Bruce Springsteen „Mikilvægasta plata Bruce Springsteen í langan tíma.“ -TJ Fjórða sólóplata will.i.am. nefnist #willpower. Mick Jagger, Jennifer Lopez og Britney Spears eru á meðal gestasöngvara. Fjórða sólóplata will.i.am. úr hljómsveitinni The Black Eyed Peas nefnist #willpower og er væntanleg á næstunni. Í fyrsta smáskífulaginu, hinu eldhressa T.H.E. (The Hardest Ever), nýtur hann aðstoðar frá ekki ómerkari manneskjum en Mick Jagger og Jennifer Lopez. „#willpower er stútfull af upplífgandi lögum, sem hvetja fólk áfram sem á því þarf að halda,“ sagði will.i.am. Popparinn ólst upp í Los Angeles. Í menntaskóla kynntist hann Allan Lindo, eða apl.de.ap. úr Black Eyed Peas, og ásamt þremur öðrum stofnuðu þeir rappsveitina Atban Klann. Rapparinn Eazy-E sá efnivið í strákunum og gerði við þá útgáfusamning hjá fyrirtæki sínu Ruthless Records árið 1991. Þeir tóku upp plötu en hún leit aldrei dagsins ljós vegna dauða Eazy-E 1995. Atban Klann breytti nafni sínu í The Black Eyed Peas og sú sveit hefur núna selt yfir fimmtíu milljónir platna um heim allan. Þegar The Black Eyed Peas hafði gefið út tvær plötur vildi will.i.am. koma eigin efni á fram- færi og gaf út sína fyrstu sóló- plötu, Lost Change, árið 2001. Tveimur árum síðar gaf hann út þá næstu, Must B 21 en frekar lítið fór fyrir þeim báðum. Eftir útgáfu fjórðu plötu Black Eyed Peas, stjórnaði will.i.am. upptökum á fyrstu sólóskífu Fergie, The Dutchess. Í fram- haldinu hóf hann samstarf með Michael Jackson árið 2006. Það stóð yfir til dauða Jacksons en að sögn Will verður ekkert gefið út af efninu sem þeir tóku upp. Þriðja sólóplata will.i.am., Songs About Girls, kom út 2007. Sjálfur leit hann á hana sem fyrstu sóló- plötu sína. Hinar tvær voru að hans mati eingöngu samansafn efnis sem hann hafði verið að dunda sér við í hljóðverinu. Songs About Girls hlaut dræmar mót- tökur og fór einungis í 38. sætið á Billboard-listanum á meðan sólóplata Fergie fór beint í annað sætið. Nýjasta sólóplatan átti upp- haflega að heita Black Einstein. Nokkur lög sem Will tók upp fyrir teiknimyndina Rio verða þar í nýjum útgáfum, auk þess sem Nicki Minaj, Britney Spears, Che- ryl Cole og Busta Rhymes eru á meðal gestasöngvara. Miðað við nýja smáskífulagið með Jagger og Lopez gæti þessi fjórða plata hitt í mark og aflað will.i.am. virðingar sem öflugur sólótónlistarmaður. freyr@frettabladid.is Stjörnuregn á sólóplötu > Í SPILARANUM The Shins – Port of Morrow The Wedding Present – Valentina Michael Kiwanuka – Home Again Gillon – Næturgárun SÓLÓFERILL Popparinn will.i.am. gefur á næstunni út sína fjórðu sólóplötu, #willpo- wer. NORDICPHOTOS/GETTY Billy Corgan úr Smashing Pumpkins segir að tónlistar- bransinn sé uppfullur af sýndar mennsku. Á tónlistar- hátíðinni South By Southwest sagðist hann hafa verið hluti af kynslóð tónlistarmanna sem vildi breyta heiminum. Í dag hafa tónlistarmenn bara áhuga á að vera frægir. Hann bætti því við að ef hann væri að hefja feril í dag þyrfti hann að kveikja í sjálfum sér á Youtube til að vekja athygli. Hann líkti einnig nýjum tónlistar mönnum við fatafellur. „Þeir hafa alist upp við að halda að markmiðið sé að vera frægur. Ekki að öðlast virðingu, ekki að vera hættulegur.“ Smashing Pumpkins gefur síðar á árinu út plötuna Oceania sem er að mati Corgans sú besta sem hann hefur sent frá sér í sextán ár. Snýst allt um frægðina BILLY CORGAN Segir að bransinn sé uppfullur af sýndar- mennsku. NORDICPHOTOS/ GETTY Kapphlaupið heldur áfram á Stöð 2 í kvöld FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is. Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 1. - 14. mars 2012 LAGALISTINN Vikuna 8. - 14. mars 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Magni ..................................................................... Hugarró 2 Valdimar Guðmunds. / Helgi Júl. .....Stöndum sama 3 Fun / Janelle Monae .............................. We are Young 4 Blár ópal ............................................................Stattu upp 5 Retro Stefson ..........................................................Qween 6 Of Monsters and Men ...................................Lakehouse 7 The Black Keys ............................................... Lonely Boy 8 Greta Salóme / Jónsi..........................Mundu eftir mér 9 M83 ...............................................................Midnight City 10 Train ........................................................................Drive By Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Of Monsters and Men ............ My Head is an Animal 3 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 4 Bruce Springsteen ....................................Wrecking Ball 5 Adele .................................................................................. 21 6 Leonard Cohen .................................................Old Ideas 7 Hjálmar ..........................................................................Órar 8 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 9 Paul McCartney .........................Kisses On The Bottom 10 Valgeir Guðjónsson .....................Spilaðu lag fyrir mig

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.