Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 42
11. júní 2012 MÁNUDAGUR18 sport@frettabladid.is BJÖRGVIN HÓLMGEIRSSON er þriðji fyrrum atvinnumaðurinn sem snýr heim til ÍR-inga og semur við nýliðana fyrir næsta tímabil í N1 deild karla í handbolta. Björgvin er uppalinn í ÍR en lék með Haukum áður en hann fór til Þýskalands. Hann gerði tveggja ára samning við félagið. Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson höfðu áður samið við ÍR sem ætlar sér stóra hluti næsta vetur. GOLF GR-ingarnir Þ órður Rafn Gissurarson og Berglind Björnsdóttir spiluðu best á Egils Gull mótinu, öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar sem fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Þórður Rafn fór á kostum á lokadegi mótsins en Berglind spilaði síðustu tvo hringina vel eftir erfiðan upphafshring. „Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson eftir sigurinn. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmet Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. Þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími,“ sagði Þórður Rafn sem er 24 ára gamall og hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leika á EPD- mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson. Berglind Björnsdóttir, sem er tvítug, lék lokahringinn í gær á 72 höggum eða +2 og hún átti fínan annan hring í erfiðum aðstæðum þar sem hún lék á 71 höggi. Mikið hvassviðri setti svip sinn á skor keppenda á fyrsta hringnum snemma á laugardaginn og þar lék Berglind á 78 höggum. Berglind lék því hringina þrjá á 11 höggum yfir pari vallarins en Sunna Víðisdóttir varð önnur á 12 höggum yfir pari. Sunna lék frábært golf í gær og lék hún á 67 höggum eða -3 og var það besti hringurinn í kvennaflokknum á þessu móti. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja á 14 höggum yfir pari. „Þetta var bara verkefni að glíma við þetta veður,“ sagði Berglind við Vísi í dag en hún hefur aldrei áður sigrað á stigamótaröð Eimskips. „Ég vissi ekkert hvernig staðan var, ég var bara þarna úti að reyna að ná góðu skori,“ sagði Berglind en hún er með 1,4 í forgjöf og stundar háskólanám í Bandaríkjunum samhliða golfinu. „Ég reyndi að nýta mér á þessu móti það sem ég hef lært úti í Bandaríkjunum. Ég er of kröfu- hörð við sjálfa mig þegar mér hefur gengið illa – í stað þess að njóta þess að spila. Eitt af mark- miðum sumarsins er að ná betra jafnvægi í leik minn,“ sagði Berg- lind Björnsdóttir. -seth Þórður Rafn Gissurarson og Berglind Björnsdóttir unnu Egils Gull mótið í Vestmannaeyjum um helgina: Ekkert glamúrlíf í atvinnumennskunni BEST Í EYJUM GR-ingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Berglind Björnsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GARÐARSSON Umspil um sæti á HM 2013 Ísland - Holland 41-27 (17-14) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 9/6 (10/6), Aron Pálmarsson 7 (8), Alexander Petterson 6 (8), Bjarki Már Elísson 5 (6), Vignir Svavarsson 3 (5), Ólafur Stefánsson 3/1 (6/1), Róbert Gunnarsson 2 (2), Þórir Ólafsson 2 (2), Kári Kristján Kristjánsson 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Arnór Atlason 1 (2), Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9 (24/1, 38%), Björgvin Páll Gústavsson 4 (16, 25%), Hraðaupphlaup: 11 (Vignir 3, Bjarki Már 3, Alexander 2, Aron, Þórir, Ingimundur) Fiskuð víti: 7 (Snorri Steinn 2, Alexander, Vignir, Ólafur, Róbert, Arnór) Mörk Hollands (skot): Jasper Adams 6 (11), Tim Reemer 4 (5), Toon Leenders 3 (3), Léon van Schie 3 (4), Bobby Schagen 3/1 (4/1), Mark Bult 3 (8), Iso Sluijters 2 (3), Patrick Miedema 2 (6), Matthijs Vink 1 (1), Marco Vernooy (1), Jeffrey Boomhouwer (1), Varin skot: Gerrie Eijlers 11 (51/7, 22%). Makedónía - Austurríki 26-21 Patrekur Jóhannesson þjálfar Austurríkismenn. Litháen - Pólland 17-24 Rússland - Tékkland 23-22 Slóvenía - Portúgal 31-26 Slóvakía - Hvíta-Rússland 24-26 Ungverjaland - Noregur 27-21 Þýskaland - Bosnía 36-24 Svíþjóð - Svartfjallaland 22-21 Egils Gull mótið í Eyjum Karlaflokkur: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR -1 2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS Par 3. Haraldur Franklín Magnús, GR +1 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +3 5. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +4 5. Andri Þór Björnsson, GR +4 5. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +4 5. Ólafur Már Sigurðsson, GR +4 9. Arnar Snær Hákonarson, GR +5 10. Rúnar Arnórsson, GK +6 Kvennaflokkur: 1. Berglind Björnsdóttir, GR +11 2. Sunna Víðisdóttir, GR +12 3. Signý Arnórsdóttir, GK +14 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +18 5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +19 6. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +21 7. Guðrún Pétursdóttir, GR +23 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +23 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG +23 10. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +24 EM í fótbolta B-riðill Holland - Danmörk 0-1 0-1 Michael Krohn-Dehli (24.) Þýskaland - Portúgal 1-0 1-0 Mario Gómez (72.) C-riðill Spánn - Ítalía 1-1 0-1 Antonio Di Natale (61.), 1-1 Cesc Fàbregas (64.) Írland - Krótatía 1-3 0-1 Mario Mandzukic (3.), 1-1 Sean St Ledger (19.), 1-2 Nikica Jelavic (43.), 1-3 Mario Mandzukic (48.) Leikirnir í D-riðlinum í dag: Frakkland - England kl: 16.00 Úkraína - Svíþjóð Kl. 18.45 Pepsi-deild kvenna Afturelding - Þór/KA 0-4 0-1 Tahnai Annis (42.), 0-2 Tahnai Annis (77.), 0-3 Sandra María Jessen (87.), 0-4 Hafrún Olgeirsdóttir (90.) STAÐA EFSTU LIÐA Þór/KA 6 5 1 0 15-3 16 Stjarnan 5 4 0 1 10-5 12 Breiðablik 5 3 1 1 12-4 10 ÍBV 5 3 0 2 11-7 9 LEIKIRNIR Í KVÖLD ÍBV - Selfoss kl.18.00 FH - KR kl.19.15 Fylkir - Valur kl.19.15 Breiðablik - Stjarnan kl.19.30 (Stöð2 Sport) ÚRSLITI Í GÆR HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik vann í gær mjög þægilegan sigur á Hollendingum, 41-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á Spáni 2013. Íslending- ar byrjuðu leikinn nokkuð illa en komust fljótlega í takt og keyrðu síðan yfir gestina í síðari hálf- leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson var frábær í liði Íslands og gerði níu mörk. Íslenska liðið var nokkuð ósann- færandi í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari sást hvað býr í strák- unum okkar. Liðið jók jafnt og þétt við forskot sitt og keyrði hreinlega yfir lánlausa Hollendinga. Ísland er því með frábært veganesti fyrir síðari leikinn sem fram fer í Hol- landi næstkomandi laugardag og má segja að liðið sé að tryggja sig inn á enn eitt stórmótið. Kaflaskiptur leikur „ L eikurinn var virk i lega kaflaskiptur en liðið lék fínan sóknarleik allan leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslands, eftir sigurinn í gær. „Varnarleikurinn byrjaði illa og markvarslan sömuleiðis. Það tók okkur ákveðinn tíma að kom- ast almennilega inn í leikinn en það tókst í síðari hálfleiknum. Við getum verið mjög sáttir við 14 marka sigur og erfitt að kvarta yfir því. Við verðum að nota næstu viku vel og mæta á fullu í síðari leikinn, eins og við gerum alltaf. Þetta snýst um að vera fagmað- ur og nálgast öll verkefni eins, það hefur virkað best fyrir okkur. Bjarki Már kom virkilega vel inn í liðið og sem nýliðann í þessum hóp þá var ég mjög ánægður með hans frammistöðu.“ Mjög lélegur fyrri hálfleikur „Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur af okkar hálfu,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í gær. „Kannski var eitthvað vanmat í gangi hjá okkur og þess vegna byrjum við svona illa. Sem betur fer áttuðum við okkur á því í hálf- leik hvað við þyrftum að laga. Liðið mætti síðan ákveðið til leiks og þá fóru hlutirnir að ganga. Við erum eðlilega sáttir við 14 marka sigur. Þeir sprungu síðasta kort- erið og þá sást hver munurinn er á liðinum. Ég vill helst ekki vera með neinar yfirlýsingar en ég tel nokkuð víst að liðið verði með á heimsmeistaramótinu á Spáni árið 2013,“ sagði Aron sem fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins, nýtti 7 af 8 skotum og gaf margar stoð- sendingar á félaga sína. Ekki með hálfum hug til Hollands Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í byrjunarliðið þar sem Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki tekið þátt í leiknum sökum meiðsla. Bjarki stóð svo virkilega vel og gerði fimm mörk. „Mér líður rosalega vel eftir þennan leik, en þetta var nokk- uð erfið fæðing hjá okkur,“ sagði Bjarki Már eftir leikinn. „Þegar ég frétti að Guðjón Valur myndi ekki spila þennan leik þá fékk ég kvíðakast í svona tíu mín- útur, en fljótlega fór ég bara að einbeita mér að leiknum. Við verð- um að halda áfram okkar striki og erum alls ekkert á leiðinni til Hol- lands með hálfum hug, þetta er ekki alveg búið.“ - sáp Fékk kvíðakast í svona tíu mínútur Bjarki Már Elísson leysti af Guðjón Val Sigurðsson og stóð sig vel í 14 marka sigri íslenska landsliðsins á Hollandi í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM á Spáni. Strákarnir okkar eru komnir með níu tær inn á HM. „Við getum verið mjög sáttir við 14 marka sigur,” sagði Guðmundur landsliðsþjálfari. GÓÐUR Í GÆR Aron Pálmarsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í Höllinni í gær. Hér hefur hann gefið eina af mörgum stoðsendingum á félaga sína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FJÖGURRA STIGA FORSKOT Tahnai Annis og Sandra María Jessen fagna fyrsta marki Þór/KA í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.