Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. júní 2012 11 Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Málið er aldrei einfalt. Málið: orðin sem við notum til að tala saman – og sundur. Sameiningartákn „Þegar kaffið kemur inn / kætist okkar sinni. /Undarlegan yl ég finn / orna sálu minni,“ orti Þor- móður Ísfeld Pálsson um kaffið. Blessað kaffið: það er sjálfur þjóðardrykkurinn. Það fylgir okkur frá morgni til kvölds. Það vekur okkur á morgnana og hjálpar okkur að horfast í augu við amstur komandi dags. Það yljar okkur á köldum stundum. Það róar okkur þegar við erum í uppnámi. Það hressir okkur þegar við erum dáðlaus. Ekkert er hversdagslegra en kaffi; enginn drykkur jafn nátengdur dagsins önn í lífi venjulegs Íslendings. Þetta er drykkur stundarinnar milli stríða. Kaffið er okkar friðar- pípa. „Ætlarðu ekki að kíkja bráðum í kaffi?“ segjum við hvert við annað þegar okkur langar að friðmælast eða tengja aftur rofin bönd; við ræðum málin yfir kaffibolla. Slík unaðssæla fylgir áhrifunum að það er óhugsandi að vera í vondu skapi að drekka kaffi. Kaffið er sameiningartákn íslensku þjóðarinnar – það færir okkur saman. Þetta er drykkur samræðu og sáttar, þar fylgir vinátta vellíðan. Hvernig viltu hafa kaffið? Það segir sína sögu um manninn: fólk sem fær sér mjólk í kaffið vill mýkja bragðið, er makráð- ara og skrautgjarnara en þau hin sem drekka kaffið svart og sykurlaust – umbúðalaust – stælalaust. Fólk sem drekkur uppáhelling – helst kaffi með þessu gamla moldarbragði sem við kennum við Braga (guð skáldskapar) vill ekkert pjatt og hugsar fyrst og fremst um notagildi matar og drykkjar, að þetta virki eins og það á að virka – og hver segir að þetta þurfi að vera eitthvað bragð- gott líka? – og svo eru sumir sem hafa sterkar skoðanir á því hvernig uppáhellingurinn fari fram, allt frá hitastigi vatns- ins til þess hvernig kúrfan á kaffinu í trektinni skuli vera. Kaffið talar. Að kaffibollan- um drukknum er saga þín skráð handa þeim sem lesa kann. Þar eru ferðalög, giftingar, fjall- göngur, barnalán og dauðsföll – gæfa og ólán. Það er engin hégómaiðja að drekka kaffi með annarri manneskju. Maður er að samneyta henni, deila með henni líðandi og komandi stund- um – lífi sínu. Sundrungartákn Ásökunin er þessi: þú vilt ekki drekka með mér kaffi; vilt bara drekka þitt útlenska kaffi með heiti sem ég fatta ekki. Þú býrð til eitthvað ókunnuglegt úr því kunnuglegasta af öllu. Er hægt að hugsa sér meiri uppskafn- ingshátt? Café latte er eintómt pjatt. Það er tákn um yfirborðs- mennsku og merkilegheit. Það er drykkur þess sem leitar út en ekki inn, leitar að sjálfsmynd sinni í evrópskri menningu í stað þess að finna hana inni í sér, í stuðlum og höfuðstöfum, pelastikki og bragðvondu kaffi. Það er drykkur þess sem yfirgaf. Þess sem segir: ég er kominn lengra en þú, drekk öðruvísi kaffi en þú; það heitir útlensku nafni sem þú skilur ekki og það er mjög fínt. Caffé latte er drykkur froðusnakks- ins, enda einkum mjólkurfroða og ekkert inntak; það er drykk- ur letingjans, maður verður saddur og latur af því að drekka það en ekki hress og æstur í að fara að djöflast. Nei nei. Þetta er í raun og veru alþýðlegt mjólkurkaffi drukkið úr glasi, eins og maður man eftir í sveitinni þar sem kexi var dýft ofan í það. Kaffi sem hefur verið umvafið orðum. Bærinn er skrýt- inn, hann er fullur af orðum. Við brosum yfir mynstrinu sem gert hefur verið á mjólkurfroð- una og súpum svo varlega á og finnum þykka og mjúka froðuna gæla við varirnar og síðan dökkt og bragðmikið kaffibragðið sem leynist þar undir. Við finnum að Reykjavík er alls konar, stund- um meira að segja borg; hér eru núðlustaðir og skóbúðir, snyrti- fræðingar, rapparar og gangandi vegfarendur. Og letingjar. Og fólk sem talar með handasveifl- um, fólk með alls konar göngu- lag, alls konar fólk sem fæddist á alls konar stöðum en á hér heima; alls konar litir og – auðvitað – alls konar orð. Því að útlönd hafa alltaf verið á Íslandi og íslensk menning sem er ekki um leið útlensk menning – hún deyr. AF NETINU „Bara” Árni Johnsen Ekki eru miklar kröfur gerðar til sumra íslenskra þingmanna. Þeim leyfist að opinbera fávisku sína, fordóma, vanþekkingu og rang- hugmyndir, auk þess sem fyllilega er leyfilegt að móðga heilar þjóðir með einhverjum rugluðum heilaspuna. Og það þykir ekki taka því að minnast á það, hvorki í fjölmiðlum né af öðrum þingmönnum þegar boðið er upp á svona bull á Alþingi Íslendinga: „Þýskaland og Frakkland eru þrælabandalög nútímans....” Ég veit að nú munu ýmsir segja: „Æi, þetta var nú bara hann Árni Johnsen. Þú veist hvernig hann er.” Já, reyndar veít ég hvernig Árni Johnsen er. Er það gild afsökun fyrir því að þingmaður fari með ruddalegt rugl eins og þetta? Hefur þessi maður enga sómatilfinningu? blog.eyjan.is/illugi Illugi Jökulsson Vilja lyfta og brenna Börn í dag kunna lítið af leikjum og vilja bara æfa einsog fullorðna fólkið, þau vilja fá að „lyfta“ og „brenna“, þetta hef ég lært af biturri reynslu í gegnum starf mitt með börnum og unglingum. Sú staðreynd að börn segi tæpitungu- laust að þau hafi „borðað óhollt í gær en það sé í lagi þar sem þau brenndu svo miklu“ er sorgleg. Börn, sama á hvaða aldri þau eru eiga ekki að kunna þessi hugtök og hvað þá kunna að tengja þau inn í sitt daglega líf, þarna er komið vandamál sem er alfarið okkur að kenna. pressan.is/pressupennar Fannar Karvel Ekkert er hversdagslegra en kaffi; enginn drykkur jafn nátengdur dagsins önn í lífi venjulegs Íslendings. Þetta er drykkur stundarinnar milli stríða. Kaffið er okkar friðarpípa. „Ætlarðu ekki að kíkja bráðum í kaffi?“ segjum við hvert við annað þegar okkur langar að friðmælast eða tengja aftur rofin bönd; við ræðum málin yfir kaffibolla. FRÁBÆR STAÐSETNING MIÐSVÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU! TIL LEIGU Áhugasamir hafi samband við Stein Jóhannsson í síma 842-4909 eða í tölvupóstfangið steinnj@smaragardur.is. Smáragarður, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, sími 585 2900, www.smaragardur.is Frábærlega staðsett atvinnuhúsnæði í Breiddinni Kópavogi. 500 – 1800 m2 rými við Skemmuveg 2, neðri hæð, þar sem áður var lagnadeild BYKO. Húsnæðið hentar vel fyrir lager eða verslun. Latte og annað pjatt Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.