Fréttablaðið - 18.06.2012, Qupperneq 2
18. júní 2012 MÁNUDAGUR2
Steinar Berg, ertu nokkuð að
plata?
„Nei, en þetta er góð plata.“
Steinar Berg Ísleifsson gefur í fyrsta
sinn út eigin plötu með hljómsveitinni
Grasösnum. Steinar Berg hefur áður gefið
út hundruð platna annarra listamanna.
NÝSKÖPUN Landhelgisgæslan og
Fiskistofa hafa frá því í vor unnið
að eftirliti með veiðum skipa á
Breiðafirði. Til þess er nýttur bátur
sem Landhelgisgæslan hefur í próf-
unum fyrir íslenska nýsköpunar-
fyrirtækið OK Hull, sem hefur sótt
um einkaleyfi á nýju skrokklagi
sem fyrirtækið hefur þróað allt frá
2005.
Á Breiðafirði hefur smábátum
fjölgað mikið með tilkomu strand-
veiða og mun meiri sókn er á grá-
sleppuveiðar. Á undanförnum
dögum hafa hundruð báta verið á
sjó innan íslenska hafsvæðisins og
var met sett síðastliðinn miðviku-
dag þegar samtals 1.180 skip og
bátar voru í fjareftirlitskerfum.
Vegna þessa þótti ástæða til að taka
upp sérstakt eftirlit.
Eftirlitinu er þannig háttað að
eftirlitsmenn Fiskistofu fara um
borð í bátana, fara yfir veiðar-
færi, afla, lögskráningu, samsetn-
ingu afla og afladagbækur en hjá
grásleppubátum er einnig kann-
aður netafjöldi, sem má vera 100
net á hvern lögskráðan skipverja
um borð. Landhelgisgæslan hefur
umsjón með bátnum og leggur til
mannskap og búnað vegna hans.
Það sérstaka við þetta eftirlit er
að á sama tíma tekur Gæslan þátt
í nýsköpunarverkefni með prófun-
um á nýjum bát frá fyrirtækinu OK
Hull.
Íslenska fyrirtækið OK Hull
afhenti nýverið séraðgerða- og
sprengjueyðingasviði LHG frum-
gerð að átta metra harðbotna
slöngubát sem er nýttur til eftirlits-
ins, og verður jafnframt prófaður
við ýmsar aðstæður á næstu mán-
uðum. Að sögn Gæslunnar hefur
báturinn reynst í heildina litið vel
í mjög erfiðum aðstæðum. Tillögur
Landhelgisgæslunnar verða síðar
teknar til greina í framleiðsluferl-
inu. svavar@frettabladid.is
Sinna nýsköpun og
eftirliti á Breiðafirði
Nýsköpunarfyrirtækið OK Hull hefur sótt um einkaleyfi á bátsskrokk sem
nýtist öllum tegundum báta og skipa, stórum sem smáum. Landhelgisgæslan
kemur að nýsköpunarvinnunni með að nýta bát til eftirlits á Breiðafirði.
BÁTURINN FLÓKI Báturinn sem LHG hefur til afnota er ætlaður til björgunar- og
löggæslustarfa. Starfsmenn LHG miðla af áralangri reynslu sinni við að fínpússa
hönnunina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
■ OK Hull er ört vaxandi íslenskt
iðnfyrirtæki sem hefur síðan 2005
unnið að þróun og hönnun á nýrri
tegund bátsskrokks.
■ OK Hull skrokklagið mun nýtast
öllum tegundum báta og skipa,
hvort sem um ræðir skemmtibáta,
vinnubáta, varðskip eða skip til
ferjuflutninga.
■ Sótt hefur verið um einkaleyfi á
hönnun skrokklagsins.
■ Bátar og skip með þessu skrokk-
lagi nota bæði minni orku, höggva
ölduna mun minna, hafa almennt
mýkri hreyfingar og ná meiri
hraða við erfiðar aðstæður. OK
Hull skrokklagið hefur einnig þann
kost að rými um borð er meira
og nýtist betur en á bátum sömu
lengdar.
■ Fyrirtækið mun nú í ár kynna sex
útgáfur fullbúinna sex til fimmtán
metra báta á markaðinn.
■ Framleiðsla fyrirtækisins verður
einkum seld á erlendum mörk-
uðum.
■ Í dag starfa 38 manns hjá
fyrirtækinu við hönnun, prófanir,
smíði og framleiðslu.
■ OK Hull starfar í Kópavogi en
áætlar byggingu 6.000 fermetra
húsnæðis sem mun í framtíðinni
hýsa stærstan hluta starfseminnar.
Nýsköpunarfyrirtækið OK Hull
SÁDÍ-ARABÍA Krónprins Sádi-
Arabíu, Nayef bin Abdul Aziz al-
Saud, lést á laugardaginn í Genf.
Hann var jarðaður í Mekka í
gærkvöldi.
Nayef prins varð krónprins í
fyrra en hann var einnig vara-
forsætisráðherra og innanríkis-
ráðherra landsins. Líklegt er að
Salman bróðir hans taki nú við,
en hann þykir frjálslyndari í
hugsun.
Flogið var með lík Nayefs frá
Genf til Jeddah í gær, en hann
var í læknismeðferð í Genf. - þeb
Lést í Genf á laugardag:
Krónprinsinn
jarðaður í gær
STJÓRNMÁL Viðvarandi óeining
og vantraust á helstu stofnun-
um íslensks samfélags er mikið
áhyggjuefni að mati forsætisráð-
herra. Þetta kom fram í hátíðar-
ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á
Austurvelli í gær.
„Ábyrgðina berum við, kjörnir
fulltrúar þjóðarinnar, og enn sem
komið er hefur okkur mistekist
í þessu mikilvæga verkefni, að
endurvinna traust þjóðarinnar,“
sagði Jóhanna í ávarpi sínu.
Jóhanna sagðist vona að
Alþingi bæri gæfu til að sam-
þykkja frumvarp um nýtt fisk-
veiðistjórnunarkerfi. Sagði hún
að ekkert mætti stöðva framgang
málsins, svo þjóðinni yrði tryggð-
ur „langþráður og sanngjarn
arður af fiskveiðiauð lindinni.“
Forsætisráðherra fjallaði
einnig um að erlendar þjóðir líti
til Íslands og skjóts bata lands-
ins í kjölfar efnahagshrunsins.
Jóhanna nefndi nokkur atriði
sem dæmi um umfangsmiklar
samfélagsbreytingar, sem munu
skipta máli til framtíðar.
„Algjör umskipti hafa orðið
í þróun tekjuskiptingar í átt til
aukins jafnaðar,“ benti Jóhanna
á. „Nú hefur verulega dregið úr
ójöfnuði og er Ísland komið í hóp
ríkustu samfélaga heims þar sem
hvað mestur tekjujöfnuður ríkir.“
Þá nefndi Jóhanna að jafnrétti
kynjanna hafi sjaldan verið betra
hér á landi. Hér sé meirihluti ráð-
herra konur eins og 40 prósent
þingmanna og helmingur ráðu-
neytisstjóra.
- bþh
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af óeiningu og vantrausti á stofnanir Íslands:
Ábyrgðin er hjá stjórnmálamönnum
Á AUSTURVELLI Jóhanna Sigurðardóttir
gaf afdráttarlaust til kynna að helsta
áherslumál stjórnvalda sé nýtt fiskveiði-
stjórnunarkerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Varað við hreindýrum
Vegagerðin vekur athygli ökumanna
sérstaklega á umferð hreindýra við
þjóðvegi á Austurlandi. Að því er fram
kemur á vef Vegagerðarinnar skal við-
hafa sérstaka varúð Eskifjarðarmegin
á Norðfjarðarvegi, í nágrenni Egils-
staða, í Berufirði og við Djúpavog.
UMFERÐARMÁL
Á að tryggja öryggi á sjó
Til umsagnar eru nú hjá innanríkis-
ráðuneytinu drög að reglugerð um
vaktstöð siglinga og eftirlit með
umferð skipa. Markmiðið með
reglugerðinni er að tryggja öruggar
siglingar í íslenskri efnahagslögsögu,
öryggi skipa, farþega og áhafna og
efla varnir gegn mengun sjávar frá
skipum.
ÖRYGGISMÁL
SVISS, AP Kjósendur í Sviss höfn-
uðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu
í gær að fjölga þjóðaratkvæða-
greiðslum í landinu.
Hópur þjóðernissinna vildi
að þjóðaratkvæðagreiðsla færi
fram í hvert skipti sem stjórn-
völd skrifuðu undir alþjóðlega
samninga og sáttmála. Þeir lögðu
því fram þá tillögu til þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Útgönguspár og þau atkvæði
sem talin hafa verið benda þó til
þess að tillagan hafi verið felld
með 75 prósentum atkvæða.
Svisslendingar kjósa nú þegar í
þjóðaratkvæðagreiðslum um sex
sinnum á ári, en þátttakan hefur
farið minnkandi. - þeb
Svisslendingar kusu í gær:
Vilja ekki fleiri
íbúakosningar
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum neyddist til að taka niður
tvo íslenska fána um klukkan
þrjú aðfaranótt 17. júní. Fánarnir
voru sóttir af eigendum sínum
morguninn eftir. Lögreglan bend-
ir fólki á fánalögin þar sem finna
má umgengnisreglur um þjóð-
fánann.
Um tímamörk segja lögin:
„Fána skal eigi draga á stöng fyrr
en klukkan sjö að morgni og skal
hann að jafnaði eigi vera leng-
ur uppi en til sólarlags og aldrei
lengur en til miðnættis.“ - bþh
Fánaeigendur brutu fánalög:
Fáninn við hún
klukkan þrjú
ÍSLENSKI FÁNINN Ekki má draga fána á
stöng fyrr en klukkan sjö að morgni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
BANDARÍKIN, AP Rodney King, sem
varð frægur þegar fjórir lög-
reglumenn í Los Angeles börðu
hann til óbóta,
fannst látinn í
gær. Hann var
47 ára. Ekki er
talið að andlát
hans hafi borið
að með sak-
næmum hætti.
King var
blökkumað-
ur. Myndband
náðist af lög-
reglumönnum að berja hann við
handtöku árið 1991 og vakti það
mikla reiði. Lögreglumennirn-
ir voru sýknaðir af ákæru um
harðræði og í kjölfarið brutust
út gríðarlegar óeirðir. Fimmtíu
manns létust og þúsund slösuð-
ust í þeim.
Tæpum áratug síðar voru
tveir lögreglumannanna dæmdir
fyrir verknaðinn en tveir sýkn-
aðir. King fékk jafnframt 3,8
milljónir dollara í bætur.
- þeb
Virðist hafa drukknað:
Rodney King
fannst látinn
RODNEY KING
SÝRLAND, AP Yfirmaður eftirlits-
sveita Sameinuðu þjóðanna í Sýr-
landi krafðist þess í gær að stríð-
andi fylkingar leyfðu „konum,
börnum, öldruðum og veikum“ að
yfirgefa borgina Homs og önnur
átakasvæði. Degi fyrr hafði hann
tilkynnt að eftirlitsmennirnir
hefðu hætt störfum vegna vaxandi
ofbeldis í landinu.
Robert Mood sagði eftirlitsmenn-
ina hafa reynt að koma óbreyttum
borgurum og særðu fólki út úr
Homs undanfarna viku. Það hafi
ekki tekist vegna þess að hvorki
stjórnvöld né uppreisnarmenn
vildu hætta átökum á meðan. Hann
sagði báða aðila þurfa að endur-
skoða afstöðu sína. „Þetta krefst
vilja beggja til að virða og vernda
líf sýrlensku þjóðarinnar.“
300 eftirlitsmenn og rúmlega 100
aðrir starfsmenn SÞ hafa reynt að
fylgja eftir friðaráætlun Kofi
Annan undanfarið. Friðaráætlun-
in fól meðal annars í sér vopnahlé
sem hefur ekki verið virt. Eftir-
litsmennirnir hafa verið hindrað-
ir í störfum sínum og ráðist hefur
verið að þeim. Því var ákveðið að
hætta aðgerðum í bili, en það verð-
ur endurmetið á hverjum degi. - þeb
Sameinuðu þjóðirnar vilja að stríðandi fylkingar geri stutt vopnahlé í Homs:
Hleypi almennum borgurum út
EFTIRLITSMENN Eftirlitsmenn við
komuna frá al-Haffa til Damaskus á
laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS