Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 4
18. júní 2012 MÁNUDAGUR4 Telur þú að takmarka eigi fjölda kjörtímabila sem forseti getur setið? KÖNNUN Sex af hverjum tíu kjósendum, um 60,6 prósent, vilja takmarka þann tíma sem einn einstaklingur getur setið í emb- ætti forseta Íslands, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var 13. og 14. júní. Alls sögðust 39,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku til spurningarinnar ekki vilja nein takmörk. Um 4,2 prósent vildu tak- marka setuna við eitt kjörtímabil og 19,1 prósent við tvö. Þá sögðust 27,4 prósent vilja draga mörkin eftir þrjú kjörtímabil og 8,7 prósent við fjögur. Þá sögðust 1,2 prósent vilja takmarka setu í embættinu við fimm eða fleiri kjörtímabil. Mikill munur var á afstöðu þeirra sem svöruðu spurningunni eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Þannig sögð- ust um 57 prósent stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar ekki vilja takmarka fjölda kjörtímabila, en fimmtán prósent stuðningsmanna Þóru Arnórsdóttur. Hringt var í 2.461 manns þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðviku- daginn 13. júní og fimmtudaginn 14. júní. Þátttakendur voru valdir með slembi úrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Telur þú að takmarka eigi fjölda kjörtímabila sem forseti getur setið? Alls tóku 87,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. - bj Sex af hverjum tíu vilja takmarka setu í embætti forseta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2: Stuðningsmenn Ólafs vilja síður takmörk Fjöldi kjörtímabila ■ Já, við fimm kjörtímabil 1,2% ■ Já, við fjögur kjörtímab. 8,7% ■ Nei 39,4% ■ Já, við eitt kjörtímab. 4,2% ■ Já, við þrjú kjörtímabil 27,4% ■ Já, við tvö kjörtímabil 19,1% HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 13. OG 14. JÚNÍ 2012 (fullt verð: 28.900 kr.) VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta er of stór dagur fyrir Ísland“, segir Ólafía Sveinsdóttir, deildarstjóri ferða- skrifstofunnar Atlantik, sem hefur með höndum alla umsýslu fyrir um 7.500 ferðamenn auk áhafna þriggja skemmtiferðaskipa sem koma til landsins í dag. Alls koma fjögur farþegaskip til Reykjavíkur nú fyrir hádegi, en aldrei fyrr hafa svo mörg far- þegaskip komið til hafnar sama dag. Farþegar skipanna fjögurra losa áttunda þúsundið auk áhafna skipanna sem eru um þrjú þúsund manns. Þá lenda í dag 40 farþega- þotur á Keflavíkurflugvelli með tæplega átta þúsund farþega, sam- kvæmt upplýsingum frá Isavia. „Það er komið vel á annað ár síðan við hófum undirbúning fyrir 18. júní 2012,“ segir Ólafía. „Þetta er mikið púsluspil, þó það megi segja að það sé kostur að stærsti hlutinn sé á einni hendi. Við getum stjórnað umferðinni og tímasett ferðir svo ekki verði árekstrar. Við getum komið í veg fyrir að ekki verði yfirfullt á vissum stöðum og getum tímasett matar- og kaffi- tíma, heimsóknir á söfn og aðra afþreyingu.“ 80% þeirra 7.500 farþega skip- anna þriggja sem Atlantik þjónust- ar ætlar í skipulagðar ferðir í dag, og tölfræðin talar sínu máli um þau tækifæri sem íslensk ferðaþjónusta hefur með stöðugri fjölgun þessa hóps ferðamanna. Atlantik hefur bókað 105 rútur fyrir daginn og þrjátíu jeppabif- reiðar. Einnig fjölmargar litlar rútur til styttri ferða á milli hafn- ar og miðbæjar Reykjavíkur. Eins kjósa margir farþegar að ferðast með leigubílum. 2.500 manns ætla á Gullfoss og Geysi en skipuleggja þarf matar- og kaffiveitingar bæði í hádegis- og kvöldmat. Hundr- að ætla í ferð á Langjökul og fjöl- margir í hvalaskoðun. Stór hópur ætlar í útsýnisflug og aðrir ferðast um Reykjanes. Þó aðeins lítill hluti áhafnar skipanna fari í land þá telur það hratt þegar nokkur hundruð manns fara í styttri bæjarferðir, en eins er mjög vinsælt meðal áhafna skip- anna að kíkja í Bláa lónið. „Við skulum svo ekki gleyma því að þessi skip mörg hver koma við á Akureyri, Ísafirði og öðrum höfnum hérlendis. Því eru margir þessir farþegar að dvelja hér tvo til þrjá daga og kaupgeta þeirra er yfirleitt mikil,“ segir Ólafía. Eftir stutta eftirgrennslan Fréttablaðsins má áætla að hver ferðamaður af skemmtiferðaskipi verji um tíu til tólf þúsund krón- um daginn sem hann dvelur hér á landi. Bara í dag er innspýtingin 100 milljónir frá farþegum skip- anna, varlega áætlað. Hafnasamband Íslands áætlaði í könnun fyrir árið 2009 að gjald- eyristekjur af 74 þúsund ferða- mönnum og starfsfólki skemmti- ferðaskipa það ár hafi numið þremur milljörðum króna að hafn- argjöldum meðtöldum. Þá er önnur umsýsla ótalin; vistir, varahlutir, olíukaup og önnur þjónusta. Áætl- anir ferðaþjónustunnar gera ráð fyrir að farþegar skipanna verði um hundrað þúsund í sumar. svavar@frettabladid.is Risadagur í ferðaþjónustu reynir á þolmörk landsins Fimmtán til tuttugu þúsund ferðamenn koma til landsins með fjórum skemmtiferðaskipum og 40 farþega- þotum á næstu klukkutímum. Gjaldeyristekjur af dagdvöl skemmtiferðaskipa skiptir milljörðum í sumar. AUFÚSUGESTIR Þegar allt er talið gefa farþegaskipin milljarða innspýtingu inn í íslensk efnahagslíf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Margir þessir farþegar dvelja hér tvo til þrjá daga. ÓLAFÍA SVEINSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI HJÁ ATLANTIK VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 30° 30° 19° 26° 29° 20° 20° 26° 20° 25° 23° 32° 18° 21° 19° 17° Á MORGUN Hæg vestlæg átt. MIÐVIKUDAGUR Hæg SV-læg eða breytileg átt. 12 12 13 11 10 8 11 5 13 10 12 3 2 2 2 3 2 4 2 2 6 3 8 8 10 11 10 11 12 12 12 12 MILT OG STILLT Vikan einkennist af fremur hægum vindi og mildu veðri. Áfram líkur á síðdegisskúrum víða um land eink- um á miðvikudag- inn. Litlar breyting- ar í vændum fram á helgi. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FRAKKLAND, AP Sósíalistaflokk- urinn getur myndað hreinan meirihluta í neðri deild franska þingsins samkvæmt útgöngu- spám. Samkvæmt spánum hlaut flokkurinn, sem er flokkur Francois Holl- ande forseta, 312 af 577 þing- sætum. Ef útgöngu- spárnar ganga eftir þurfa sósíalistar ekki að reiða sig á stuðning frá öðrum flokkum. Það skiptir miklu máli fyrir Hollande, sem mun með þessu hafa stuðning meirihluta þingsins. Hollande hefur lofað að fjölga opinberum starfsmönnum og beita sér fyrir breytingum á björgunaráætlunum Evrópusam- bandsins, svo þær snúist í aukn- um mæli um hagvöxt en ekki niðurskurð. - þeb Útgönguspár í Frakklandi: Sósíalistar ná meirihluta í Frakklandi Sprengja í Kópavogi Öflugur skoteldur sprakk í Selbrekku í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir bíl og sprengd þar. Engin meiðsl urðu á fólki. Litlar skemmdir urðu á bílnum en rúða í nágrenninu sprakk við hvellinn. LÖGREGLUMÁL Þór í Færeyjum Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar í lok vikunnar og var samstarfsaðilum Landhelgisgæslunnar, Íslendinga- félaginu og almenningi boðið að skoða skipið. Um 570 manns komu um borð. Talsvert var fjallað um komu skipsins í færeyskum fjölmiðlum. UTANRÍKISMÁL FRANCOIS HOLLANDE GENGIÐ 15.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,5323 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,34 126,94 196,43 197,39 159,32 160,22 21,437 21,563 21,209 21,333 18,040 18,146 1,6042 1,6136 191,92 193,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.