Fréttablaðið - 18.06.2012, Qupperneq 6
18. júní 2012 MÁNUDAGUR6
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
46
40
7
E
N
N
E
M
TVÆR NÝJARBRAGÐTEGUNDIR
Klæjar þig og svíður
á milli tánna?
Þá gætir þú verið
með fótsvepp!Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á
fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri
eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að
bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann.
Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi:
Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
– drepur fótsveppinn, þarf aðeins að bera á einu sinni
15%
afslátturGildir í verslunum Lyfju. Gildir í júní
Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds
Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast
glæsilegt grill.
ER
VINN
INGS
SKÍFA
Í PAK
KANU
M
ÞÍNU
M?
VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT
WEBER GRILL?
2 x Weber E310
kr. 132.990
28 x Weber Smokey Joe
kr. 16.950
Ert þú sátt(ur) við störf sérstaks
saksóknara?
JÁ 64,7%
NEI 35,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hélst þú upp á þjóðhátíðardag-
inn með einhverjum hætti?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
SAMFÉLAGSMÁL Bóluefni, bætt heilsugæsla
og aukin menntun í heiminum á síðustu
fjörutíu árum hefur dregið úr tíðni barna-
dauða um meira en helming. Alþjóðlegur
fundur um málefnið hófst fyrir helgi í
Washington í Bandaríkjunum.
Á fundinum koma saman fulltrúar frá
meira en áttatíu ríkjum og fjöldi sérfræð-
inga í þeim tilgangi að samhæfa aðgerðir
til að draga enn frekar úr barnadauða.
Ríkis stjórnir Eþíópíu, Indlands og Banda-
ríkjanna leiða fundinn í samstarfi við
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNI-
CEF.
Markmið fundarins er að fá alþjóða-
samfélagið til þess að taka höndum
saman og minnka barnadauða niður í tutt-
ugu af hverjum eitt þúsund lifandi fædd-
um börnum í hverju landi fyrir árið 2035.
Það þýðir að hægt verði að bjarga lífi 45
milljóna barna á næstu 23 árum og færa
heiminn nær því endanlega markmiði að
aftra því að börn deyi af orsökum sem vel
mætti koma í veg fyrir.
Í tilkynningu frá UNICEF kemur fram
að enn látist milljónir barna undir fimm
ára aldri á hverjum degi af orsökum sem
hægt væri að koma í veg fyrir.
Flest eru börnin í sunnanverðri Afríku
og Suður-Asíu. Árið 2010 voru það 57
börnum af hverjum 1.000 lifandi fæddum.
- sv
Fulltrúar 80 ríkja koma saman í Washington til þess að ræða hvernig draga megi úr barnadauða:
Lífi 45 milljóna verði bjargað næstu 23 árin
BARNADAUÐI Enn deyja milljónir barna undir fimm ára aldri á
degi hverjum af orsökum sem hægt er að koma í veg fyrir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akureyri
hafði í nógu að snúast um helgina.
Þar fóru fram árlegir Bíladagar á
vegum Bílaklúbbs Akureyrar.
Á föstudagskvöld varð slys í svo-
kallaðri drift-keppni, eða undan-
rennu, þar sem ökumaður missti
stjórn á bíl sínum og endaði á
öryggisgirðingu og utan brautar.
Áhorfendur meiddust og einn var
fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.
Þrír menn ruddust inn á heimili
á Akureyri og lömdu húsráðanda á
laugardagskvöld. Árásin tengdist
einhverjum deilum á milli aðila.
Húsráðandi slapp með minniháttar
meiðsl. Tilkynnt var um hópslags-
mál á sunnudagsmorgun í miðbæ
Akureyrar. Ölvað fólk fyllti götur
bæjarins þegar skemmtistaðir lok-
uðu. Lögreglan tók tvo fyrir ölvun
við akstur. Annar þeirra ók á staur
og utan í bifreið.
Lögreglan sinnti útköllum vegna
hávaða frá bílaumferð alla helgina.
Talsvert var um spyrnukeppnir á
götum bæjarins og nokkuð um að
menn spóluðu í hringi með tilheyr-
andi hávaða og látum. Milli tíu og
fimmtán manns voru kærðir fyrir
of hraðan akstur. Flestir voru tekn-
ir á þjóðveginum í Öxnadal á leið til
Akureyrar. Sá sem hraðast ók var á
173 kílómetra hraða. - bþh
Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af mörgum vegna óláta á Bíladögum:
Mikill erill hjá lögreglu á Bíladögum
AKUREYRI Fjöldi fólks sækir Akureyrar-
bæ heim í tengslum við Bíladaga.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GRIKKLAND, AP Nýi lýðræðisflokk-
urinn lýsti í gærkvöldi yfir sigri
í grísku þingkosningunum sem
fóru fram í gær. Antonis Samaras,
leiðtogi flokksins, sagði kosninga-
úrslitin sigur fyrir alla Evrópu.
Samaras sagði jafnframt að
Grikkir hefðu kosið að vera áfram
í evrusamstarfinu og segist ætla
að mynda ríkisstjórn eins fljótt og
hægt er. Þegar búið var að telja um
sjötíu prósent atkvæðanna í gær-
kvöldi hafði Nýi lýðræðisflokkur-
inn fengið 30,1 prósent atkvæða en
róttæki vinstriflokkurinn Syriza
26,5 prósent. Sósíalistaflokkur-
inn Pasok hafði fengið tæp þrett-
án prósent. Það þýðir að enginn
flokkur hafði fengið meirihluta
þingsæta.
Nýi lýðræðisflokkurinn og Pasok
munu því reyna að mynda ríkis-
stjórn, en báðir flokkarnir eru
fylgjandi björgunaraðgerðum frá
Evrópusambandinu og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum. Syriza vill
hafna björgunarláni frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum með þeim
niður skurði og skattahækkunum
sem því fylgir.
Allir þessir flokkar eru þó
hlynntir veru Grikklands í Evrópu-
sambandinu og notkun evrunnar,
en talið var að mögulega þyrfti að
reka Grikki úr evrusamstarfinu
höfnuðu þeir björgunaraðgerðun-
um.
Fylgst hefur verið náið með
kosningunum í Grikklandi, sem
hafa verið taldar mjög mikilvæg-
ar fyrir framtíð evrunnar og sam-
starfsins innan Evrópusambands-
ins. Niðurstöður kosninganna í gær
hafa því að líkindum róað önnur
Evrópuríki og fjármálamarkaði,
að minnsta kosti tímabundið.
„Það verða ekki fleiri ævintýri.
Staða Grikklands innan Evrópu
verður ekki sett í vafa. Fórnir
grísku þjóðarinnar munu koma
landinu aftur í blóma,“ sagði Sam-
aras. Þá sagði hann að Grikkir
myndu standa við skuldbindingar
sínar, sem þykir merkja að hann
vilji drífa í þeim niðurskurði sem
krafist er af ríkinu á þessu ári.
Þjóðverjar sögðu í gærkvöldi að
mögulega myndu Grikkir fá frest
til þess að mæta kröfum.
thorunn@frettabladid.is
Reyna að mynda
meirihlutastjórn
Nýi lýðræðisflokkurinn og sósíalistaflokkurinn Pasok munu reyna að mynda
ríkisstjórn í Grikklandi. Lýðræðisflokkurinn fékk flest atkvæði í kosningunum.
Leiðtogi flokksins sagði niðurstöður kosninganna sigur fyrir alla Evrópu.
ATKVÆÐI GREITT Alexis Tsipras er leiðtogi Syriza, sem verður að líkindum stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á gríska þinginu.
Flokkur hans hlaut rúmlega 26 prósent atkvæða, en hann vildi hætta við björgunaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJÖRKASSINN