Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 10
18. júní 2012 MÁNUDAGUR10
Hollusta í hvelli!
Gamli, góði hafragrauturinn í handhægu máli sem auðvelt
er að grípa með sér hvert sem er. Þú bætir við heitu vatni
og hann er tilbúinn á tveimur mínútum.
1
HRISTA
2
HELLA
3
HRÆRA
4
HINKRA
5
HRÆRA
2
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
2
3
2
3
VERSLUN Lyfjastofnun hefur
ákveðið að endurskoða ákvörð-
un sína um að synja umsókn um
undan þágu fyrir innflutningi á
hampfræjum og hamppróteindufti.
Lyfjastofnun hafði hafnað
umsókninni á grundvelli þess
að vörurnar væru báðar afurðir
kannabisplöntunnar og meðhöndl-
un þeirra óheimil á Íslandi. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Samtökum verslunar og þjónustu.
Samtök verslunar og þjónustu
kærðu fyrri ákvörðun Lyfjastofn-
unar til velferðaráðuneytisins.
Kært var á þeim forsendum að sala
hampfræja og hamppróteindufts
væri leyfileg á erlendum mörkuð-
um og á innri markaði Evrópusam-
bandsins. Enn fremur væri ein-
ungis um að ræða matvörur sem
á engan hátt geta falið í sér eigin-
leika hampplöntunnar. Vörurnar
falla þannig ekki undir löggjöf um
ávana- og fíkniefni.
Á grundvelli þessara athuga-
semda og ábendinga hefur Lyfja-
stofnun ákveðið að endurskoða
fyrri ákvörðun sína. Stofnunin
telur ekki forsendur fyrir því
að fella umræddar vörur undir
ákvæði laga um fíkniefni. - bþh
Samtök verslunar og þjónustu kærðu ákvörðun Lyfjastofnunar til ráðuneytis:
Leyft að selja afurðir kannabisplöntu
SKYLDAR PLÖNTUR Hampfræ og
hamppróteinduft eru vörur unnar úr
kannabisplöntunni.
UMHVERFISMÁL Ný lög um umhverfisábyrgð voru
nýverið samþykkt á Alþingi. Með lögunum er
greiðsluregla umhverfisréttarins, eða
mengunarbótareglan svokallaða, inn-
leidd í íslenskan rétt.
Þetta er sú meginregla að sá sem
veldur mengun bæti umhverfistjón
sem af henni hlýst og beri kostnað
af því. Lögin fela í sér innleiðingu á
tilskipun Evrópusambandsins sem
íslenska ríkinu ber skylda til að
innleiða vegna EES-samningsins.
Með lögunum er í fyrsta
skipti settar hér á landi reglur
um skyldur rekstraraðila sem
ábyrgð bera á umhverfistjóni
sem hlýst af starfsemi þeirra.
Lögin gilda um umhverfis tjón sem
hlýst af ýmissi leyfisskyldri atvinnustarfsemi sem
og yfirvofandi hættu á umhverfistjóni af hennar
völdum. Gildir ábyrgð slíkra rekstr-
araðila óháð því hvort um gáleysi
eða ásetning er að ræða.
Að auki gilda lögin um
umhverfistjón á vernduðum
tegundum og náttúruverndar-
svæðum og yfirvofandi hættu
á slíku tjóni sem rekja má til
annarrar atvinnustarfsemi
en þeirrar sem er leyfis-
skyld, hvort sem það hlýst
af ásetningi eða gáleysi.
Umhverfisstofnun fer
með stjórnsýslu og eftirlit
laganna.
- shá
Skyldur rekstraraðila vegna umhverfistjóns teknar inn í íslenskan rétt:
Mengunarbótareglan innleidd
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Í kvöld á Stöð 2
KANADA Einn lést og þrír slösuðust
þegar svið hrundi fyrir tónleika
með hljómsveitinni Radiohead í
Toronto í Kanada á laugardag.
Sviðið hrundi um klukkustund
áður en svæðið var opnað gestum.
Strax varð ljóst að fólk hefði orðið
undir og kallað á aðstoð. Sá sem
lést var karlmaður á fertugsaldri,
en ekki voru gefnar nánari upp-
lýsingar um hann. Einn hinna
slösuðu er alvarlega meiddur.
Fjörutíu þúsund manns áttu
miða á tónleikana, sem var aflýst
vegna slyssins. - þeb
Hætt við tónleika Radiohead:
Einn lést þegar
sviðið hrundi
1. Hvað heitir nýi tölvuleikurinn
sem von er á frá CCP?
2. Í hvaða hverfi Reykjavíkur hækk-
aði fasteignamat mest?
3. Hvað er merkilegt við Liu Yang?
SVÖRIN
1. DUST 514. 2. Í Þingholtunum. 3. Hún er
fyrsta kínverska konan sem fer út í geim.
EVRÓPUMÁL Margt er líkt með
aðstæðum í íslenskum landbún-
aði nú og stöðu mála í Svíþjóð og
Finnlandi þegar þau lönd sömdu
um inngöngu í Evrópusamband-
ið (ESB) á tíunda áratug síðustu
aldar.
Þetta segir José Manuel Silva
Rodriguez, skrifstofustjóri land-
búnaðarskrifstofu framkvæmda-
stjórnar ESB, í viðtali við Frétta-
blaðið. Silva er staddur hér landi
til að kynna sér aðstæður og ræða
við ráðamenn, hagsmunaaðila og
bændur.
Mikil áhersla hefur verið lögð
á sérstöðu íslensks landbúnaðar í
aðildarviðræðunum. Silva segir að
sérstaða íslensks landbúnaðar sé
margvísleg.
„Aðstæður sem íslenskir
bændur búa við, hvað varðar
loftslag og landslag, eru afar sér-
stæðar. Þar að auki er innlendur
markaður lítill, landið afskekkt
og einangrað og svo er það að öllu
leyti norðan við
62. breiddar-
gráðu.“
Þ a r v í s a r
Silva til sér-
lausnar sem
S v í þj ó ð o g
Finnland fengu
á sínum tíma
og felst í því
að ríkjunum er
heimilt að veita
sérstaka styrki vegna heimskauta-
landbúnaðar, landbúnaðar norðan
við 62. breiddargráðu. Þeir styrk-
ir geta numið allt að 35 prósentum
umfram það sem öðrum aðildar-
ríkjum er heimilt.
Silva tekur þó ekki svo djúpt í
árinni að segja að þær lausnir
megi yfirfæra á Ísland í yfirstand-
andi viðræðum.
„Hverjar aðildarviðræður eru
einstakar þar sem reynt er að ná
sátt milli þarfa ESB og umsóknar-
ríkisins. Þegar samningaviðræð-
ur hefjast um landbúnaðarmál
verða kröfur Íslands skoðaðar í
grunninn. En þar sem við sjáum
margar hliðstæður milli Finn-
lands, Svíþjóðar og Íslands, verða
niður stöður fyrri viðræðna okkur
örugglega innblástur í viðræðun-
um við Ísland.“
Vonir hafa staðið til þess að allir
samningskaflar verði opnaðir
fyrir árslok, og hefur Stefan Füle,
stækkunarstjóri ESB, meðal ann-
ars látið þau orð falla. Silva segir
hins vegar erfitt að spá um slíkt.
„Undirbúningurinn gengur vel
og það myndi senda afar jákvæð
skilaboð, en ýmsu er enn ólokið
bæði hjá Íslandi og ESB. Það er
því ómögulegt að segja nákvæm-
lega fyrir um hvenær viðræður
gætu hafist.“
Ríkjaráðstefna milli Íslands
og ESB verður haldin í Brussel
í lok vikunnar þar sem gera má
ráð fyrir að fleiri samningskaflar
verði opnaðir. thorgils@frettabladid.is
Viðræður við Svía og
Finna verði innblástur
Skrifstofustjóri landbúnaðarmála hjá ESB segir sérstöðu Íslands liggja á mörg-
um sviðum. Margar hliðstæður séu við aðstæður sem Svíar og Finnar fengu sér-
lausnir út á á sínum tíma. Erfitt að segja hvenær landbúnaðarviðræður hefjast.
JOSÉ MANUEL
SILVA RODRIGUEZ
HEFÐBUNDINN LANDBÚNAÐUR José Manuel Silva Rodriguez, skrifstofustjóri landbúnaðarmála hjá framkvæmdastjórn ESB, segir
að sérstaða íslensks landbúnaðar sé margþætt og að vissu leyti hliðstæð við Finnland og Svíþjóð á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?