Fréttablaðið - 18.06.2012, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 18. júní 2012 13
Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við
Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóra í Kópavogi, í síðustu viku.
Þar segir leiðtoginn að 23 pró-
senta launahækkun bæjarfull-
trúa hafi ekki verið launahækk-
un heldur „leiðrétting“. Hann
segir líka að sú eina og hálfa
milljón á mánuði sem honum
hefur tekist að hala sjálfan sig
upp í hljóti að vera eðlileg laun
„miðað við aðra í sambærilegum
stöðum“. Ekki vitum við hverja
hann ber sig saman við en mann
grunar ýmislegt.
Síðan reisir Ármann Kr. Ólafs-
son sér eftirfarandi bautastein í
íslenskri stjórnmálasögu:
„Við skárum niður allskon-
ar lúxus, sameinuðum skóla til
dæmis og hagræddum á ýmsan
hátt – ég man þetta ekki alveg
akkúrat núna enda á leiðinni í
flug.“
Stiglækkandi hækkun
Hann er á leiðinni í flug. Nokkr-
um dögum síðar fékk Ármann
svo einhverja hroðalegustu
útreið sem íslenskur stjórnmála-
maður hefur fengið í seinni tíð
í grein sem rituð var af Skafta
Halldórssyni, kennara í Kópa-
vogi. Skafti hefur staðið í eldlín-
unni við að sameina skóla (lúx-
usinn) á þeim kjörum sem við
vitum að íslenskir stjórnmála-
menn á borð við Ármann Kr.
telja sér sæma að bjóða kenn-
urum upp á og hann útskýrði
í grein sinni þá ómældu vinnu
og erfiði sem það hefur kostað
starfsfólk skólanna að fram-
fylgja hagræðingardyntum
stjórnmálamannanna og krafð-
ist þess í kjölfarið að laun sín
yrðu „leiðrétt“ til samræmis við
hið aukna álag.
Kannski hefur einhver talað
við Ármann. Kannski áttaði
hann sig sjálfur á því að þetta
hljómaði ekki alveg nógu vel
hjá honum – ekki einu sinni þó
að hann væri á leið í flug. Því
að síðan hefur bæjarstjórinn
skrifað grein eftir grein þar sem
launahækkunin – eða leiðrétt-
ingin – fer hríðlækkandi dag
frá degi; úr 23 prósentum niður
í sex og hálft fyrst og var í síð-
ustu grein hans komin niður í
þrjú og hálft prósent og verður
í næstu grein sjálfsagt orðið að
launalækkun.
Við það situr. Hann er á leið-
inni í flug. Sjálfstæðisflokkur-
inn mælist með meira fylgi en
nokkru sinni. Við síðustu kosn-
ingar gerðu Kópavogsbúar að
vísu tilraun til að hafna Sjálf-
stæðisflokknum og allri þeirri
ógnarmiklu steypu sem þeim
flokki fylgir í allri merkingu.
Allt kom fyrir ekki: vinstri
flokkarnir linntu ekki látum
fyrr en þeir höfðu komið Sjálf-
stæðismönnum til valda á ný.
Þannig er það reyndar ekki á
landsvísu. Og það sem meira er.
Aldrei í lýðveldissögunni hefur
Sjálfstæðisflokkurinn og hliðar-
flokkur hans Framsóknarflokk-
urinn verið lengur utan stjórnar.
Og ýmsir teknir að ókyrrast.
En fylgi þeirra meðal almenn-
ings virðist fara sívaxandi enda
fylgja nú loforð um iPad hverj-
um þeim sem tileinkar sér dag-
lega Íslandssöguskrif Morgun-
blaðsins. Allt bendir til þess að
flokkurinn sé á leið í flug. Við
sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi
í framgöngu liðsodda flokksins.
Sérlegir talsmenn Sjálfstæðis-
manna í fjármálasiðferði, þeir
Guðlaugur Þór Þórðarson og
Bjarni Benediktsson, koma hvað
eftir annað í ræðustól Alþingis
sárhneykslaðir og veifandi hönd-
um eins og menn með málstað,
til þess að lýsa yfir vandlætingu
sinni út af framgöngu stjórn-
valda í peningamálum. Allir láta
eins og það sé eðlilegt. Guðlaug-
ur Þór hafði á sínum tíma milli-
göngu um svimandi greiðslur
flokknum til handa – og þáði
sjálfur – frá FL-group og öðrum
fjármálaflugfélögum. Og nú er
hann á leiðinni í flug.
Þeir valsa um sali Alþing-
is eins og þeir stjórni þar
öllu, neita að hleypa málum í
atkvæðagreiðslu nema séu í
samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin
og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar
meirihlutans á Alþingi virðast
ekki hafa í sér einurð til þess að
höggva á þennan hnút og beita
heimildum sem til eru til þess að
knýja fram atkvæðagreiðslu.
Fljúgum hærra
Þetta var annars ekki góð vika
fyrir flokkinn. Úr Keflavík
tóku að berast hryllingssögur af
því hvernig pótintátar flokks-
ins sölsuðu undir sig Sparisjóð
Keflavíkur og notuðu til ævin-
týralegrar fyrirgreiðslu fyrir
sig og sína.
Það var ekki í tómarúmi. Eftir
langvarandi valdatíð Sjálfstæð-
isflokksins var svo komið að
menn voru metnir af því hversu
röskir þeir væru að krækja sér
í fé – hvernig sem að því var
farið, hvaðan sem það kom. Hug-
myndafræðin bak við sparisjóð-
ina var dæmd dauð og úrelt – fé
án hirðis, kallaði Pétur Blöndal
það og hvatti um leið hirðana
til að slátra fénu, steikja það
á teini og éta sjálfir. Þetta var
hugmyndafræði auðhyggju,
sérgæsku, ofstopa, kæruleys-
is, hömluleysis, sjálfumgleði,
græðgi, tillitsleysis, frekju og
hroka. Hún smitaði marga og
augljóslega strákana í Flokkn-
um í Keflavík. Hún var ekki síst
ríkjandi þessi hugmyndafræði
vegna þess að hún átti sér öfluga
útbreiðslumeistara í æðstu emb-
ættum þjóðarinnar sem gáfu
henni lögmæti og réttlætingu.
Og hún er á leiðinni í flug.
Hitt hvort af þessu flugi
verður er svo aftur undir okkur
sjálfum komið.
Vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr
en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum
til valda á ný.
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Í DAG
Á leiðinni í flug AF NETINUÆviráðinn forseti
Smám saman kemst mynd á
baráttuna. Forsetaefnin hafa
fengið meiri kynningu, einkum hjá
Ríkisútvarpinu. Skoðanakannanir
eru ekki eins fjarri veruleikanum
og hingað til hefur verið. Ólafur
Ragnar Grímsson hefur sótt fram
og virðist munu ná endurkjöri.
Kynning forsetaefna hefur ekki lyft
neinu hinna nýju og gerir varla
úr þessu. Við sætum því bara,
að vangefnir kjósendur telja fæst
forsetaefnin nógu sterk. Sennilega
sitjum við uppi með gamlan
forseta gamla og spillta Íslands
næstu fjögur árin. Að minnsta
kosti, ef ekki ævilangt.
jonas.is
Jónas Kristjánsson
Ágrip af sögu hátíðar-
halda 17. júní
Ég sé að víða í bæjum landsins er
slegið upp böllum eða tónleikum.
Kannski er ráð að fara í Hafnarfjörð
eða á Akranes. Það er sagt að nóg
sé að hafa Gay Pride og menn-
ingarnótt, en með fullri virðingu
þá eru þetta ekki þjóhátíðardagar
Íslendinga. Reyndar er það svo
undanfarin ár að sautjándi júní
hefur verið dæmi um prúðmann-
lega framkomu meðan menn-
ingarnótt virðist alltaf leysast upp
í allsherjar drykkju og svínaríi.
Þetta þurfa ekki að vera stór-
tónleikar – slíkar samkomur eru
ofmetnar. Ég man að þegar ég var
strákur voru oftastnær þrjú böll í
bænum á sautjándanum. Á einu
spilaði vinsæl rokkhljómsveit fyrir
unga fólkið, svo var annað þar sem
harmonikkuleikur dunaði.
blog.eyjan.is/silfuregils
Egill Helgason