Fréttablaðið - 18.06.2012, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 18. júní 2012 17
Þökkum
stuðninginn
V E R K E F N I S S T J Ó R N
S Ö F N U N A R I N N A R
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
L
JÓ
S
M
.
R
A
G
N
A
R
T
H
.
Fyrirtæki sem lögðu fram fé
til söfnunarinnar:
365-miðlar
Advania
AFL-sparisjóður
Alcan á Íslandi
Alcoa Fjarðaál
Arion banki
Bergur-Huginn
Bónus
Brauðgerð Kr Jónssonar & Co
Brim
Eggert Kristjánsson
Eimskip Ísland
Eskja
Eyrir Invest
Félag eyfirskra kúabænda
Flugleiðahótel
Fóðurblandan
Gjögur
Guðmundur Runólfsson
Gullberg
Hraðfrystihús Hellissands
Hraðfrystihúsið Gunnvör
Hvalur
Hvíta húsið
Höldur
Icelandair Group
Ísfélag Vestmannaeyja
Íslandsbanki
Íslandspóstur
JÁVERK
Kaupfélag Skagfirðinga
KEA
Kjarnafæði
Kornax
Landsnet
Loðnuvinnslan, Fáskrúðsfirði
Marel Iceland
Mjólkurfélag Reykjavíkur
Mjólkursamsalan
N1
Norðlenska matborðið
Norvík
Oddi
Olíudreifing
Olíuverslun Íslands
Rammi
Rarik
Reitir fasteignafélag
SAH Afurðir
Samherji
Samkaup
Samskip
Samtök atvinnulífsins
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði
Síldarvinnslan
Skinney – Þinganes
Sláturfélag Suðurlands
Suðurverk
VB landbúnaður
Veritas Capital
Vinnslustöðin
Vífilfell
Þorbjörn
Ögurvík
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Auk ofangreindra fyrirtækja lögðu
eftirtaldir einstaklingar fram fé til
söfnunarinnar:
Dagmar Kristín Hannesdóttir
Eiríkur Jónsson
Elsa Sveinsdóttir
Guðjón Snæfeld Magnússon
Guðrún Erna Guðmundsdóttir
Jón Magnússon
Katrín María Magnúsdóttir
Lilja Margrét Möller
Oddný Rafnsdóttir
Stefán Guðmundsson
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Mánudagur 18. júní 2012
➜ Tónlist
20.00 Þýski spunatónlistarmaðurinn
Christoph Schiller og hljómsveitin Fer-
steinn halda tónleika í gamla Bernhöfts-
bakaríi, Bergstaðastræti 14.
21.00 Jussanam og hljómsveit halda
tónleika í Gamla bíói í tilefni af því að
eitt ár er liðið frá því Jussanam fékk
íslenskan ríkisborgararétt. Miðaverð kr.
2.500.
21.00 Tónlistarmennirnir Varði,
Deborah Charles og Grímaldin skemmta
á Café Rosenberg.
21.00 Jussanam Trio spilar brasilískan
djass á Radisson 1919. Aðgangseyrir er
kr. 1.500.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Tríó saxófónleikarans Ósk-
ars Guðjónssonar kemur
fram á næstu tónleikum
djasstónleikaraðarinnar á
KEX Hosteli, Skúlagötu 28,
á morgun. Auk hans skipa
tríóið gítarleikarinn Eðvarð
Lárusson og trommuleikar-
inn Matthías Hemstock.
Tríóið mun meðal annars
flytja eigin útsetningar á
tónlist úr Dýrunum í Hálsa-
skógi eftir Thorbjörn Egner.
Tónleikarnir hefjast klukk-
an 21 og standa í um tvær
klukkustundir með hléi.
Aðgangur er ókeypis.
Óskar á KexinuBækur ★★★ ★★
Kattahirðir í Trékyllisvík
Elísabet Jökulsdóttir
Viti menn
Í hjarta veraldar
Á Ströndum ræður tíminn í öllu
sínu veldi, sá tími sem það tekur
ölduna að falla að landi, skriðuna
að hrynja úr fjallinu, selinn að
stinga upp kollinum, eggið að
klekjast út. Tíminn sem það tekur
að vakna og sofna. Tíminn frá
því ég hafði verið hér síðast og
tíminn þar til ég kæmi aftur.
Tíminn geymdur í hjarta mínu.
(bls. 15)
Í bókinni Kattahirðir í Tré-
kyllisvík segir af ferðalagi höfundar
norður á Strandir til að gæta katta
bróður síns. Inn í frásögnina flétt-
ast upprifjanir frá löngu liðnum
tíma, öðrum heimsóknum þangað
norður, ást og einsemd, skáld-
skap og skemmtilegu fólki. Bókin
skiptist í fimm kafla, einn kaflinn
inniheldur söguna af ferðalaginu
í tíma og rúmi, hinir fjórir eru
ljóð sem spretta upp úr náttúru
og dýralífi, daglegu lífi á hjara
veraldar, fólkinu í hreppnum,
fornum ástum og leit að tilgangi.
Elísabet er einna persónulegust
núskrifandi höfunda á Íslandi. Það
er hennar eigið líf sem hér er til
umfjöllunar og engin fjöður dregin
yfir það. Hún er nokkurs konar
Þórbergur samtímans, kryfur sjálfa
sig og líf sitt, leitar svara við eigin
lífsgátu í gegnum samskipti sín við
fólk og náttúru. Strandirnar eiga
sérstakan stað í hjarta hennar og í
einsemd kyrrðarinnar fer hún með
lesandann í ferðalag um sögu sína
þar í nútíð og samtíð, um leið og
náttúran sjálf, fegurðin og tignin
ráða lögum og lofum í textanum
og lesandinn sér og finnur áhrif
hennar á skáldið, sogast með inn
í þennan heim sem gjarnan er
sagt að sé á hjara veraldar en er
kannski, eins og Elísabet bendir á,
í hjarta veraldar.
Ljóðin eru að mestum hluta
náttúrustemningar og persónulýs-
ingar. Knappar myndir sem varpað
er upp eins og myndum á skjá, án
orðskrúðs og málalenginga:
Alda fellur að
alda fellur frá
í huganum
öldurót.
(Á göngu bls. 42)
Kattahirðir í Trékyllisvík er án
nokkurs vafa besta bók Elísabetar.
Einlægur og hófstilltur texti þar
sem undir krauma ástríður, von-
brigði og gamlar sorgir en um leið
nýr þroski, sátt og sú fullvissa að
lífið sé harla gott, þrátt fyrir allt.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Besta bók Elísabetar.
Einlægur og fallegur texti og
knöpp ljóð með sterku mynd-
máli sem fara með lesandann í
ferðalag inn í hjarta veraldar.
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri var
útnefnd Borgarlistarmaður ársins
2012 við nokkra viðhöfn í Höfða í gær.
Jón Gnarr borgarstjóri veitti Þorgerði
af þessu tilefni ágrafinn stein, heiðurs-
skjal og viðurkenningarfé.
Menningar- og ferðamálaráð útnefn-
ir ár hvert borgarlistamann Reykja-
víkur. Við athöfnina söng Hamra-
hlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar
í Höfða.
Í greinargerð fyrir valinu segir
að Þorgerður hafi unnið ómetanlegt
frumkvöðlastarf í tónlistar- og menn-
ingaruppeldi fólks. Hún stofnaði kór
Menntaskólans við Hamrahlíð árið
1967 og Hamrahlíðarkórinn árið 1982.
Heiðruð fyrir ómetanlegt starf
ÚR HENDI BORGARSTJÓRA Jón Gnarr afhenti Þorgerði Ingólfsdóttur viðurkenn-
ingar fyrir ómetanlegt starf hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL