Fréttablaðið - 18.06.2012, Page 40
18. júní 2012 MÁNUDAGUR20
sport@frettabladid.is
SUND Aðeins fjórir íslenskir sund-
menn eru öruggir með þátttöku-
rétt á Ólympíuleikunum í Lund-
únum í sumar, þar af aðeins tveir
í einstaklingsgreinum. Afar lík-
legt er að fjölga muni í hópnum í
næsta mánuði, þegar Alþjóðasund-
sambandið, FINA, gefur út hvaða
sundmenn sem hafa náð OST-lág-
mörkum (gömlu B-lágmörkin) fá
boð um að keppa á leikunum.
Ein þeirra sem bíður nú og
vonar eftir boði er skriðsunds-
konan Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Hún stefndi að því að ná svoköll-
uðu OQT-lágmarki, sem er það
eina sem tryggir sund-
mönnum öruggan þátt-
tökurétt á leikunum í
sumar, í bæði 50 og 100
m skriðsundi en tókst
ekki. Í raun var hún
talsvert frá lágmarkinu
á þeim mótum sem hún
keppti á á vormánuðum.
„Ég stefndi að því að
synda vel á EM í maí en
ég þurfti að glíma við
veikindi og það tókst
því ekki alveg eins og
ætlað var. Ég varð því að
treysta á tímana sem ég
náði í desember og verð
að vona að það dugi til,“
segir Ragnheiður í sam-
tali við Fréttablaðið.
Bíð bara og vona
Það er mikil og hörð samkeppni
í styttri vegalengdum í skriðsund-
inu og alls ekki víst að tímarnir
dugi Ragnheiði til. En hún er sjálf
bjartsýn. „Fyrstu tölur koma í
vikunni og þá fáum við betri hug-
mynd um mína stöðu. En ég er
mjög bjartsýn. Það er ekki eins og
einhver hefði dáið en margir hafa
talað þannig við mig,“ segir hún og
bætir við:
„Ég hef verið óheppin með heils-
una í ár. Fyrst fékk ég lungnabólgu
og svo veiktist ég á EM sem gerði
það að verkum að ég varð algjör-
lega orkulaus. En ef maður ætlar
að hengja allar sínar tilfinningar
á þetta þá er kannski ekki mikið
annað eftir. Ég er ákveðin og bjart-
sýn – bíð bara og vona og tek svo
því sem að höndum ber.“
Ragnheiður keppti svo á Mare
Nostrum-mótaröðinni í upphafi
mánaðarins eins og margir aðrir
íslenskir sundmenn. En engum
þeirra tókst að ná OQT-lágmarki
þar.
„Ég leit á Mare Nostrum eins
og æfingu fyrir mig. Ég vissi að
ég myndi ekki gera neitt þar, enda
búin að vera veik og orkulítil. En
ég náði að æfa vel þar
og er nú byrjuð að æfa
hér heima eins og að ég
sé að fara á leikana – að
minnsta kosti þangað til
annað kemur í ljós.“
Orðin langþreytt en ekki
hætt
Ragnheiður er 28 ára
gömul og segist hafa
ætlað sér að taka sér frí
frá sundíþróttinni eftir
Ólympíuleikana en að
hún sé þó ekki hætt.
„Ég er orðin þreytt
eins og flestir að þeim
íþróttamönnum sem
hafa verið lengi að. Þessi
langþreyta hafði örugg-
lega sitt að segja varð-
andi veikindi mín. En mér finnst
enn svo gaman að synda og á erf-
itt með að ímynda mér að segja
algjörlega skilið við íþróttina. Ég
er í sprettsundi og þarf því ekki
mikinn tíma til að koma mér aftur
í gang, ef ég held mér í góðu formi.
Það væri því ekkert því til fyrir-
stöðu að keppa aftur eftir tvö, þrjú
eða fjögur ár.“
Ólympíuleikarnir verða settir
föstudaginn 27. júlí næstkomandi
og hefst keppni í sundi degi síðar.
Keppt verður á hverjum degi í alls
átta daga.
eirikur@frettabladid.is
HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR var töluvert frá sínum besta á Norðurlandamóti unglinga
í sjöþraut í Sandnes í Noregi um helgina. Helga Margrét hlaut 5.645 stig en á best 5.878 stig. Helga Margrét
er í kapphlaupi við tímann til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London. Lágmarkið er 5.950 stig en síðasti
dagur til að ná því er 8. júlí.
Ef maður
ætlar að
hengja allar
sínar tilfinn-
ingar á þetta
þá er kannski
ekki mikið
annað eftir.
RAGNHEIÐUR
RAGNARSDÓTTIR
SUNDKONA ÚR KR
Allt um leiki
helgarinnar
er að fi nna á
0-1 Atli Viðar Björnsson (28.), 0-2 Guðjón
Árni Antoníusson (63.), 0-3 Hólmar Örn
Rúnarsson (69.), 1-3 Guðmundur Steinars-
son, víti (71.), 1-4 Atli Guðnason (86.), 2-4
Arnór Ingvi Traustason (92.)
Skot (á mark): 12-11 (6-7)
Varin skot: Ómar 1 - Gunnleifur 4
KEFLAVÍK (4-3-3): Ómar Jóhannsson 4 – Magnús
Þór Magnússon 5, Haraldur Freyr Guðmundsson
6, Gregor Mohar 4, Jóhann Benediktsson 5 –
Arnór Traustason 7, Einar Orri Einarsson 5, Frans
Elvarsson 6 – Jóhann B. Guðmundsson 5 (84.,
Bojan Ljubicic -), Guðmundur Steinarsson 6 (77.,
Ísak Þórðarson), Hilmar Eiðsson 4 (77., Magnús
Þorsteinsson -).
FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 – Guðjón
Antoníusson 7, Guðmann Þórisson 7, Brynjar
Guðmundsson 7, Danny Thomas 6 – Bjarki Gunn-
laugsson 6, Pétur Viðarsson 7, Hólmar Örn Rúnars-
son 8 (75., Emil Pálsson -) – Ólafur Páll Snorrason
7 (82., Albert B. Ingason), Atli Guðnason 8*, Atli
V. Björnsson 7 (86., Jón Ragnar Jónsson -).
Nettó-völlur, áhorf.: 995 Gunnar Jarl Jónsson (6)
2-4 Ekki eins og einhver hefði dáið
Ragnheiður Ragnarsdóttir er bjartsýn á að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum þó svo að hún hafi
verið talsvert frá sínu besta á vormánuðunum. Hún æfir nú eins og að hún sé á leið á leikana í sumar.
VONGÓÐ Ragnheiður Ragnarsdóttir æfir nú eins og að hún sé að fara á leikana í
Lundúnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fjórar íslenskar sundkonur eru öruggar með þátttökurétt á Ólympíuleik-
unum í sumar. Þar af hafa Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman
tryggt sig inn í sínum einstaklingsgreinum en þær eru einnig í boðssunds-
sveitinni sem tókst að komast inn í 4x100 m fjórsund.
Hrafnhildur Lúthersdóttir er líka í sveitinni og nánast öruggt
að hún komist inn í 200 m bringusund og á hún einnig
góðan möguleika í 100 m bringusundi, enda tímar hennar
í greinunum rétt utan við OQT-lágmörkin. Eva Hannesar-
dóttir, skriðsundskonan í boðsundinu, á hins vegar minni
möguleika í sínum greinum og þá er nánast útilokað að
Erla Dögg Haraldsdóttir komist inn.
Enginn karl hefur náð OQT-lágmarki fyrir leikana.
En Jakob Jóhann Sveinsson (100 m bringusund) og
Anton Sveinn McKee (1500 m skriðsund) hafa komist
næst því og eiga að sögn Harðar Oddfríðarsonar,
formanns Sundsambands Íslands, fína möguleika
á sæti á leikunum. Árni Már Árnason kemur einnig
til greina en á minni möguleika, þrátt fyrir ágætan
tíma í 50 m skriðsundi.
Líklegasta niðurstaðan er að 5-7 íslenskir
sundmenn verði á Ólympíuleikunum í sumar.
Jakob og Anton komast líklega inn
1-0 Rafn Andri Haraldsson (75.), 2-0 Guð-
mundur Pétursson (93.).
Skot (á mark): 10-7 (7-2)
Varin skot: Ingvar 2 - Óskar 4
BREIÐABLIK (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 – Gísli Páll
Helgason 5, Sverrir Ingi Ingason 5, Renee Troost
5, Kristinn Jónsson 6 – Finnur Orri Margeirsson 7,
Andri Rafn Yeoman 6, Olgeir Sigurgeirsson 4 (75.
Rafn Andri Haraldsson -) – Haukur Baldvinsson 4
(87. Jökull Elísabetarson -), Petar Rnkovic 5, Árni
Vilhjálmsson 4 (60., Guðmundur Pétursson 8*).
GRINDAVÍK (5-4-1): Óskar Pétursson 4 – Matthías
Örn Friðriksson 4 (46. Paul MacShane 3), Loic
Ondo 4, Ólafur Örn Bjarnason 7, Mikael Edlund 5,
Ray Anthony Jónsson 5 – Marko Valdimar Stefáns-
son 5, Alex Freyr Hilmarsson 4 (88. Scott Ramsay
-), Óli Baldur Bjarnason 5 (56. Pape Faye 4),
Alexander Magnússon 5 – Tomi Ameobi 5.
Kópavogsvöllur, áhorf.: 456 Vilhjálmur Þórarinss. (7)
2-0
1-0 Kjartan Henry Finnbogason, víti (29.),
1-1 Viðar Örn Kjartansson (40.), 2-1 Haukur
Heiðar Hauksson (58.), 3-1 Baldur Sigurðs-
son (88.)
Skot (á mark): 11-11 (5-6)
Varin skot: Hannes Þór 4 - Ismet Duracak 2
KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 7 – Haukur
Heiðar Hauksson 7, Grétar Sigfi nnur Sigurðsson 6,
Rhys Weston 6 (46., Egill Jónsson 6), Guðmundur
Reynir Gunnarsson 6, – Bjarni Guðjónsson 6, Atli
Sigurjónsson 7*, (65., Baldur Sigurðsson 7),
Viktor Bjarki Arnarsson 5 – Þorsteinn Már Ragnars-
son 7 (90., Emil Atlason -), Óskar Örn Hauksson 7,
Kjartan Henry Finnbogason 6.
SELFOSS (4-3-3): Ismet Duracak 5 – Ivar Skjerve
5, Stefán Ragnar Guðlaugsson 6, Endre Ove
Brenne 5, Robert Sandnes 6 – Babacarr Sarr 6,
Jon Andre Royrane 5 (87., Abdoulaye Ndiaye),
Moustapha Cisse 4 (76. Ólafur Karl Finsen -) –
Tómas Leifsson 5 (65., Joe Tillen 5), Jón Daði
Böðvarsson 5, Viðar Örn Kjartansson 7.
KR-völlur, áhorf.: 999 Þorvaldur Árnason (6)
3-1
EM 2012 í fótbolta:
A-RIÐILL
Grikkland - Rússland 1-0
1-0 Giorgios Karagounis (45+.)
Tékkland - Pólland 1-0
1-0 Petr Jirácek (72.)
LOKASTAÐAN
1. Tékkland 3 2 0 1 4-5 6
2. Grikkland 3 1 1 1 3-3 4
3. Rússland 3 1 1 1 5-3 4
4. Pólland 3 0 2 1 2-3 2
B-RIÐILL
Portúgal - Holland 2-1
0-1 Rafael van der Vaart (11.), 1-1 Cristiano
Ronaldo (28.), 2-1 Cristiano Ronaldo (74.)
Danmörk - Þýskaland 1-2
0-1 Lukas Podolski (19.), 1-1 Michael Krohn-Dehli
(24.), 1-2 Lars Bender (80.)
LOKASTAÐAN
1. Þýskaland 3 3 0 0 5-2 9
2. Portúgal 3 2 0 1 4-3 6
3. Danmörk 3 1 0 2 4-5 3
4. Holland 3 0 0 3 1-4 0
Undankeppni HM 2013:
Pólland - Litháen 26-22
Pólland vann samanlagt, 50-39.
Tékkland - Rússland 27-31
Rússland vann samanlagt, 54-49.
Portúgal - Slóvenía 26-27
Slóvenía vann samanlagt, 58-52.
Hvíta-Rússland - Slóvakía 24-25
Hvíta-Rússland vann samanlagt, 50-49.
Austurríki - Makedónía 30-27
Makedónía vann samanlagt, 53-51.
Noregur - Ungverjaland 31-27
Ungverjaland vann samanlagt, 54-52.
Bosnía og Hersegóvína - Þýskaland 33-24
Þýskaland vann samanlagt, 60-57.
Svartfjallaland - Svíþjóð 20-18
Svartfjallaland vann samanlagt, 41-40.
Pepsi-deild karla
FH 7 5 1 1 18-5 16
KR 7 5 1 1 15-9 16
ÍA 7 4 2 1 11-11 14
Stjarnan 7 3 3 1 14-12 12
Breiðablik 7 3 1 3 5-6 10
Valur 7 3 0 4 11-9 9
Fylkir 7 2 3 2 8-14 9
ÍBV 7 2 2 3 12-8 8
Keflavík 7 2 1 4 10-13 7
Selfoss 7 2 1 4 9-13 7
Fram 7 2 0 5 7-10 6
Grindavík 7 0 3 4 10-20 3
Undankeppni HM:
Holland - Ísland 24-32
Mörk Íslands: Alexander Petersson 5, Kári Kristján
Kristjánsson 5, Ólafur Gústafsson 5, Ólafur Bjarki
Ragnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Bjarki Már
Elísson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Þórir Ólafs-
son 2, Vignir Svavarsson 1.
Varin skot: Björgvin Gústavsson 13. Hreiðar Levý
Guðmundsson 4.
ÚRSLIT
HANDBOLTI Íslenska karlalandslið-
ið í handbolta lagði Hollendinga að
velli með átta marka mun ytra á
laugardaginn. Ísland vann leikina
tvo með 22 marka mun samanlagt
og tryggði sér farseðilinn á heims-
meistaramótið á Spáni í janúar.
„Þetta var dálítið svipað og í
fyrri leiknum. Þeir komust í 3-0
og við skoruðum okkar fyrsta
mark ekki fyrr en eftir sjö mínút-
ur. Þeir voru fastir fyrir í vörninni
og markvörðurinn varði vel,“ segir
Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðar-
landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska
liðið leiddi með þremur mörkum í
hálfleik 15-12 og landaði öruggum
átta marka sigri 32-24.
„Þetta var ágætis leikur og við
kláruðum þetta með sóma. Hol-
lendingarnir börðust og við feng-
um góðan leik í undirbúningnum
fyrir Ólympíuleikana,“ segir Óskar
Bjarni.
Koma saman í byrjun júlí
Íslensku landsliðsmennirnir fá nú
frí út mánuðinn en liðið hefur æft
tvisvar á dag undanfarnar tvær
vikur.
„Nú fer hver í sína áttina en með
æfingaáætlun frá Guðmundi. Svo
hittumst við í byrjun júlí og þá
byrjar ballið,“ segir Óskar Bjarni.
Íslenska liðið mun æfa tvisv-
ar á dag í júlí auk þess að spila á
æfingamóti í Frakklandi um miðjan
mánuðinn. Útlit er fyrir að Argent-
ínumenn komi í heimsókn og spili
tvo leiki skömmu fyrir brottför til
London þann 25. júlí. Aðeins fimm-
tán menn verða í Ólympíuhópnum
og segir Óskar Bjarni ljóst að góðir
menn muni sitja eftir með sárt
ennið.
„Sautján leikmenn hafa farið á
önnur stórmót þannig að það verð-
ur krefjandi en skemmtilegt verk-
efni hjá strákunum að komast í
fimmtán manna hópinn,“ segir
Óskar Bjarni.
Allir leikmenn Íslands komu
við sögu í leiknum gegn Hollandi.
Óskar Bjarki segir Ólaf Bjarka
Ragnarsson og Ólaf Gústafsson
hafa nýtt tækifærið sérstaklega
vel. Nafnarnir leystu Arnór Atlason
og Aron Pálmarsson, sem glíma við
meiðsli, af hólmi á vinstri vængn-
um í sókninni.
Noregur og Svíþjóð úr leik
Úrslit úr öðrum leikjum í undan-
keppninni má sjá hér hægra megin
á síðunni. Þjóðverjar sluppu með
skrekkinn gegn Bosníu og Hersegó-
vínu. Norðmenn og Svíar töpuðu og
verða ekki með á Spáni. - ktd
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagði Hollendinga ytra um helgina:
Farseðillinn til Spánar tryggður
KOMNIR TIL SPÁNAR „Strákarnir okkar” tryggðu sér þátttökurétt á enn einu
stórmótinu um helgina. DIENER/LEENA MANHAR