Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 25
LÍFIÐ 29. JÚNÍ 2012 • 7 Nú hefur þú starfað í sjón- varpi. Er það eitthvað sem þú hefur áhuga á að gera í framtíð- inni, jafnvel tengt hestamennsk- unni? Já, ég starfaði þó nokkuð í sjónvarpi með náminu, gerði raun- veruleikaþátt með Bubba Morthens og fleiri góðum fyrir Stöð 2, hesta- þætti með Brynju Þorgeirs fyrir RÚV og tók svo að mér einstaka verk- efni fyrir Skjá einn. Mér hefur allt- af fundist æðislega skemmtilegt og spennandi að starfa í sjónvarpi og gæti vel hugsað mér að gera meira af því í framtíðinni – ef réttu verk- efnin bjóðast. Hver veit nema þau gætu tengst hestamennskunni. Hvað ætlar þú að gera með fjölskyldunni í sumar? Það er eitt- hvað lítið sumarfríið sem nýútskrif- aðir lögfræðingar fá, en við ætlum eins og ég segi að skella okkur í hestaferð eina helgina í júlí. Svo eru nokkrar útilegur planaðar sem og sumarhúsaferðir. Það mætti segja að við fjölskyldan lifum fyrir helgarnar eins og staðan er í dag og planið er því að njóta þeirra sem allra best með stelpunum okkar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Von- andi hamingjusamlega gift, sátt í starfi og með tvö börn í viðbót. Hróarr og Unnur náðu vel saman í myndatökunni. MYNDIR/SIGURJÓN RAGNAR ÍS L E N SK A S IA .IS M S A 5 98 49 0 6/ 12 100% HÁGÆÐA PRÓTEIN HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT. NÝTT Ríkt af mysupróteinum Lífið er æfing - taktu á því Háralitur frá Colour & Care er fastur háralitur sem þekur grá hár og er án ammoníaks, inniheldur Argon olíu sem mýkir hárið. Fæst í heilsuverslunum. WELEDA KYNNIR: til með að geta eilbrigðu og já- g upplifði í hesta- ömmu og pabba.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.