Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. júní 2012 15 Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslensk- an ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir fram- bjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem „sameiningartákn þjóðar- innar“ og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmynd- ir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða. Auðvitað væri það langsótt söguskýring að halda því fram að Ástþór hafi með framboð- um sínum 1996 og 2004 breytt forsetaembættinu. Heiðurinn af þeim breytingum á Ólafur Ragnar Grímsson nokkuð skuld- laust. Hins vegar verður ekki sagt að þær fyrirætlanir Ólafs að virkja völd embættisins og gera það pólitískara hafi verið ljósar í kosningabaráttunni fyrir sextán árum. Þótt vissulega hafi þá eitthvað verið rætt um synj- unarvald forseta og hlutverk hans sem öryggisventils, var athyglin á fortíð Ólafs Ragnars öllu meiri. Sú skoðun að hann væri umdeildur stjórnmála- maður og gæti því ekki ræktað hlutverk sitt sem „sameiningar- tákns“ hafði mun meira vægi í umræðunni en skoðanir hans á valdheimildum embættisins. Enda var ekkert sem benti þá til að þær væru róttækar. Allavega ekkert mjög róttækar miðað við hugmyndir Ástþórs. Forseti til alls Í því litrófi skoðana sem núver- andi forsetaframbjóðendur hafa á hlutverki embættisins væri Ástþór Magnússon eiginlega miðjumaður. Skoðum áherslu- atriði hans. Í fyrsta lagi lofaði hann því að hann myndi vísa umdeildum málum í þjóðarat- kvæði ef hann teldi ekki meiri- hlutavilja fyrir þeim meðal þjóð- arinnar. Mér sýnist bæði Andrea og Ólafur vera nú á svipaðri línu, þ.e.a.s. að málskotsrétt- urinn sé ekki einungis bremsa sem beri að nota í algerri neyð, heldur sé fullkomlega réttlæt- anlegt að nýta hann til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um átakamál. Í öðru lagi vildi Ástþór nota embættið í þágu friðarmála. Það er ekkert nýtt að forsetar hafi sín áherslusvið. Vigdís studdi skógrækt og Ólafur Ragnar not- aði embættið til að (ef við notum hlutlaust orðalag) kynna íslenskt viðskiptalíf á erlendri grundu. Áhersla á hernaðarlegt hlutleysi ætti raunar í okkar stjórnskipan að vera ákveðin af þingstuddri ríkisstjórn en, aftur, sú skoðun að forsetinn hefði talsvert frelsi í mótun eigin utanríkisstefnu virðist nú ekki lengur vera jað- arskoðun meðal frambjóðenda (þ.m.t. sitjandi forseta). Minnst tveir frambjóðendur til forseta virðast þannig hafa sömu eða róttækari hugmynd um valdsvið forseta en Ást- þór hafði árið 1996. Þau ræða um það af fullri alvöru að for- seti geti rofið þing, jafnvel án aðkomu forsætisráðherra. Rætt er um að forseti hafi sjálfstætt vald til að leggja fram frum- vörp fyrir þingið, og sumir telja jafnvel sniðugt að hann geri það. Andrea hefur meira að segja lýst því yfir að hún myndi reka nokkra ráðherra úr ríkisstjórn- inni. Hver veit, kannski munu menn í næstu forsetakosning- um ekki lengur rífast um hvort þetta sé hægt, heldur hvaða ráð- herra hafi verið rétt hjá Ólafi að reka? Breyttar leikreglur breyta leiknum. Í umræðu um fyrri Ice- save-samninginn gerðist það að sumir þingmenn (t.d. Ásmundur Einar) kusu með lögunum um leið og þeir hvöttu forsetann til að hafna þeim. Þingmenn gátu því vísað ábyrgðinni á forsetann og forsetinn gat vísað henni á þjóðina. En kannski hefði for- setinn ekki þurft að grípa til málskotsins ef þingmenn hefðu vitað að ákvörðun þeirra væri sannarlega endanleg? Draumur um bjargvættinn Norðurlöndin virðast ágætis- staður til að búa á. Hið norræna þingræði byggir á sterkum þingum, samsteypustjórnum og ákveðnu jafnvægi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hlutverk þjóðhöfðingja í því kerfi hefur hingað til helst til verið form- legt og þótt annars konar stjórn- kerfi gæti vel gengið þá er það ekki það kerfi sem við á Norður- löndunum höfum búið við. Það er að einhverju leyti skiljanlegt að sumir frambjóðendur vilji, líkt og Ástþór forðum, ná eyrum fólks með því að ætla að virkja flest völd embættisins, auðvitað „til góðs“. Hugmyndin um réttsýnan og valdamikinn forseta kann að vera aðlaðandi. En pössum okkur á því hvers við óskum okkur. Til hamingju með sigurinn, Ástþór Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Í því litrófi skoðana sem núverandi forsetaframbjóðendur hafa á hlutverki embættisins væri Ástþór Magnússon eiginlega miðjumaður. Skoðum áhersluatriði hans. Í fyrsta lagi lofaði hann því að hann myndi vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði ef hann teldi ekki meirihlutavilja fyrir þeim meðal þjóðarinnar. AF NETINU Búin kreppa? Þau eru athyglisverð orð Gylfa Zoëga að kreppan sé búin á Íslandi. Gylfi er sá íslenskur hagfræðingur sem nýtur einna mestrar virðingar. Ísland hefur verið mikið í fréttum síðustu árin og þetta er mjög í samræmi við það sem sagt er um Ísland erlendis – það sem fólk hafði frétt frá Íslandi 2009 var um landið sem hrundi, 2010 var það neiið við Icesave, 2011 voru það eldgos og í ár er aðallega talað og spurt um landið sem er að ná sér betur út úr kreppu en önnur ríki. Fólk verður heldur hissa þegar það heyrir að á Íslandi sitji ein óvinsæl- asta ríkisstjórn allra tíma. Það er spurning hvort hún muni einhvern tíma njóta efnahagsbatans? http://eyjan.pressan.is/silfuregils/ Egill Helgason Styðjum Freyju og hennar fólk Um leið og það hefur vakið óánægju hjá mér að ekki skuli orðið við beiðni blindra og fatlaðra varðandi þann grundvallarrétt að nýta kosninga- rétt sinn lýsi ég yfir sérstakri ánægju minni með frábært starf og baráttu Freyju Haraldsdóttur. Einn hluti þess starfs var unninn í stjórnlagaráði þar sem Freyja vann eitt af afrekum sínum og hafði áhrif. Hún flutti áhrifamikla stefnuræðu á einum fundi ráðsins og vakti aðdáun okkar allra. Nefna má annan fulltrúa í Stjórnlaga- ráði sem vakti aðdáun mína vegna óvenjulegra aðstæðna hans. Það er Erlingur Sigurðarson sem býr við erfiða fötlun að vegna Parkinson- sjúkdóms. Þrátt fyrir þessa erfiðleika vann Erlingur frábært starf í ráðinu. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson ferð.is sími 570 4455 ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað. fljúgðu fyrir minna Úrval af gistingu í boði, sjá nánar á Ferð.is ÍS L E N S K A S IA .I S F E R 6 02 51 0 6/ 12 Ný ferðaskrifstofa á netinuferð.is Alicante Tyrkland verð frá 99.900 kr. Allt innifalið Flugsæti Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherb. með öllu inniföldu. Innifalið: Flug, skattar og gisting. Verð m.v. 2 í tvíbýli frá 119.302 kr. Tyrkland Verð frá 14.900 kr. aðra leiðina með sköttum Vikulegt flug verð frá 23.450 kr. Tyrkland Flug aðra leiðina með sköttum 3. og 13. júlí. Alicante 3.-13. júlí og 13.-24. júlí - bara miklu hlýrra! Sama sól

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.