Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 26
8 • LÍFIÐ 29. JÚNÍ 2012 Lífið tók Díönu Bjarnadóttur, stílista, tali en hún er stílistinn á bak við ljósmynd sem rataði í ítalska Vogue á dögunum en ljósmyndin var tekin fyrir Oroblu-auglýsingu. „Ég er mjög stolt af þessari mynd og að hún hafi komist í Vogue en það var ljósmyndarinn Aldís Páls sem sendi ljósmyndina inn. Þetta er önnur mynd Aldísar sem kemst inn í Vogue sem er mikill heiður fyrir alla þá sem standa að baki myndunum enda velur blaðið aðeins þær myndir sem skara fram úr.“ Hvert er þitt hlutverk almennt sem stílisti? „Sem stílisti ber ég listræna ábyrgð á auglýsinga- myndatökunni og móta hugmyndina að verkefninu með viðskiptavininum og ljósmyndaranum. Einnig tek þátt í vali á fyrirsætum, hárgreiðslufólki og förðunarfræðingi.“ Hvað þarf góður stílisti til að bera? „ Stílisti þarf að hafa ástríðu og þekkingu á tísku og hönnun, frjótt ímyndunarafl og vera skapandi í hugsun og skrefi á undan öðrum þegar kemur að stefnu og straumum tískunnar.“ Hvernig verða hugmyndirnar til? „Yfirleitt fylgi ég tilfinningunni þegar ég vinn verkefni. Hugmynd- irnar koma til mín þegar ég er á ferðinni enda sé ég alls staðar í kringum mig myndefni, hvert sem ég fer; í fólki, náttúrunni, dýrum, börnum, versl- unum, mörkuðum og fólkinu á götunum. Ég er alltaf með myndavél eða iPhone-inn með mér en bestu hugmyndirnar koma þó yfirleitt til mín í svefni, eða undir morgun rétt áður en ég vakna.“ Út frá hverju vannstu í Oroblu-tökunni? „Fyrir Oroblu-myndatökuna var ákveðið að notast við íslenska náttúru, Kate Moss var fyrirmyndin og stemningin útilega. Þegar það kom svo að því að velja ljósmyndara hafði ég tekið eftir efnilegri ungri konu sem var svo til nýkomin heim úr námi en það var einmitt hún Aldís Pálsdóttir. Til að fullkomna myndatökuna og útlitið sem ég var að leitast eftir þurfti ákveðinn fatnað sem er stílistans að finna til. Einnig hafði ég samband við tvo bræður sem eiga fínt safn bifreiða og útileigutækja en þeir voru svo sætir að lána okkur fallega Citröen-bifreið og eld- stæðið sem sést einmitt á myndinni sem birtist í Vogue.“ Díana með son sinn, Mikael Þór. ÍSLENSK LJÓSMYND Í ÍTALSKA VOGUE Myndin sem birtist í Vogue, ljósmyndari Aldís Páls. MYND/EINKASAFN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.