Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 8

Fréttablaðið - 29.06.2012, Side 8
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR8 VEISTU SVARIÐ? STJÓRNMÁL Stefnt er að því að frum- varp að nýjum heildarlögum um málefni útlendinga verði lagt fram á Alþingi í haust. Þetta kom fram á fundi í gær þar sem skýrsla nefnd- ar, sem fjallað hefur um málefni útlendinga utan Evrópska efna- hagssvæðisins, var kynnt. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir tillögurnar sem kynntar voru í gær mjög mikil- vægar. Hann segist vilja að frum- varp verði orðið að lögum fyrir kosningar. „Þetta þýðir að það þyrfti að koma fram í haust, alveg tvímælalaust.“ Hann segir mikil- vægt að skýrslan fari nú í opið umsagnarferli jafnframt því sem hafist verði handa við gerð frum- varps. „Ég held að það væri óráð að skilja þetta að vegna þess að okkur liggur á. Við þurfum að reyna að fá niðurstöðu eins fljótt og hægt er.“ Í tillögum nefndarinnar, sem Halla Gunnarsdóttir stýrði, eru lagðar til ellefu tillögur að breyt- ingum. Fyrir það fyrsta er lagt til að sett verði heildarlög um útlend- inga, sem verði á ábyrgð innan- ríkisráðuneytisins. Hingað til hafa lögin verið tvískipt og atvinnuleyfi heyrt undir velferðarráðuneyti á meðan dvalarleyfi heyra undir innan ríkisráðuneytið. Lagt er til að dvalarleyfis- flokkum verði breytt og réttinda- söfnun útlendinga jöfnuð meðal dvalarleyfishafa. Þannig fái þeir sjálfkrafa atvinnuleyfi nema í undantekningartilvikum skamm- tímadvalarleyfa. Þá verði það megin stefna að útlendingar sem hér hafa dvalarleyfi fái heimild til að fá fjölskyldur sínar til sín. Í málefnum hælisleitenda og flóttamanna er lagt til að lögfest verði bann við refsingum vegna ólöglegrar komu til landsins. Jafn- framt munu fyrstu hælisviðtöl fara fram hjá Útlendingastofnun en ekki lögreglu eins og verið hefur. Að sama skapi leggur nefndin til að stofnuð verði sjálfstæð úrskurðar- nefnd, að minnsta kosti í málefnum hælisleitenda. Þá verði komið á sér- stakri málsmeðferð vegna hælis- leitenda á barnsaldri, og hælisleit- endur eiga að geta valið búsetu sína án þess að það hafi áhrif á þjón- ustuna sem þeir njóta. „Eftir veru mína í ráðuneytinu, ráðuneyti dómsmála og mann- réttinda, hef ég sannfærst um að ef okkur tekst að ráða bót á þeim vanköntum og brotalömum sem er að finna í lagasmíðinni þá væri það eitt mikilvægasta framlag okkar til mannréttindamála sem ég get hugsað mér,“ segir Ögmundur. thorunn@frettabladid.is Mikilvægt framlag til mannréttinda Nefnd um málefni útlendinga utan EES hefur skilað skýrslu með tillögum að breytingum á útlendingalögum. Vill ýmsar breytingar á fyrirkomulagi dvalar- leyfa og komu hælisleitenda til landsins. Frumvarp í haust, segir ráðherra. SKÝRSLAN KYNNT Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra og for- maður nefndarinnar, kynnti tillögur nefndarinnar í gær. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra héldu einnig ávörp. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HAPPDRÆTTI Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, stendur fyrir happdrætti þar sem einn heppinn þátttakandi fær árit- aða treyju Barcelona, knattspyrnu- liðsins katalónska. Knattspyrnulið- ið gaf landsnefndum UNICEF um allan heim treyjur. Aðeins ein er í boði á Íslandi. Fimm Börsungar árituðu treyj- una sem ber merki UNICEF. Þeir eru Gerard Pique, Victor Valdés, Xavi Hernandez, Carles Puyol og David Villa. Tilkynnt verður um vinningshafann í EM-kvöldi á RÚV eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. Hægt er að taka þátt með því að senda smáskilaboð með orðinu „unicef“ í númerið 1900. Hver skilaboð kosta 1.500 krónur og rennur ágóðinn beint til UNICEF. - bþh Happdrætti UNICEF: Börsungar gefa áritaða treyju TREYJAN GÓÐA Hér fær Einar Örn Jónsson treyjuna úr höndum Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur. MYND/UNICEF VIÐSKIPTI D3 miðlar, dótturfélag Senu, hefur fallið frá kaupum á fyrirtækinu Miði.is. Skilyrði Samkeppniseftirlitsins gerðu kaupin óhagstæð fyrir D3 og hefðu ekki skapað þau tækifæri sem stefnt var að með kaupun- um, að sögn fyrirtækisins. „D3 er nýsköpunarfyrirtæki sem miðlar afþreyingu á netinu til Íslendinga og stendur frammi fyrir mikilli samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Apple, Amazon, Netflix og Spotify,“ segir í tilkynningu frá Engilbert Hafsteinssyni, framkvæmdastóra D3. Með kaupum á Miða.is var ætlunin að skapa íslenskt mótvægi við erlendu afþreyingarveiturnar. - sv Kaupin metin óhagstæð: D3 hættir við kaup á fyrir- tækinu Miði.is 1. Í hvaða bæjarfélagi á höfuð- borgarsvæðinu eru flestir á biðlista eftir félagslegum íbúðum? 2. Hvað heitir ný bók Hugleiks Dagssonar? 3. Hvaða lið slógu Spánverjar út í undanúrslitum EM í knattspyrnu? SVÖR: 1. Kópavogur 2. Enn fleiri íslensk dægurlög 3. Lið Portúgala Ferðamaður þakklátur Lögreglan fékk heimsókn niðurlútrar konu á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær. Hún hafði týnt myndbands- upptökuvél sinni. Hún kættist þó við að heyra að klukkustund áður hefði samviskusamur borgari fundið vélina á Austurvelli og komið í hendur lögreglu. LÖGREGLUMÁL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.