Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 22
4 • LÍFIÐ 29. JÚNÍ 2012 UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR ALDUR: 28 ára. STARF: Lögfræðingur hjá Íslensku lögfræðistofunni. MENNTUN: Meistarapróf í lögfræði. MAKI: Pétur Rúnar Heimisson. BÖRN: Erla Rún og Lilja Karitas Pétursdætur. LÍFSTÍLL: Lifi heilbrigðu og hamingju- sömu fjölskyldulífi. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir upp- lifði sitt fyrsta landsmót að- eins tólf ára gömul og hefur hún haft mikla unun af öllu sem tengist hestamennsku síðan þá. Það lá því vel við að hitta Unni á Landsmóti hestamanna sem haldið er í Víðidal í ár. Hver er þín fyrsta reynsla (minn- ing) af hestamennskunni? Ég á óteljandi minningar úr hesta- mennskunni og geri mér litla eða enga grein fyrir því hverjar eru þær fyrstu. Svo mikinn tíma og rúm hefur hestamennskan tekið í mínu lífi síðan ég man eftir mér. Ég man þó eftir fyrsta hestinum sem ég byrjaði almennilega að brúka og keppa á, Garpi frá Skollagróf. Á honum fór ég fyrstu alvöru útreið- artúrana ásamt því að keppa á inn- anfélagsmótum hjá hestamanna- félaginu Fáki. Garpur reyndist okkur fjölskyldunni afskaplega vel, var barnvænn og þægur fjölskyldu- hestur og mikill töltari. Hvenær fórstu fyrst á landsmót og hvernig var upplifunin? Mitt fyrsta stórmót var fjórðungsmót 1996 á Gaddstaðaflötum á Hellu. Það var þá nánast eins og lands- mót en fyrir árið 1998 var landsmót- ið aðeins haldið á fjögurra ára fresti og fjórðungsmót þess á milli, einnig á fjögurra ára fresti. Ég keppti í barnaflokki á fjórðungsmótinu 1996 og gekk stórvel, endaði í 2. sæti á hryssunni Svertu frá Stokkhólma og stoltið var mikið. Það var þó einn maður sem var nánast stoltari en ég en það var hinn margfrægi hesta- maður Hafliði Halldórsson sem hafði verið plataður af mömmu og pabba til að taka okkur Svertu í smá þjálfun fyrir þetta mót. Gelgju- tilburðir snemma á unglingsárunum gerðu það nefnilega að verkum að mér þótti erfiðara að taka tiltali og leiðbeiningum frá foreldrum mínum heldur en öðrum. Hafliði var frábær en strangur þjálfari og hittumst við í Víðidalnum alla daga sama hvernig viðraði og fórum í gegnum alls konar æfingar. Þar á meðal voru jafnvægisæfingar þar sem hann setti merina í langa tauma og mig hnakklausa á bak og hljóp á eftir okkur um hesthúsa- hverfið. Þá spennti hann léttikerru á merina og sat sjálfur í kerrunni og keyrði um á meðan ég dinglaði hnakklaus á merinni sjálfri. Hesta- menn í hverfinu ráku upp stór augu og hvorki fyrr né síðar, svo ég viti til, hafa slíkar aðferðir verið notaðar. En þær skiluðu sér svo sannarlega og kann ég Hafliða bestu þakkir fyrir. Hann kenndi mér margt og mikið og gerði mig að þeim öfluga reiðmanni sem ég var á mínum yngri árum. Eftir fjórðungsmót 96 varð ekki aftur snúið og áhuginn meiri en Ég, tólf ára, og mamma að taka þátt í firmakeppni Fáks árið 1996. Unnur og Hrafn frá Ríp á landsmóti 1998, á Melgerði smelum. MYNDIR/EINKASAFN Unnur og Hróarr frá Vatnsleysu á landsmóti í Víðidal. MYNDIR/SIGURJÓN RAGNARFramhald á síðu 6 Unnur og Hafliði Halldórsson, fjórðungsmót 1996. NÁNDIN OG SAMSPILIÐ VIÐ HESTINN ER ENGU LÍKT Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.