Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 2
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR2
MANNLÍF Árið 2007 var Bjórsetur Íslands sett á lagg-
irnar á Hólum í Hjaltadal og síðan þá hefur starf-
semi þess vaxið fiskur um hrygg. Nú er setrið
komið með vínveitingaleyfi og bruggleyfi og oft er
fjölmennt á vikulegum samkundum á barnum sem
hefur verið komið fyrir í húsnæði sem áður var íbúð
fjósamannsins á Hólum.
Bjórinn sem bruggaður er á Hólum kallast
Vestur fari en Bjarni Kristófer Kristjánsson, for-
maður setursins, segir að nú íhugi menn að brugga
eins konar biskupabjór. „Þá mætti til dæmis
brugga hveitibjór og kalla hann Guðmund góða,“
segir hann kankvís. „Þá væri líka alveg borðleggj-
andi að brugga dökkan og ramman bjór sem kalla
mætti Gottskálk grimma. Þá kom það líka til tals
að brugga svona enskt öl sem er rautt og þá færi vel
á því að kalla það Jón Arason því þessi bjór er yfir-
leitt hauslaus. En við skulum sjá, við bíðum eftir því
að það komi nýr biskup á Hóla og athugum þá hvort
þessi hugmynd hljóti blessun.“
Bjarni Kristófer segir að takmarkið með setrinu
hafi fyrst og fremst verið að drekka góðan bjór en
segir það afar skemmtilegt hvernig það hefur greitt
fyrir samneyti bænda og fræðimanna á svæðinu. Í
september verður svo slegið til mikillar bjórveislu
en þá verður hið árlega Hólasumbl haldið með
pompi og prakt. Svo það verður kannski einhver
hamagangur á Hólum.
Bændur og fræðimenn skála í Bjórsetri Íslands á Hólum í Hjaltadal:
Vilja brugga biskupabjóra
TVEIR AF FORSPRÖKKUM SETURSINS AÐ SUMBLI Hér eru þeir
Bjarni Kristófer Kristjánsson og Broddi Reyr Hansen að skrafa
yfir krúsum á barnum í Bjórsetrinu.
SPURNING DAGSINS
Haukur, eiga Rússar ekki hauk
í horni?
„Jú, jú og fréttahauk og ekkifrétta-
mann.“
Haukur Hauksson stjórnmálafræðingur
hefur búið í Rússlandi í meira en tvo
áratugi. Hann ræddi um afstöðu Rússa í
Sýrlandsdeilunni í Fréttablaðinu í gær.
FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
VERSLUNARMANNAHELGI Strætó fór
fjórar aukaferðir austur að Land-
eyjahöfn með þjóðhátíðargesti á
leið í Herjólf í gær. Samkvæmt
upplýsingum frá Strætó hafa
ferðirnar verið almennt vel sóttar
og fullt hefur verið í nokkrar.
Leið 52 ekur milli Reykja víkur
og Landeyjahafnar dag hvern en
Strætó hefur fjölgað ferðum í
takt við fjölgun ferða Herjólfs
til Vestmannaeyja.
„Það hafa verið um það bil þrjá-
tíu manns í hverri ferð, sýnist
mér,“ segir Hilmir Kolbeins, þjón-
ustufulltrúi hjá Strætó. Hann segir
fleiri hafa verið með í gær en
daginn áður. „Við erum ekki með
aukaferðir í dag heldur ökum við
bara eftir áætlun.“
Ungmennum, sem voru á leið til
Vestmannaeyja, leist vel á farar-
skjótann en fannst það skjóta
skökku við að fara í strætó á
Þjóðhátíð í Eyjum. „Það er alveg
frekar grillað en ég held að það
verði mjög mikil stemning,“
sagði Melkorka Kormáksdóttir,
sautján ára, sem sat í strætóskýli
í Mjóddinni, ásamt vinkonu sinni
Berglindi Björk Kristjánsdóttur,
áður en vagninn fór. Þær eru að
fara á Þjóðhátíð í fyrsta sinn og
hlakka mjög mikið til enda hátíðin
margrómuð meðal íslenskra ung-
menna sem eitt skemmtilegasta
djamm sumarsins.
„Við höfum ekki farið í strætó
til Eyja áður,“ sagði hinn tvítugi
Bjarki Björgvinsson, en hann
og ferðafélagar hans, þau Ísold
Antons dóttir, Almar Þorleifsson og
Arnar Már Kjartansson, ætla að fá
að tjalda í garði hjá fúsum heima-
manni. Ísold verður í íbúð með vin-
konum sínum sem þær hafa leigt.
„Ég veit eiginlega ekki af
hverju ég er að gista í íbúð því
maður á eftir að vera bara í
dalnum,“ sagði Ísold. „Það vill
enginn geyma dótið sitt þar en
það vilja allir vera þar.“
Strætó mun aka nokkrar auka-
ferðir frá Landeyjahöfn á mánu-
dag og þriðjudag. Hilmir hvetur
þá ferðalanga sem hafa hug á
að ferðast með Strætó frá Land-
eyjum á mánudag að panta sér
miða því sætin séu nú þegar
eftir sótt. „Við erum nú þegar
búin að bæta við einum auka-
vagni og það er spurning hversu
mörgum við getum bætt við til
viðbótar,“ segir Hilmir.
birgirh@frettabladid.is
„Frekar grillað“ að
fara í strætó til Eyja
Strætó fjölgaði aukaferðum að Landeyjahöfn í gær og fer fleiri aukaferðir frá
Landeyjum á mánudag. Ferðirnar eru vel sóttar, segir þjónustufulltrúi Strætó.
Allir hlökkuðu mikið til Þjóðhátíðar þegar lagt var í hann frá Mjóddinni.
VEL HLAÐIN VEIGUM Þau Ísold, Almar, Arnar Már og Bjarki ætla að skemmta sér
konunglega í Eyjum um helgina og hlökkuðu mikið til þegar þau stigu um borð í
strætisvagninn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKRÝTIÐ AÐ FARA Í STRÆTÓ Þær
Melkorka og Berglind Björk biðu
spenntar í strætóskýlinu eftir að vagninn
færi af stað.
LÖGREGLUMÁL Maður á sjötugsaldri
lokkaði tvær sjö ára telpur á bak
við íþróttahúsið Kórinn í Kópavogi
í fyrradag og reyndi að fá þær til
að kyssa sig. Þetta er fullyrt í
dreifibréfi sem nú gengur á netinu
þar sem varað er við manninum.
Varðstjóri lögreglunnar í Kópa-
vogi segist kannast við málið og
það sé í rannsókn. Það hafi verið
tilkynnt lögreglu á fimmtudags-
kvöld. Hann vildi ekki tjá sig
frekar um það.
Að því er fram kemur í dreifi-
bréfinu lokkaði maðurinn
telpurnar af skólalóðinni við
Hörðuvallaskóla og að Kórnum
með því að segjast ætla að gefa
stúlkunum rabarbara. Þar segir
einnig að maðurinn hafi verið á
sveimi í kringum krakkana á skóla-
vellinum og hafi fylgst með þeim.
Á bak við Kórinn hafi hann
beðið telpurnar að knúsa sig og
kyssa og sagt þeim að þetta ætti
að vera leyndarmálið þeirra
þriggja.
Manninum er lýst þannig að
hann sé á sjötugsaldri, grá hærður
og að á fimmtudaginn hafi verið
hann verið klæddur í röndótta
peysu og með hvíta derhúfu sem
á hafi staðið G3. Hann hafi fengið
stúlkurnar til að treysta sér
með því að segja þeim ýmislegt
persónu legt um sig. - sh
Lögreglu tilkynnt um eldri mann sem lokkaði börn af skólalóð með rabarbara:
Bað stúlkubörn um að kyssa sig
KÓRINN Maðurinn er sagður hafa verið
gráhærður með derhúfu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÝRAHALD Kattaeigendur eru
gjarnan frumlegir í nafngiftum
á gæludýrin sín, en gömul og
gegn kattanöfn eru enn vinsæl.
Simbi er vinsælasta kattarheitið
á Íslandi, en upplýsingar um nöfn
katta má finna á dyraaudkenni.
is. Alls heitir 121 köttur á Íslandi
Simbi.
Keli, Brandur, Snúður, Snotta,
Pjakkur, Moli, Perla, Skuggi og
Tumi eru hin nöfnin á lista yfir
tíu vinsælustu kattarnöfnin. Þá
eru margir hrifnir af einfald-
leikanum og 68 Kisar og 62 Kisur
eru til hér á landi. Snælda er ekki
jafn vinsæl og bróðir hennar
Snúður, en þó útbreiddara heiti
en Nala, Branda og Tígri. Fimm
íslenskir kettir bera nafnið
Megas með sóma, en aðeins einn
Síld. - kóp
Megas, Síld og Tígri:
Simbi vin sælasta
kattarheitið
KÖTTUR Töluvert meiri líkur eru á að
þessi kisi heiti Simbi en Síld, en 121
köttur ber fyrra nafnið en aðeins einn
hið síðara.
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur dæmdi
í gær mann sem segist vera tæp-
lega fertugur nígerískur ríkis-
borgari í gæsluvarðhald til 8.
ágúst. Hann var stöðvaður í
Leifsstöð síðasta miðvikudag, og
reyndist ekki hafa önnur skilríki
en nígerískt ökuskírteini.
Maðurinn kom til landsins með
flugvél frá Ítalíu. Hann sagðist
hafa eyðilagt vegabréf sitt. Það
reyndist rangt því falsað vega-
bréf útlendings frá Ítalíu fannst
um borð í flugvélinni.
Lögregla telur sig hafa rök-
studdan grun um að maðurinn
segi rangt til nafns. Því krafðist
hún gæsluvarðhalds yfir
manninum á meðan uppruni hans
verður rannsakaður. - bj
Með fölsuð skilríki í Leifsstöð:
Útlendingur í
gæsluvarðhald
LÖGREGLUMÁL Alls voru áttatíu
nauðganir til rannsóknar hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
á síðasta ári. Þá tók embættið til
rannsóknar sextíu kynferðisbrot
sem beindust gegn börnum. Fjölg-
aði málum sem þessum milli ára.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
embættis lögreglustjórans á
höfuð borgarsvæðinu sem kom út
í vikunni. Þá kemur fram í skýrsl-
unni að brotunum verði vart lýst
öðruvísi en viðurstyggilegum en
í sumum tilfellum voru gerendur
fleiri en einn. - mþl
Lögregla höfuðborgarsvæðis:
Kynferðisbrot-
um fjölgaði
VIÐSKIPTI Lava, Imperi-
al Stout frá Brugghús-
inu í Ölvisholti, var
á dögunum valinn
besti bjórinn í flokki
reyktra bjór tegunda
á Opna bandaríska
bjórmótinu. Jón
Elías Gunnlaugs-
son, bruggmeistari
og framkvæmda-
stjóri í Ölvis-
holti, er að vonum
ánægður með
viðurkenninguna.
„Þetta kemur
Ölvisholti á kortið
meðal fremstu
brugghúsa í veröld-
inni,“ segir hann.
Mörg hundruð
brugghús alls
staðar að úr
heiminum taka þátt í keppninni
árlega, en í heild voru um
1650 bjórtegundir sendar inn í
keppnina nú. - hhs / sjá síðu 18
Rós í hnappagat Ölvisholts:
Lava valinn
besti bjórinn
Hjón myrtu dóttur sína
Bresk hjón voru í gær dæmd í lífs-
tíðarfangelsi fyrir að hafa myrt sautján
ára dóttur sína. Foreldrarnir neituðu
sök en sannað þótti að um svokallað
heiðursmorð hafi verið að ræða.
Dómarinn sagði foreldrana hafa
skammast sín fyrir hegðun dóttur
sinnar og sú skömm hafi orðið ást
þeirra á dóttur sinni yfirsterkari.
BRETLAND