Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 22
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR22 Dýrindis náttúra og sjávarfang Á Dalvík og í næsta nágrenni er margt að sjá. Svæðið er rómað fyrir fagra náttúru, stútfullt af merkilegri sögu og svo er Fiski- dagurinn mikli á næsta leiti. Fréttablaðið heldur áfram för um landið. Bylgjulestin verður á ferðinni í sumar eins og undanfarin sumur. Næsti áfangastaður er Dalvík eftir viku en þar verður vaktin staðin á Húnavöku. Hemmi Gunn er lestar- stjóri Bylgjulestarinnar og honum við hlið er hin fjöruga Svansí. Þau stýra þættinum Ævintýraeyjunni á Bylgjunni á laugardögum milli kl. 13 og 16 en að þessu sinni hrekkur lestin í gang þegar á föstudeginum. Í Bylgjulestinni er hljóðnemum beint að fólkinu sem býr í bæj- unum, fólkinu sem er að ferðast um landið og kíkir í heimsókn og reynt að koma stemningunni til allra hinna sem eiga ekki heiman- gengt. Fiskidagurinn mikli, hin árlega bæjarhátíð á Dalvík, verður haldinn 9. til 12. ágúst. Sjálfur Fiskidagurinn verður laugardaginn 11. ágúst en hann er ávallt haldinn fyrsta laugar- dag eftir verslunarmannahelgi. Fiskidagurinn mikli er ein allra vinsælasta bæjarhátíð landsins en þar bjóða fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu gestum upp á dýrindis fiskrétti. Matseðillinn breytist ár frá ári en vissir réttir sem þykja ómissandi eru þó ávallt á sínum stað, til dæmis fiskborgarar sem grillaðir eru á lengsta grilli landsins. Kvöldið fyrir Fiskidaginn bjóða íbúar byggðar- lagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Þá er boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá alla hátíðina. 1. Höfuðstaðurinn Dalvík er helsti þéttbýlis- staðurinn í sveitarfélaginu Dal- víkurbyggð, sem varð til þegar þrjú sveitarfélög austan við Eyja- fjörð sameinuðust í eitt: Dalvíkur- bær, Svarfaðardalshreppur og Árskógshreppur. Alls búa um 1.900 manns í sveitarfélaginu, þar af um 1.500 á Dalvík. Sjávar- útvegur er lífæð sam félagsins, auk iðnaðar- og matvælafyrir- tækja. Mjólkurframleiðsla er helsta lífsviðurværi bænda í Svarfaðardal og á Árskógsströnd en ferðamennska verður stöðugt þýðingarmeiri búgrein. 2. Norður fyrir heimskautsbaug Frá Dalvíkurbyggð er hægt að komast í Grímsey og Hrísey. Grímseyjarferjan Sæfari siglir frá Dalvík þrjá daga í viku. Gríms- ey er græn og gjöful eyja og vin- sæll áningarstaður ferðamanna sem vilja stíga norður fyrir heim- skautsbauginn sem liggur í gegn- um eyjuna. Góð sundlaug er í Grímsey og handverkskonur í eynni reka handverkshúsið Gall- erí sól sem er opið á ferjudögum yfir sumarmánuðina. 3. Litli unaðshnappurinn Á Árskógssandi er ferjuhöfn fyrir Hríseyjarferjuna Sævar, en Hrí- sey er næststærsta eyja Íslands á eftir Heimaey og sú næstfjöl- mennasta, en þar búa um 200 manns. Á eynni er hægt að fara í gönguferðir, taka þátt í vagnferð með traktor með leiðsögn, skoða hákarlasafnið í húsi Hákarla Jörundar eða bara njóta frið- sældarinnar. „Hrísey er snípur Íslands,“ hefur Hallgrímur Helgason rithöfundur sagt; lítill unaðs hnappur í miðjum Eyjafirði sem býr yfir magnaðri orku. 4. Á Sturlungaslóð Hauganes liggur við hliðina á Árskógssandi og er syðsti þétt- býliskjarni sveitarfélagsins. Þar búa innan við 200 manns sem hafa flestir atvinnu af veiðum og fiskvinnslu. Á Hauganesi var háð ein mesta orrusta Sturlunga- aldar þegar Sturlungar undir forystu Þórðar kakala börðust við Ásbirninga sem Brandur Kol- beinsson stýrði. 5. Kjörlendi göngufólks Svarfaðardalur þykir mörgum einn fegursti dalur landsins í byggð enda er hann um kringdur mikilfenglegum fjöllum. Um tíu kílómetra frá sjó klofnar hann og nefnist eystri dalurinn Skíða- dalur. Fjöldi afdala gengur út af aðaldölunum og víða má þar 1 2 3 4 6 2 5 finna smájökla. Þeirra stærstur er Gljúfurárjökull fyrir botni Skíðadals. Svarfaðardalur er sannkölluð paradís útivistarfólks. Fjölmargar gönguleiðir og fornir fjallvegir liggja úr Svarfaðardal og Skíðadal til næstu byggðar- laga. Þekktasti fjallvegurinn er Heljardalsheiði. 6. Kaldi á Árskógsströnd Á Árskógsströnd er Bruggverk- smiðjan ehf. til húsa en hún fram- leiðir meðal annars hinn vinsæla bjór Kalda. Bruggverksmiðjan tekur á móti gestum gegn gjaldi en panta þarf tíma með fyrir- vara. Eyjafjörður BYLGJULESTIN FISK Á HVERN DISK STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2012 Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Danska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00. Enska (9 einingar/15 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00 Franska (12 einingar/20 fein*) fim. 16. ágúst kl. 16:00. Ítalska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00. Norska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00. Spænska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00. Stærðfræði fös. 17. ágúst kl. 16:00. (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein) Sænska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00. Þýska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 12. ágúst. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskól- ans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Skráning í stöðupróf sem haldin verða 13.september 2012 hefst í lok ágúst. Prófað verður í albönsku, bosnísku, eistnesku, filipísku, finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, ungversku, úkraínsku og víetnömsku verða haldin. Skráning í þau próf hefst í lok ágúst. Rektor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.