Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 40
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR28
Undanfarna daga hefur hópur
hressra krakka tekið þátt í svo-
kallaðri skrímslasmiðju á Óðin-
storgi. Hópur fólks hefur tekið
svæðið í fóstur og ákveðið að
breyta því í vistlegan og nota-
legan stað. Þar sem einu sinni
var lítið við að vera er nú hægt að
rúlla sér í nýju grasi, tylla sér á
trjástóla við bekki í barnastærð,
róla sér í stærðarinnar rólubekk
og fleira. Freyja Fannarsdóttir,
sem er tíu ára, er ein þeirra sem
tekið hefur þátt í smiðjunni og
segist hafa gert margt skemmti-
legt. „Þau sem hafa verið að gera
þetta vildu líka að krakkar notuðu
svæðið og þess vegna fengu þau
krakka til að koma og gera ýmis-
legt. Við erum til dæmis búin
að gera svona veifur sem verða
hengdar hérna upp. Síðan töl-
uðum við við konuna sem bjó til
þessa mynd þarna á veggnum,“
segir Freyja og bendir á nýtt
vegglistaverk Ránar Flygenring.
„Við vorum að ræða um hvað
við héldum að væri á myndinni.
Þetta eru sko skrímsli, sem voru
einu sinni fólk. Það er líka hægt
að sjá fótsporin þeirra hérna á
götunum,“ segir hún.
Á torginu eru líka tvö beð með
jurtum í og á öðru þeirra stendur
skrifað á fallega skreyttu skilti
„samfélagsbeð“. Hvað er það?
„Allir sem vilja mega koma með
eitthvað úr garðinum sínum og
planta í þetta beð. Það er ýmislegt
komið í það, til dæmis kartöflur.
Svo eru í hinu beðinu kryddjurtir
sem allir mega fá sér að smakka
af.“
Freyja á heima nálægt Óðin-
storgi og er handviss um að hún
eigi eftir að heimsækja staðinn
oft. „Mér finnst þetta alveg frá-
bær staður,“ segir hún, áður en
hún stekkur af stað í næsta verk-
efni.
krakkar@frettabladid.is
28
Þetta eru
skrímsli sem
voru einu sinni fólk.
Það er hægt að sjá fót-
sporin þeirra hérna á
götunum.
Bókaormur vikunnar
Einu sinni voru tveir vinir
sem hétu Enginn og Haltu
kjafti. Enginn hoppaði út
um gluggann og vinur hans
hringdi í Neyðarlínuna:
-Halló, Enginn hoppaði út um
gluggann!
-Já, og hvað með það?
-Halló! Heyrirðu ekki í mér?
Enginn hoppaði út um
gluggann!
-Já, ég heyrði í þér, og hvað
með það? Ég má ekki vera að
því að svara svona símtölum!
-Nei, þú skilur ekki, Enginn
hoppaði út um gluggann!!!
-Heyrðu þetta er brot gegn
lögum. Ég get handtekið þig
fyrir þetta! Hvað heitir þú?
-Haltu kjafti.
Stína var að spjalla við stærð-
fræðikennarann sinn:
-Hundurinn minn kann að
reikna!
-Nei, það getur ekki verið.
- Jú! Ég spurði hann hvað
fimm mínus fimm væri og
hann sagði ekki neitt!
Hafið þið heyrt um vitavörð-
inn? Hann var algjör hálfviti.
Hvað heitir þú fullu nafni?
Gylfi Huginn Harðarson.
Hvað ertu gamall? Ég er 8 ára.
Lestu mikið? Já, ég les mjög
mikið bæði heima og í skól-
anum.
Hvenær lærðir þú að lesa? Í
skólanum í Danmörku.
Hvað er skemmtilegt við að
lesa bækur? Þegar textinn
verður spennandi og þegar eitt-
hvað fyndið gerist.
Manstu eftir fyrstu bókinni
sem var í uppáhaldi hjá þér?
Selurinn Snorri, mamma og
pabbi lásu hana oft fyrir mig.
Hvers lags bækur þykja þér
skemmtilegastar? Ævintýra-
bækur og þær bækur sem ég
les í skólanum.
Hvaða bók lastu síðast og
hvernig var hún? Benjamín
dúfa, Jóhann vinur minn gaf
mér hana í afmælisgjöf.
Í hvaða hverfi býrð þú?
Laugarneshverfinu.
Í hvaða skóla gengur þú?
Laugarnesskóla. Ég fer í 3-L í
haust.
Hvaða námsgrein er
skemmtilegust? Stærðfræði er
skemmtilegust og líka lestur.
Hver eru þín helstu áhuga-
mál? Körfubolti, sund, að veiða
og leika við vini mína.
SKRÍMSLASMIÐJA OG
GLEÐI Á ÓÐINSTORGI
Hópur krakka hefur undanfarið tekið þátt í skrímslasmiðju við Óðinstorg og
aðstoðað við að breyta því í notalegt útisvæði þar sem allir, stórir og smáir, eru
hvattir til að dóla sér. Freyja Fannarsdóttir, tíu ára, er ein þeirra sem tóku þátt.
Freyja Fannarsdóttir og hinir krakkarnir í skrímslasmiðjunni voru í óða önn að skreyta veifur þegar ljósmyndari og blaðamaður
Fréttablaðsins litu við á Óðinstorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Á Vísi er hægt að horfa
myndskreyttan upplest
úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
á
ur
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928
í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað.
Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans
G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
EXPLORER KIDS UNDERWATER er nýr íslenskur leikur fyrir iPad. Í leiknum kynnumst
við Eddu og Thor sem ferðast um neðansjávar og þurfa meðal annars hjálp við að púsla saman
ýmsum furðufiskum sem þau hitta þar. Leikurinn er gerður fyrir krakka á aldrinum tveggja til
fjögurra ára, en krakkar á öllum aldri geta þó skemmt sér við að spila hann.