Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 40
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR28 Undanfarna daga hefur hópur hressra krakka tekið þátt í svo- kallaðri skrímslasmiðju á Óðin- storgi. Hópur fólks hefur tekið svæðið í fóstur og ákveðið að breyta því í vistlegan og nota- legan stað. Þar sem einu sinni var lítið við að vera er nú hægt að rúlla sér í nýju grasi, tylla sér á trjástóla við bekki í barnastærð, róla sér í stærðarinnar rólubekk og fleira. Freyja Fannarsdóttir, sem er tíu ára, er ein þeirra sem tekið hefur þátt í smiðjunni og segist hafa gert margt skemmti- legt. „Þau sem hafa verið að gera þetta vildu líka að krakkar notuðu svæðið og þess vegna fengu þau krakka til að koma og gera ýmis- legt. Við erum til dæmis búin að gera svona veifur sem verða hengdar hérna upp. Síðan töl- uðum við við konuna sem bjó til þessa mynd þarna á veggnum,“ segir Freyja og bendir á nýtt vegglistaverk Ránar Flygenring. „Við vorum að ræða um hvað við héldum að væri á myndinni. Þetta eru sko skrímsli, sem voru einu sinni fólk. Það er líka hægt að sjá fótsporin þeirra hérna á götunum,“ segir hún. Á torginu eru líka tvö beð með jurtum í og á öðru þeirra stendur skrifað á fallega skreyttu skilti „samfélagsbeð“. Hvað er það? „Allir sem vilja mega koma með eitthvað úr garðinum sínum og planta í þetta beð. Það er ýmislegt komið í það, til dæmis kartöflur. Svo eru í hinu beðinu kryddjurtir sem allir mega fá sér að smakka af.“ Freyja á heima nálægt Óðin- storgi og er handviss um að hún eigi eftir að heimsækja staðinn oft. „Mér finnst þetta alveg frá- bær staður,“ segir hún, áður en hún stekkur af stað í næsta verk- efni. krakkar@frettabladid.is 28 Þetta eru skrímsli sem voru einu sinni fólk. Það er hægt að sjá fót- sporin þeirra hérna á götunum. Bókaormur vikunnar Einu sinni voru tveir vinir sem hétu Enginn og Haltu kjafti. Enginn hoppaði út um gluggann og vinur hans hringdi í Neyðarlínuna: -Halló, Enginn hoppaði út um gluggann! -Já, og hvað með það? -Halló! Heyrirðu ekki í mér? Enginn hoppaði út um gluggann! -Já, ég heyrði í þér, og hvað með það? Ég má ekki vera að því að svara svona símtölum! -Nei, þú skilur ekki, Enginn hoppaði út um gluggann!!! -Heyrðu þetta er brot gegn lögum. Ég get handtekið þig fyrir þetta! Hvað heitir þú? -Haltu kjafti. Stína var að spjalla við stærð- fræðikennarann sinn: -Hundurinn minn kann að reikna! -Nei, það getur ekki verið. - Jú! Ég spurði hann hvað fimm mínus fimm væri og hann sagði ekki neitt! Hafið þið heyrt um vitavörð- inn? Hann var algjör hálfviti. Hvað heitir þú fullu nafni? Gylfi Huginn Harðarson. Hvað ertu gamall? Ég er 8 ára. Lestu mikið? Já, ég les mjög mikið bæði heima og í skól- anum. Hvenær lærðir þú að lesa? Í skólanum í Danmörku. Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? Þegar textinn verður spennandi og þegar eitt- hvað fyndið gerist. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Selurinn Snorri, mamma og pabbi lásu hana oft fyrir mig. Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? Ævintýra- bækur og þær bækur sem ég les í skólanum. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Benjamín dúfa, Jóhann vinur minn gaf mér hana í afmælisgjöf. Í hvaða hverfi býrð þú? Laugarneshverfinu. Í hvaða skóla gengur þú? Laugarnesskóla. Ég fer í 3-L í haust. Hvaða námsgrein er skemmtilegust? Stærðfræði er skemmtilegust og líka lestur. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Körfubolti, sund, að veiða og leika við vini mína. SKRÍMSLASMIÐJA OG GLEÐI Á ÓÐINSTORGI Hópur krakka hefur undanfarið tekið þátt í skrímslasmiðju við Óðinstorg og aðstoðað við að breyta því í notalegt útisvæði þar sem allir, stórir og smáir, eru hvattir til að dóla sér. Freyja Fannarsdóttir, tíu ára, er ein þeirra sem tóku þátt. Freyja Fannarsdóttir og hinir krakkarnir í skrímslasmiðjunni voru í óða önn að skreyta veifur þegar ljósmyndari og blaðamaður Fréttablaðsins litu við á Óðinstorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. EXPLORER KIDS UNDERWATER er nýr íslenskur leikur fyrir iPad. Í leiknum kynnumst við Eddu og Thor sem ferðast um neðansjávar og þurfa meðal annars hjálp við að púsla saman ýmsum furðufiskum sem þau hitta þar. Leikurinn er gerður fyrir krakka á aldrinum tveggja til fjögurra ára, en krakkar á öllum aldri geta þó skemmt sér við að spila hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.