Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 12
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR12
Byrjum á byrjun. Hvað vitið þið
hvort um annað?
Gunnar: „Ég veit alveg gríðarlega
margt um þig, Helga.“
Helga: „Nú, já. Þá er ég bara
farin, sko.“
Gunnar: „Nei, ekki gera það. Ég
segi að ég sé á þínum aldri, því
ég er miklu eldri en fólk almennt
heldur.“
Helga: „Hvað ertu gamall?“
Gunnar: „Ég er að verða 42 ára.“
Helga: „Já, einmitt, á sama aldri
og ég. Nei, ég er nú aðeins eldri en
þú.“
Gunnar: „En þú ert súperstjarna
míns tíma. Það voru aðrir tímar
þarna í kringum 1980, áður en netið
kom. Þá var engin Beyoncé eða
neitt, bara Helga Möller. Ef maður
sá Helgu Möller á Laugaveginum
var maður ekkert að abbast upp á
hana. Maður fékk bara í magann.
Svo hef ég auðvitað fylgst með þér
æ síðan.“
Helga: „Já, þú varst bara krakki
þegar ég var að koma inn á sjónvar-
sviðið. Þú og ég var það fyrsta stóra
sem ég gerði.“
Gunnar: „Já! Hversu oft hefur
maður ekki dottið í að syngja Vegir
liggja til allra átta, til dæmis?“
Helga: „Einmitt, og Í Reykja-
víkur borg og Dans dans dans. Villi
og Lúlla hlýtur líka að vera í upp-
áhaldi hjá þér?“
Gunnar: „Villi og Lúlla! Jú,
mikil ósköp. Svo veit ég líka að þú
ert hörku golfari og átt einhverja
Íslandsmeistaratitla, er það ekki
rétt?“
Helga: „Jú, þrjá! Reyndar í
flokknum 35 ára og eldri og í 1.
flokki, en ekki meistaraflokki.“
Gunnar: „Hver er að telja
flokka?“
Helga: „Ég segi það. Ég hef líka
farið holu í höggi.“
Gunnar: „Hvað ertu með í for-
gjöf?“
Helga: „Í dag er ég með 15,8 en
var lægst með 14,2. Ég er orðin
frekar róleg í golfinu núna. Spilar
þú golf?“
Gunnar: „Ég upplifi mig sem
alveg svakalegan golfara, en spila
einstaklega sjaldan. Ég kolféll
fyrir meistara Seve Ballesteros
sem krakki og ef ég gripi í kylfu í
dag væri ég með svona 4 í forgjöf.“
Helga: „Ég verð að viðurkenna
að ég hafði aldrei séð Gunnar á
völlum, innslögin þín á mbl.is þar
sem þú heimsækir knattspyrnu-
velli landsins, en nú hef ég séð þau
og þau eru mjög góð. Þú ert fæddur
í þetta. Svo veit ég að þú heldur
með Víkingi Ólafsvík en ég man
ekkert eftir þér sem knattspyrnu-
manni.“
Gunnar: „En manstu ekki eftir
mér á Laugaveginum þar sem ég
glápti á þig sem barn?“
Helga: „Varst það þú?“
Gunnar: „Það var ég.“
Helga: „Hvaða stöðu spilaðirðu í
fótboltanum?“
Gunnar: „Feril l inn minn
var mjög stuttur en á seinni
stigum hans fór ég í bakvörðinn.
Slátrarinn af Snæfellsnesi.“
Helga: „Varstu kallaður það?“
Gunnar: „Ég bara var það.“
Helga: „Diskódrottningin og
Slátrarinn af Snæfellsnesi. Við
ættum að stofna dúett.“
Áföllin standa upp úr
Er einhver verslunarmannahelgi
sem stendur upp úr þegar þið lítið
yfir sviðið?
Helga: „Ég hef aldrei verið mikið
fyrir útisamkomur, finnst þær ekki
skemmtilegar og er bara hálf-
hrædd við þær. Einu sinni fór ég á
einhverja útihátíð á Hvítárbakka,
fann engan og endaði með því að
fá að hringja úr sjúkratjaldinu í
pabba, sem keyrði í tvo tíma á nátt-
buxunum til að sækja litlu stelpuna
sína. Mér finnst eiginlega að versl-
unarmannahelgin sé eina helgin
sem maður ætti ekki að fara út úr
bænum. Núna um helgina erum
við í Þú og ég að koma fram á Inni-
púkanum og það hentar mér bara
rosalega vel.“
Gunnar: „Ég er sammála því,
sérstaklega hin síðari ár. Ég tók
auðvitað út gleðina þegar ég var
yngri og drekkti mér í Vestmanna-
eyjum.“
Helga: „Eins og svo margir gera.“
Gunnar: „ Já, ég var alltaf að
vinna eins og sleggja í helvíti í fiski
fyrir vestan og með vasana fulla af
aurum. Svo spanderaði ég kannski
hundraðþúsundkalli yfir eina helgi.
Það er ekkert lítið sem ég sé eftir
því í dag að hafa ekki bara farið til
Taílands í fimm vikur í staðinn.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er
svakaleg hátíð og ég myndi aldrei
vilja að börnin mín færu þangað.
Ekki fyrr en þau eru orðin full-
orðið fólk.“
Helga: „Strákurinn minn fór
fyrst 22 ára, en stelpurnar mínar
hafa aldrei verið þessar týpur.
Kannski vegna þess að mamma
þeirra er það ekki heldur.“
Gunnar: „Áföllin standa frekar
upp úr en gleðin. Verslunarmanna-
helgin þegar flugslysið varð í
Skerjafirði var sú hræðilegasta af
öllum. Og allar slæmu fréttirnar
sem fylgja þessum helgum. Ég er
líka mikill innipúki og um helgina
verður nóg að gera hjá mér með
púkana mína.“
Helga: „Hvað áttu mörg börn?“
Gunnar: „Þrjú, og það er rosa-
legt.“
Helga: „Þú átt alla mína samúð,
því ég er búin með þennan pakka.
En mundu bara að litlum börnum
fylgja lítil vandræði en stórum
börnum fylgja stór vandræði.“
Sama um fræga fólkið
Nú virðist ekki þverfótað fyrir
frægum útlendingum á Íslandi.
Hvert er frægasta fólk sem þið hafið
talað við?
Gunnar: „Veistu, Russell Crowe
og Ben Stiller og þessir strákar
gætu þess vegna setið við hliðina
á mér og ég myndi ekki taka eftir
þeim. Ég tek eftir því þegar ég sé
Helgu Möller, en hitt fræga fólkið
skiptir mig engu máli.“
Helga: „Sammála, mér gæti ekki
verið meira sama.“
Gunnar: „En fyrst þú spyrð þá er
frægasta fólk sem ég hef átt kvöld-
stund með líklega tónlistarhjónin
Diana Krall og Elvis Costello, þegar
ég var einkakokkur þeirra í Laugar-
dalshöllinni. Frábært fólk. Hann er
svo lágvaxinn hann Elvis að ég gæti
auðveldlega haldið á honum og látið
hann ropa. En þú þekkir nú örugg-
lega marga fræga, Helga, er það
ekki?“
Helga: „Ég hef hitt nokkra, skal
ég segja þér. Til dæmis var ég með
Díönu Ross og hljómsveitinni Earth,
Wind and Fire í partíi í London. Svo
hitti ég Ted Danson í biðröð á söng-
leikinn Miss Saigon í New York og
James Taylor þegar hann kom til
Íslands um daginn. Það var stærsta
stund lífs míns því ég hef sungið
lögin hans frá því ég var þrettán
ára. Toppurinn er þó líklega að
hafa snætt hádegisverð í Hvíta hús-
inu þegar George Bush eldri var við
völd.“
Gunnar: „Já! Þetta er skellur,
maður! Ég fæ gæsahúð, sjáðu bara!“
Helga: „Ég var næstum búinn að
hitta Mr. Bush en því miður þurfti
hann að fara á mikilvægan fund
með stuttum fyrirvara.“
Gunnar: „Það skiptir engu. Þetta
er eins og að kúka í Vatíkaninu! Það
er ekki hægt að toppa þetta, nema
kannski með því að drekka úr sama
vatnsglasi og þú, og nú hef ég gert
það.“
Kvikmynd um þjóðarskelfingu
Leikstjórinn Baltasar Kormákur
heimsfrumsýnir kvikmynd sína
Djúpið, sem er innblásin af ótrúlegu
sundafreki Guðlaugs Friðþórs sonar
við Vestmannaeyjar árið 1984, á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Toronto í september. Ef þið mættuð
velja eitthvert atvik úr Íslands-
sögunni sem gerð yrði kvikmynd
um, hvaða atvik yrði fyrir valinu?
Gunnar: „Mig langar mikið að
sjá kvikmynd um það sem gerðist
hér á Íslandi 26. maí 1968, þegar
við skiptum úr vinstri umferð yfir
í hægri umferð. Ég væri til í að sjá
geðveikina sem hefur örugglega
ríkt á mörgum heimilum. Það mátti
ekki keyra frá þrjú um nóttina til
sjö um morguninn, það var þjóðar-
skelfing og allir þurftu að taka þátt
í þessu. Þetta er örugglega það
merkilegasta sem við Íslendingar
höfum gert, að breyta því bara
sisvona hvernig við keyrum.“
Helga: „Ég man eftir þessum
degi og þegar við fórum út að keyra
hægri megin í fyrsta skipti.“
Gunnar: „Var ekki allt kreisí?“
Helga: „Jú, maður var öskrandi
á alla að passa sig og svona. En ég
myndi vilja sjá einhvern rosalega
góðan þriller um hrunið. Fara inn
að kjarna þess og sjá hvað gerðist.“
Gunnar: „Já, slík kvikmynd
hlýtur að koma fyrr eða síðar.“
Helga: „Það væri gaman að fá
einhverja góða leikara til að túlka
þessa kalla. Davíð Oddsson og
svona.“
Gunnar: „Gæti ég ekki verið
ÍslandsbankaBjarni Ármannsson?
Er ég ekki dálítið bjarnaður?“
Helga: „Jú, þú ert töluvert mikið
bjarnaður.“
Á RÖKSTÓLUM
Ekkert sem toppar Hvíta húsið
Fjölmiðlamaðurinn og stjórnsýslufræðingurinn Gunnar Sigurðsson lítur á söngkonuna Helgu Möller sem súperstjörnu. Hvor-
ugt þeirra er fyrir útihátíðir en þeim mun hrifnari af golfíþróttinni göfugu. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar.
DROTTNINGIN OG SLÁTRARINN Helga Möller væri til í að sjá góðan þriller um íslenska efnahagshrunið. Gunnar Sigurðsson sér fyrir sér að hann gæti leikið Bjarna Ármannsson í myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR