Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 20
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR20 M ansalsglæpir komast sjaldn- ast upp. Mikil vinna hefur þó farið fram á vegum stofnun- ar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn fíkniefnum og skipulagðri glæpastarfsemi (UNODC) sem miðar að því að safna upplýsingum um stöðu mála og reyna með því að einangra rætur vandans, uppruna glæpsins. Upplýsingasöfnun Ýtarlegustu samantektir á vegum UNODC um mansalsglæpi eru skýrslur stofnunarinnar þar sem ýtarlega er farið yfir stöðu mála út frá frumgögnum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um glæpina. Langan tíma tekur að vinna úr gögnunum, ekki síst vegna þess hve uppbygging á innviðum rann- sóknaraðila innan ýmissa ríkja hefur byggst hægt upp. Nýjustu skýrslur UNODC, frá 2010 og 2011, byggja þannig á gögnum sem taka til stöðu mála á árunum 2005 til 2009, og er stærsta úttekt UNODC, sem er frá árinu 2008 og ber heitið Glæpurinn sem er okkur öllum til skammar (The Crime That Sha- mes Us All), helsta bakgrunns- gagnið í þeim. Betur má ef duga skal Mansalsglæpaiðnaður er talinn velta í það minnsta 50 milljörðum dollara á ári, eða sem nemur tæp- lega 6.250 milljörðum króna. Inni í þeim tölum er ekki aðeins man- sal þar sem fólk er selt til kyn- lífsþrælkunar eða kynlífsiðnaðar ýmiss konar, milli landa, heldur einnig umfang þeirrar tegundar mansals sem hefur verið að færast í vöxt undanfarin misseri, sem er gamaldags þrælahald. Þá er fólk selt í þrælkunarvinnu, einkum ungir drengir og karlmenn í Asíu og Afríku. Mest er um þessa tegund mansals í Suðaustur-Asíu, þar á meðal Taílandi, Víetnam, Kambódíu og Mjanmar. Í Afríku hefur þessi tegund mansals vaxið í grennd við svæði þar sem gríðar- lega hröð uppbygging hefur verið í álfunni, meðal annars við námu- vinnslu. Angóla og Síerra Leóne eru meðal þeirra ríkja þar sem kerfisbundin sala á fólki til vinnu hefur verið upprætt, en margt bendir til þess að skipulagning á þessum glæpum fari fram sam- hliða annarri glæpastarfsemi svo sem vopnasölu og fíkniefnasmygli, að því er segir í skýrslu UNODC. Ein af helstu niðurstöðum UNODC þegar kemur að athugun á umfangi mansals er sú að nær ómögulegt er að ráðast gegn þessari tegund glæpastarfsemi nema með því að byggja upp fjöl- þjóðlegt flæði upplýsinga á milli rannsóknarteyma á sviði skipu- lagðrar glæpastarfsemi. Í þeim efnum hefur mikill árangur náðst á síðustu árum, að mati UNODC. Þar sem innviðir eru veikir, þ.e. þar sem heilbrigðisþjónusta og löggæsla er vanmáttug, t.d. í mörgum ríkjum Afríku, þar er ástandið verst. UNODC segist t.d. hafa rakið mansalsglæpi þar sem stúlkubörn höfðu verið flutt sjó- leiðina frá Austur-Afríku til Suður- Ameríku, þaðan til Bandaríkjanna og síðan þaðan til Evrópu. Ómögulegt að segja til um fjölda Eitt af því sem UNODC segir er að ómögulegt sé að áætla hversu margir einstaklingar séu mansals- fórnarlömb árlega. Til þess séu opinberar upplýsingar of ófull- komnar. Einkenni glæpanna og fjárhagslegt umfang sé þó frekar hægt að áætla út frá gögnum þar sem peningarnir koma oftast ekki inn í kassann hjá glæpa mönnunum fyrr en fórnarlömbunum hefur verið komið á lokastöð. Mikill meirihluti mansalsglæpa er rakinn til kynlífsiðnaðar, þar sem konur eru oftar en ekki neyddar í vændi. Fullyrt er í gögnum UNODC að kynlífsiðnaðurinn á heimsvísu sé nátengdur skipulagðri glæpa- starfsemi af ýmsu tagi, þar sem skipulögð glæpasamtök reka strippklúbba samhliða annarri starfsemi. Hroðalegt ofbeldi Verstu birtingarmyndir man- salsins eru svo hrikalegar að það er „erfitt að færa þær í orð“ eins og orðrétt segir í skýrslu UNODC. Fórnarlömbin eru í 66 prósentum tilvika ungar konur og í 13 pró- sentum tilvika stúlkur. Mansals- glæpir beinast því í um 80 pró- sentum tilvika gegn konum og stúlkum. Stúlkurnar eru oft seldar milli landa, slitnar frá ástvinum, í nánast ömurlegar að stæður eymdar og nauðgana. Einkenni þeirra kvenna sem eru fórnarlömb eru oft erfið í rannsókn þar sem sjálfsmynd fórnarlamba er brotin og upplifun þeirra af aðstæðum oft víðs fjarri því sem blasir við rann- sakendum. Þannig átta fórnar- lömbin sig ekki á því hversu illa er fyrir þeim komið, fyrr en þau eru alfarið komin úr aðstæðunum og undir handleiðslu heilbrigðis- starfsfólks. Inn í þetta spilar síðan mikil neysla lyfja og áfengis, og löng vera í húsnæði sem er í slæmu ásigkomulagi. Veruleiki mansals- fórnarlamba er því oftar en ekki nöturlegur og litaður af hroðalegu ofbeldi. Óttinn verstur UNODC segir ótta fórnarlamba vera eitt það versta sem rann- sakendur glími við þegar kemur að því að uppræta glæpi. Þau séu afar treg við að gefa upplýsingar og vantreysti þeim sem komi að rannsóknum. Ekki síst af þessum sökum sé erfitt að rekja málin til enda, sem gerir söfnun gagna sem hægt er að byggja mögulegar mál- sóknir á erfiða. Jákvæð merki UNODC segir að jákvæð merki séu á lofti þegar kemur að rann- sóknum á þessum glæpum. Einkum er vitundar vakning á síðustu árum sem hafi hreyft við gangi rannsókna, og styrkt réttarvörslukerfi. Flest aðildar- ríki Sameinuðu þjóðanna hafi nú byggt upp lágmarksþekkingu á eðli mansalsglæpa, umfangi þeirra og ein kennum. Með áframhaldandi vinnu og upplýsingasöfnun geti Sameinuðu þjóðirnar barist sam- eiginlega gegn þessum vágesti í samfélagi manna. Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru „okkur öllum til skammar“ að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóð- anna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. BELGRAD Stór hluti fórnarlamba mansals verður fastur í kynlífsiðnaði, ekki síst vændi. Hér sjást ljósmyndarar og aðrir gestir á kynlífs- og klámráðstefnu í Belgrad árið 2006 fylgjast með nektardansmey á sviði. Fjöldi mansalsglæpa er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi í Austur-Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP Málsmeðferð mansalsmála í öllum löndum sem skiluðu upplýsingum til UNODC. Engin sakfelling en ákærur komu fram. Að minnsta kosti 10 sakfellingar á ári. Engin marktæk gögn bárust. Engin sakfelling og engar ákærur. Ein til tíu sakfellingar á ári. Fórnarlömb mansals í 61 landi á árinu 2006 sýna að konur eru í langflestum tilvikum fórnarlömb mansals. Stúlkur og drengir eru þó fórnarlömb í vaxandi mæli, og voru það í 22 prósentum tilvika sem komu upp á yfirborðið. 17% 19% 22% Stúlkur 29% 13% 66% 13% 9% 12% Karlmenn Drengir Konur ■ FÓRNARLÖMB MANSALS Mansal er þegar einstaklingur eða hópur einstaklinga nýtir sér bága aðstöðu annarrar manneskju með gróða að leiðarljósi. Helst er verið að svala eftirspurn eftir konum, körlum og börnum til starfa í kynlífsiðnaði, nauðungarvinnu, glæpastarfsemi og hernaði. Engu skiptir hvort fórnarlambið viti hvað það á í vændum, heldur telst það til mansals þegar fólk er þvingað eða ginnt í aðstöðu þar sem það sætir mis- notkun og hindrað er að það komist úr að stæðunum með blekkingum, hótunum, kúgun eða annarri ólögmætri nauðung. Einu sinni hafa menn verið fundnir sekir hér á landi fyrir mansalsglæp. Fimm Litháar voru dæmdir í Hæsta- rétti 16. júní 2010 til að greiða 19 ára gamalli litháískri stúlku, sem var send til Íslands til að stunda vændi, eina milljón króna í bætur. Gediminas Lisauskas var dæmdur í fimm ára fangelsi en Hæstiréttur taldi hann hafa átt ríkastan þátt í því að flytja stúlkuna til Íslands. Darius Tomasevskis, Deividas Sarapinas, Sarunas Urniezius og Tadas Jasnauskas voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi hver. Í dómi Hæstaréttar segir að mennirnir hefðu unnið saman að því að svipta unga konu, sem mátti sín lítils, frelsi til að ráða ferðum sínum og dvalarstað í þeim tilgangi að láta hana leggja stund á vændi hér á landi. Þessi háttsemi hafi greinilega verið þaulskipulögð með einbeittum ásetningi í samstarfi við brotamenn erlendis. ■ HVAÐ ER MANSAL?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.