Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 24
FÓLK| draumur? „Ég væri til í að syngja á La Scala í Mílanó. Og reyndar væri ég líka alveg til í að syngja með Bono í U2,“ segir Dísella og hlær. ÞRJÁR SYSTUR MEÐ TÓNLEIKA Í vikunni ætla þær systur, Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur að halda tónleika saman í Hlégarði í Mosfellsbæ, nánar tiltekið næst- komandi fimmtudag. „Þetta verða léttir og skemmtilegir tónleikar. Okkur finnst svo gaman að syngja saman og spila á trompetana þannig að við ákváðum að láta af þessu verða,“ segir Dísella og bætir hlæjandi við: „Af því það var svo gríðarleg eftirspurn.“ Það hlýtur að vera allt annað að koma fram með systrum sínum en óperusöngvurum í New York en hver er munurinn? „Við erum svo afslappaðar og fíflumst gjarnan á sviðinu. Við erum alveg á sömu bylgjulengd svo það eru allavega pottþétt tveir sem hlæja,“ segir hún og hlær. „Við spiluðum mikið með pabba í gamla daga og okkur finnst gaman að halda í lúðra- blásturinn.“ Þær systur vonast til að sjá sem flesta á fimmtudaginn kemur í Hlégarði í Mosfellsbæ og lofa góðri skemmtun – bæði fyrir sig og aðra. ■ halla@365.is HUGSAR HEIM Dísellu langar til þess að senda son sinn, Bjart Lárus, í skóla á Íslandi. GRÍNARAR „Við erum svo afslappaðar saman og fíflumst gjarnan á sviðinu. Við erum alveg á sömu bylgjulengd svo það eru allavega pottþétt tveir sem hlæja.“ Dagskrá Barnahelgar í Vatns-firði hófst í gær með náttúru-skoðun. „Það verður þétt- skrifuð dagskrá hjá okkur í dag fyrir fjölskylduna í heild og líka fyrir krakkana sem geta komið einir og sér á vissa atburði,“ segir Linda Guð- mundsdóttir, landvörður á sunnan- verðum Vestfjörðum og skipuleggj- andi hátíðarinnar. Hún segir hugmyndina með há- tíðinni vera þá að hvetja fólk til að staldra við í friðlandinu í Vatnsfirði. „Það eru margir sem koma og gista og halda svo áfram til dæmis á Rauða- sand eða Látrabjarg eftir eina nótt. Fólk stoppar á tjaldsvæðinu hjá okkur en fer ekkert út fyrir það. Það er svo margt að sjá og hægt að gera í frið- landinu. Fjölskyldur geta komið og séð allar fallegu perlurnar og fræðst betur um svæðið.“ Vatnsfjörður er friðlýst svæði. Með friðlýsingunni er verið að reyna að vernda náttúruna og dýralífið en líka að fá fólk til að koma og njóta náttúrunnar og svæðisins. „Þetta er svolítið falið svæði, rólegt og kyrrlátt og mjög fallegt. Það eru ekki margir sem leggja leið sína hingað en þeir sem koma koma yfirleitt á hverju ári. Við hvetjum þá sem eru nú þegar á svæðinu eða á ferðinni í kring að koma og taka þátt í dags- kránni. Við vonumst líka til að heima- fólk og fólk af sunnanverðum Vest- fjörðum verði duglegt að mæta.“ Hátíðin er stíluð inn á fjölskyldur og er engin skipulögð dagskrá á kvöldin. „Við erum bara með sérstaka barnadagskrá en ekki með neitt sér- stakt skipulagt fyrir fullorðna fólkið. Tilgangurinn með þessari hátíð er að reyna að opna og kynna umhverfið, söguna og jarðfræðina fyrir krökk- unum á skemmtilegan hátt. Hægt er að gista á tjaldsvæðinu við Hótel Flókalund og þar er allt til alls, heitar sturtur, veitingastaður, kaffihús, sund- laug og fjörupottur,“ segir Linda. Um miðjan dag í dag verður sög- ustund við Gíslahelli en Gísli Súrsson útlagi er talinn hafa falið sig í helli sem er í enda fjarðarins. Sögð verður sagan af Gísla og fá börnin að klifra ofan í Gíslahelli sem er lítil og óvistleg hola en góður felustaður. Eftir sög- ustundina verður haldinn ratleikur. Á morgun verður farið í lautarferð við Lómat- jörn þar sem landvörður verður á svæðinu með kíki og fuglahandbók. Hann mun einnig fræða gesti um Hrafna-Flóka sem var landnámsmaður í Vatnsfirði. Þá verða einnig farnar daglegar fjölskyldugöngur í Surtar- brandsgil. ■ lilja.bjork@365.is ÞÉTT DAGSKRÁ UM BARNAHELGI FJÖLSKYLDUVÆNT Nú um helgina verður haldin í fyrsta skipti hátíðin Barnahelgi í Vatnsfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á sögustundir, náttúruskoðun fyrir börn, ratleik og lautarferð. Hægt er að gista á tjaldsvæðinu við Hótel Flókalund. FRIÐLAND Vatnsfjörður við Ísa- fjarðardjúp er frið- lýst svæði þar sem er mikið dýralíf og gróðursælt. Brjáns- lækur, þar sem ferjan Baldur stoppar, er í Vatnsfirði og því hentugt að keyra á Stykkishólm og taka ferjuna yfir. ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Blómapottar Mikið úrval afblómapottum í öl lum stærðum og gerðum SUMAR ÚTSALA GUY FIERI HEIMSÆKIR EINSTAKA VEITINGASTAÐI Í DINERS, DRIVE-INS & DIVES Á FOOD NETWORK | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.