Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 23
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 Dísella Lárusdóttir er búin að vera á Íslandi í sumar og nýtur þess að verja tíma með fjölskyldunni. Verslunarmannahelgin er hins vegar óráðin enn. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Planið var að kíkja á Selfoss og koma svo heim í megaveislu til Ingi- bjargar systur,“ segir Dísella og bætir við: „Okkur systrunum finnst svo hrika- lega gaman að hittast og elda saman. Þá setjum við tónlist í gang, opnum vínflösku og dundum okkur við elda- mennsku í nokkra klukkutíma og þá er mikið grín og gaman.“ Dísella segir þær systur hafa haft lítinn tíma til að hittast í sumar sökum anna. „Ég er búin að ferðast út um allt land. Ég var í Skálholti, á Siglufirði, Akureyri og Húsavík. Það er kominn tími til að vera bara heima, slaka á og njóta síðustu stundanna í Reykjavík áður en ég held aftur út í brjálæðið í New York.“ NÓG AÐ GERA Í NEW YORK Þegar Dísella kemur aftur til New York tekur við löng vinnutörn. Hún er vara- maður í tveimur uppfærslum fyrir áramót, annars vegar La Clemenza di Tito eftir Mozart og hins vegar Ástar- drykknum, sem Íslendingar þekkja hana einnig úr. Þótt hún sé varamaður þarf hún að mæta á allar æfingar, standa sig vel og vera tilbúin til að stökkva inn í hvenær sem er meðan á sýningum stendur. „Svo fæ ég smá pásu um jólin, kem heim, syng með Frostrósum og hitti fjölskylduna á ný,“ segir Dísella brosandi. „Eftir áramót fæ ég svo debut-hlutverkið mitt í Metropolitan-óperunni. Það þýðir að ég verð alltaf hluti af sýningunni og með minn eigin varamann,“ segir hún og hlær. Hlutverkið er Garsenda í óperunni Francesca da Rimini eftir Zandonai. „Það er æðislegt að hafa mikið að gera,“ segir Dísella en segist þó oft hugsa heim. „Metropolitan-óperan var alltaf draumurinn en ég væri svo sem alveg til í að hún væri staðsett einhvers staðar á Skólavörðuholtinu bara. Það væri mjög hentugt,“ segir hún og skellir upp úr. „En þetta er frábær reynsla og svo kemur bara í ljós hversu lengi maður endist þarna aleinn í New York. Mig langar til dæmis mikið til að senda strákinn minn í skóla á Íslandi.“ Draumurinn um Metro politan rættist en hver er þá næsti ÚR METROPOLITAN Í MOSFELLSBÆ Í SUMARFRÍI Á ÍSLANDI Dísella Lárusdóttir sópransöngkona er búsett í New York þar sem hún starfar við hina virtu Metropolitan-óperu. Hún á tvær vikur eftir af sumarfríinu á Íslandi og ætlar að nýta þær í faðmi fjölskyldunnar auk þess sem hún og systur hennar ætla að halda tónleika saman í Mosfellsbæ. SÖNGELSKAR SYSTUR Systurnar Dísella, Ingi- björg og Þórunn Lárus- dætur hafa tónlistina í blóðinu og finnst fátt skemmtilegra en að syngja og hlæja saman. Hér eru þær ásamt börnum sínum Önnu Maríu, Bjarti Lárusi og Kötlu. MYND/STEFÁN FORNLEIFAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Boðið verður upp á leiðsögn um fornleifauppgröft á Alþingisreitnum á sunnudag. Lagt verður upp frá Aðalstræti 16 klukkan 14. Farið verður í fylgd með fornleifafræðingi sem starfar við uppgröft- inn og mun hann segja frá gangi mála. allt að 60% afsláttur Lokað laugardag & mánudag Vefverslun er opin alla helgina Sendum frítt úr vefverslun SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN T ÍMARIT IÐ Ljósmynda- og plöntusýning 4. og 5. ágúst kl. 14:00 - 18:00 í Fossheiði 1, Selfossi Hjartanlega velkomin Upplifun um verslunarmannahelgina á Selfossi Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti. Þrjú eldri blöð fylgja með. Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi . Blaðið kemur út fi mm sinnum á ári og er uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.