Fréttablaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 36
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR24
Krossgáta
Lárétt
1. Eru árásir með prjónum allra
meina bót? (11)
7. Pabbi er aldraðri en eðja (8)
11. Ferfætlingaflói er í Ísafjarðarbæ (11)
12. Gore kom með guði (7)
13. Þau vondu dveljast og gera klárt (8)
14. Skjól tætti sálu flóttamanns (13)
15. Brún verkfæra sem bíta (7)
16. Skapaðu sex búninga (5)
17. Finn fljótlegustu leiðina á Suður-Teig (9)
18. Greindarskertur skelfiskur fyrir
þá sem við grátum (7)
22. Bindur og skýrir (6)
23. Eldgamalt grín um höfuðborg
og líkamsleifar (8)
28. Vottur af hræðslu við þann með
smákornunum (7)
29. Nýti hvað hún er eftirgangssöm (4)
30. Set helsta sund hluta í meginkvíslina (10)
31. Ríkari háfur ræður miklu þótt
ruglaður sé (11)
33. Þyrni þekkja og nafnlausan foringjann (9)
36. Hús fyrir þann er þrífur vagn (9)
37. Karlabrambolt og belgingur (9)
38. Andlegir segja að þú stelir hugmyndum (8)
39. Sé túlafúla og viðbjóðslega til vara (9)
40. Frá gripi að sýnishorni (6)
41. Búta niður höfuðborg (4)
Lóðrétt
1. Miskunnarskellur friðar stuð (9)
2. Söngvar tungu og sársauka, það er
athöfn skv. helgiriti (11)
3. Duggutregir, þessir bæir við Mývatn (11)
4. Sár samskonar og strax (9)
5. Tígrisdýr eða troðningur liðast um lóð (10)
6. Agi ódæðurnar (14)
7. Flækjast með farg og öl (6)
8. Brot í handbolta er einhverskonar fótbolti (9)
9. Pöddupunktur milli eggs og púpu (9)
10. Saman umlykja lausn, hulstur og lína
vinnustað Gnarrs (9)
18. Ein risarekkja er á Reykjanesi, önnur
stærri í Ódáðahrauni (12)
19. Fylgdarlaus fylgdi er fjöldi
stundaði ofsóknir (7)
20. Læt virðingu vesæla fyrir taugar
til vagnhrossa (7)
21. Prímatapollur (7)
24. Þetta víf er valkyrja vargsins eða
vargaviðureign (9)
25. Ekki ávaxtasýlar, heldur bjöllur (10)
26. Hrærigrautur, tausamtíningur eða samsull (10)
27. Lemur goðið áfram fyrir einkennandi (8)
32. Ætli endurröðun umturni þessu rétt? (7)
33. Set lirfu í slönguna (6)
34. Ávarp eða ávítur? (6)
35. Gistum hvar andar úr norðri (6)
Vegleg verðlaun
Lausnarorð
Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist einn
af hápunktum miðborgarinnar. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 8.
ágúst næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „4. ágúst“.
Lausnarorð síðustu viku var
Vikulega er dregið er úr
innsendum lausnarorðum
og fær vinningshafi eintak af
Kortabók frá Forlaginu. Vinn-
ingshafi síðustu viku var Linda
Leifsdóttir, Reykjavík og
getur hún vitjað vinningsins í
afgreiðslu 365, Skaftahlíð 24.
S P R E N G I S A N D U R
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11
12
13
14
15
16
17 18 19 20 21
22
23 24 25 26 27 28
29
30
31 32
33 34 35
36
37
38
39
40 41
S M Á F Ó L K B H B Ó N D A B Æ R
T S R V É L I N D A Æ I Ö
R I T M Á L I Á Ú R R N K
Á S Ð Ð Þ Ú S U N D F A L D A R
F R J Ó S A M A R K A E I Æ
E Ú T Á Æ A F L A L E Y S I Ð
L Y K T A R G Ó Ð U R Á L H U
L U F A I H N E T U R N A R
A R A K R A R N I R L N Ú
H Æ Ð I N I D A G A T A L
Á Ð N D Ó S I N N I A U J
B R E I Ð N E F K G S M R Í Ó
Æ B U É L J A B A K K A R S
Ð E N L Ó O E M G K
H A F R A G R A U T U R R I M M U N A
K L G T Ð I A Ð S
G E I T A R O S T U R I N N L T
R S S Á A S P J A R A
F K E L D M A U R U R
S I F J A L Ö G A T S K U G G A
Manchester United kom hingað í æfingaferð að undirlagi Vals-manna og lék tvo leiki, annan við Val 4. ágúst og hinn leikinn
daginn eftir á móti KA á Akureyri. United var eitt frægasta lið evr-
ópskrar knattspyrnu og hafði marga firnasterka leikmenn innan
sinna raða, svo sem Bryan Robson, ungstirnið Norman Whiteside,
Ray Wilkins og Frank Stapleton svo einhverjir séu nefndir. Það
var því ljóst að við ramman reip var að draga. Valsmenn komu
hins vegar með krók á móti bragði og fengu til liðs við sig sjálfan
George Best, sem áður hafði gert garðinn frægan með United og
var af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar í
Bretlandi. Best var þó ekki lengur á hátindi feril síns og lék þegar
þarna var komið sögu með þriðju deildar liðinu Bournemouth.
Engu að síður þótti mikil upphefð í því að fá gamla brýnið hingað
til lands að leika með íslensku liði.
Mikil eftirvænting ríkti fyrir leikinn og mættu rúmlega níu
þúsund manns á Laugardalsvöll til að sjá liðin eigast við. Vals-
liðið reyndist þó ekki mikil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana. Brian
Robson skoraði fyrsta mark United þegar sex mínútur voru liðnar
af leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Í seinni hálf-
leik spýttu United-menn í lófana; Whiteside jók muninn í 2-0 á 50.
mínútu og stundarfjórðungi síðar bætti Wilkins við þriðja mark-
inu. Janusi Guðmundssyni tókst að minnka muninn stuttu síðar
með góðum skalla. United rak hins vegar smiðshöggið á leikinn
með því að bæta við tveimur mörkum á síðustu tveimur mínút-
unum. Lokaúrslit urðu 5-1, helst til mikill munur miðað við gang
leiksins að mati Tímans en Þjóðviljinn vildi meina að Valslið-
ið hefði verið heillum horfið og aldrei átt möguleika. Allir voru
þó sammála um að George Best hefði sýnt frábæra takta og var
honum ákaft fagnað. Daginn eftir klæddist hann búningi KA sem
tapaði 7-1 fyrir þeim rauðklæddu í æfingaleik á Akureyri.
Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1982
Manchester United mætir
Val á Laugardalsvelli
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum mættust stjörnum prýtt lið Manchester
United og Valur í æfingaleik í fótbolta á Laugardalsvelli. George Best
lék með Valsmönnum gegn sínum gömlu félögum.