Fréttablaðið - 04.08.2012, Page 23

Fréttablaðið - 04.08.2012, Page 23
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 Dísella Lárusdóttir er búin að vera á Íslandi í sumar og nýtur þess að verja tíma með fjölskyldunni. Verslunarmannahelgin er hins vegar óráðin enn. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Planið var að kíkja á Selfoss og koma svo heim í megaveislu til Ingi- bjargar systur,“ segir Dísella og bætir við: „Okkur systrunum finnst svo hrika- lega gaman að hittast og elda saman. Þá setjum við tónlist í gang, opnum vínflösku og dundum okkur við elda- mennsku í nokkra klukkutíma og þá er mikið grín og gaman.“ Dísella segir þær systur hafa haft lítinn tíma til að hittast í sumar sökum anna. „Ég er búin að ferðast út um allt land. Ég var í Skálholti, á Siglufirði, Akureyri og Húsavík. Það er kominn tími til að vera bara heima, slaka á og njóta síðustu stundanna í Reykjavík áður en ég held aftur út í brjálæðið í New York.“ NÓG AÐ GERA Í NEW YORK Þegar Dísella kemur aftur til New York tekur við löng vinnutörn. Hún er vara- maður í tveimur uppfærslum fyrir áramót, annars vegar La Clemenza di Tito eftir Mozart og hins vegar Ástar- drykknum, sem Íslendingar þekkja hana einnig úr. Þótt hún sé varamaður þarf hún að mæta á allar æfingar, standa sig vel og vera tilbúin til að stökkva inn í hvenær sem er meðan á sýningum stendur. „Svo fæ ég smá pásu um jólin, kem heim, syng með Frostrósum og hitti fjölskylduna á ný,“ segir Dísella brosandi. „Eftir áramót fæ ég svo debut-hlutverkið mitt í Metropolitan-óperunni. Það þýðir að ég verð alltaf hluti af sýningunni og með minn eigin varamann,“ segir hún og hlær. Hlutverkið er Garsenda í óperunni Francesca da Rimini eftir Zandonai. „Það er æðislegt að hafa mikið að gera,“ segir Dísella en segist þó oft hugsa heim. „Metropolitan-óperan var alltaf draumurinn en ég væri svo sem alveg til í að hún væri staðsett einhvers staðar á Skólavörðuholtinu bara. Það væri mjög hentugt,“ segir hún og skellir upp úr. „En þetta er frábær reynsla og svo kemur bara í ljós hversu lengi maður endist þarna aleinn í New York. Mig langar til dæmis mikið til að senda strákinn minn í skóla á Íslandi.“ Draumurinn um Metro politan rættist en hver er þá næsti ÚR METROPOLITAN Í MOSFELLSBÆ Í SUMARFRÍI Á ÍSLANDI Dísella Lárusdóttir sópransöngkona er búsett í New York þar sem hún starfar við hina virtu Metropolitan-óperu. Hún á tvær vikur eftir af sumarfríinu á Íslandi og ætlar að nýta þær í faðmi fjölskyldunnar auk þess sem hún og systur hennar ætla að halda tónleika saman í Mosfellsbæ. SÖNGELSKAR SYSTUR Systurnar Dísella, Ingi- björg og Þórunn Lárus- dætur hafa tónlistina í blóðinu og finnst fátt skemmtilegra en að syngja og hlæja saman. Hér eru þær ásamt börnum sínum Önnu Maríu, Bjarti Lárusi og Kötlu. MYND/STEFÁN FORNLEIFAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Boðið verður upp á leiðsögn um fornleifauppgröft á Alþingisreitnum á sunnudag. Lagt verður upp frá Aðalstræti 16 klukkan 14. Farið verður í fylgd með fornleifafræðingi sem starfar við uppgröft- inn og mun hann segja frá gangi mála. allt að 60% afsláttur Lokað laugardag & mánudag Vefverslun er opin alla helgina Sendum frítt úr vefverslun SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN T ÍMARIT IÐ Ljósmynda- og plöntusýning 4. og 5. ágúst kl. 14:00 - 18:00 í Fossheiði 1, Selfossi Hjartanlega velkomin Upplifun um verslunarmannahelgina á Selfossi Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti. Þrjú eldri blöð fylgja með. Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi . Blaðið kemur út fi mm sinnum á ári og er uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.