Fréttablaðið - 04.08.2012, Page 22
4. ágúst 2012 LAUGARDAGUR22
Dýrindis náttúra og sjávarfang
Á Dalvík og í næsta nágrenni er margt að sjá. Svæðið er rómað fyrir fagra náttúru, stútfullt af merkilegri sögu og svo er Fiski-
dagurinn mikli á næsta leiti. Fréttablaðið heldur áfram för um landið.
Bylgjulestin verður á ferðinni í
sumar eins og undanfarin sumur.
Næsti áfangastaður er Dalvík eftir
viku en þar verður vaktin staðin á
Húnavöku. Hemmi Gunn er lestar-
stjóri Bylgjulestarinnar og honum
við hlið er hin fjöruga Svansí. Þau
stýra þættinum Ævintýraeyjunni á
Bylgjunni á laugardögum milli kl.
13 og 16 en að þessu sinni hrekkur
lestin í gang þegar á föstudeginum.
Í Bylgjulestinni er hljóðnemum
beint að fólkinu sem býr í bæj-
unum, fólkinu sem er að ferðast
um landið og kíkir í heimsókn og
reynt að koma stemningunni til
allra hinna sem eiga ekki heiman-
gengt.
Fiskidagurinn mikli, hin árlega
bæjarhátíð á Dalvík, verður haldinn
9. til 12. ágúst. Sjálfur Fiskidagurinn
verður laugardaginn 11. ágúst en
hann er ávallt haldinn fyrsta laugar-
dag eftir verslunarmannahelgi.
Fiskidagurinn mikli er ein allra
vinsælasta bæjarhátíð landsins en
þar bjóða fiskverkendur og fleiri
framtakssamir í byggðarlaginu
gestum upp á dýrindis fiskrétti.
Matseðillinn breytist ár frá ári en
vissir réttir sem þykja ómissandi eru
þó ávallt á sínum stað, til dæmis
fiskborgarar sem grillaðir eru á
lengsta grilli landsins. Kvöldið fyrir
Fiskidaginn bjóða íbúar byggðar-
lagsins gestum og gangandi upp á
fiskisúpu í heimahúsum og görðum.
Þá er boðið upp á fjölbreytta
skemmtidagskrá alla hátíðina.
1. Höfuðstaðurinn
Dalvík er helsti þéttbýlis-
staðurinn í sveitarfélaginu Dal-
víkurbyggð, sem varð til þegar
þrjú sveitarfélög austan við Eyja-
fjörð sameinuðust í eitt: Dalvíkur-
bær, Svarfaðardalshreppur og
Árskógshreppur. Alls búa um
1.900 manns í sveitarfélaginu,
þar af um 1.500 á Dalvík. Sjávar-
útvegur er lífæð sam félagsins,
auk iðnaðar- og matvælafyrir-
tækja. Mjólkurframleiðsla er
helsta lífsviðurværi bænda í
Svarfaðardal og á Árskógsströnd
en ferðamennska verður stöðugt
þýðingarmeiri búgrein.
2. Norður fyrir heimskautsbaug
Frá Dalvíkurbyggð er hægt að
komast í Grímsey og Hrísey.
Grímseyjarferjan Sæfari siglir
frá Dalvík þrjá daga í viku. Gríms-
ey er græn og gjöful eyja og vin-
sæll áningarstaður ferðamanna
sem vilja stíga norður fyrir heim-
skautsbauginn sem liggur í gegn-
um eyjuna. Góð sundlaug er í
Grímsey og handverkskonur í
eynni reka handverkshúsið Gall-
erí sól sem er opið á ferjudögum
yfir sumarmánuðina.
3. Litli unaðshnappurinn
Á Árskógssandi er ferjuhöfn fyrir
Hríseyjarferjuna Sævar, en Hrí-
sey er næststærsta eyja Íslands
á eftir Heimaey og sú næstfjöl-
mennasta, en þar búa um 200
manns. Á eynni er hægt að fara í
gönguferðir, taka þátt í vagnferð
með traktor með leiðsögn, skoða
hákarlasafnið í húsi Hákarla
Jörundar eða bara njóta frið-
sældarinnar. „Hrísey er snípur
Íslands,“ hefur Hallgrímur
Helgason rithöfundur sagt; lítill
unaðs hnappur í miðjum Eyjafirði
sem býr yfir magnaðri orku.
4. Á Sturlungaslóð
Hauganes liggur við hliðina á
Árskógssandi og er syðsti þétt-
býliskjarni sveitarfélagsins. Þar
búa innan við 200 manns sem
hafa flestir atvinnu af veiðum
og fiskvinnslu. Á Hauganesi var
háð ein mesta orrusta Sturlunga-
aldar þegar Sturlungar undir
forystu Þórðar kakala börðust
við Ásbirninga sem Brandur Kol-
beinsson stýrði.
5. Kjörlendi göngufólks
Svarfaðardalur þykir mörgum
einn fegursti dalur landsins í
byggð enda er hann um kringdur
mikilfenglegum fjöllum. Um tíu
kílómetra frá sjó klofnar hann
og nefnist eystri dalurinn Skíða-
dalur. Fjöldi afdala gengur út
af aðaldölunum og víða má þar
1
2
3
4
6
2
5
finna smájökla. Þeirra stærstur
er Gljúfurárjökull fyrir botni
Skíðadals. Svarfaðardalur er
sannkölluð paradís útivistarfólks.
Fjölmargar gönguleiðir og fornir
fjallvegir liggja úr Svarfaðardal
og Skíðadal til næstu byggðar-
laga. Þekktasti fjallvegurinn er
Heljardalsheiði.
6. Kaldi á Árskógsströnd
Á Árskógsströnd er Bruggverk-
smiðjan ehf. til húsa en hún fram-
leiðir meðal annars hinn vinsæla
bjór Kalda. Bruggverksmiðjan
tekur á móti gestum gegn gjaldi
en panta þarf tíma með fyrir-
vara.
Eyjafjörður
BYLGJULESTIN
FISK Á HVERN DISK
STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2012
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í
Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir:
Danska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00.
Enska (9 einingar/15 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00
Franska (12 einingar/20 fein*) fim. 16. ágúst kl. 16:00.
Ítalska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00.
Norska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00.
Spænska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00.
Stærðfræði fös. 17. ágúst kl. 16:00.
(stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein)
Sænska (6 einingar/10 fein*), mán. 20. ágúst kl. 16:00.
Þýska (12 einingar/20 fein*), fim. 16. ágúst kl. 16:00.
*hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta
áfanga á framhaldsskólastigi.
Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is.
Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 12. ágúst. Sýna
þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.
Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskól-
ans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur
er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala
próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.
Skráning í stöðupróf sem haldin verða 13.september 2012 hefst í lok ágúst.
Prófað verður í albönsku, bosnísku, eistnesku, filipísku, finnsku, grísku,
hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku,
rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, ungversku,
úkraínsku og víetnömsku verða haldin. Skráning í þau próf hefst í lok ágúst.
Rektor.