Fréttablaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 8
30. júlí 2012 MÁNUDAGUR8 tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S ÍA / N M 51 72 7 NÝ BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE NÝ BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ VIÐSKIPTI John Harald Örneberg, sem er sænskur timburframleið- andi, hefur fest kaup á þremur og hálfri jörð við Ísafjarðardjúp. Þeim fylgir tæpur helmingshlutur í ánum Langadalsá og Hvannadalsá. Jarðirnar voru áður í eigu félagsins Lífsvals sem átti um tíma fjörutíu og tvær útjarðir víða um land og meðal annars eitt stærsta kúabú landsins. Landsbankinn tók svo félagið yfir síðastliðinn vetur og í vor voru jarðirnar auglýstar til sölu. Þær eru Brekka, Neðri-Bakki, Kirkjuból og síðan helmingshlutur í Tungu. Af auglýsingunni má ráða að svæðið sé um 22 ferkílómetrar. Kaupin fóru fram í byrjun þessa mánaðar og voru þau gerð í nafni félagsins Varpland hf. en í stjórn þess situr meðal annarra Gunnar Sólnes lögfræðingur. „Þetta er svo nýafstaðið að menn eru ekki búnir að ákveða framhaldið,“ segir hann. „En markmiðið er jú að eiga aðild að ræktun og uppbyggingu þeirra áa sem þarna eru. Við erum jú í minnihluta svo við ætlum að tala við hina aðilana og munum vonandi bara eiga gott samstarf við þá.“ Eignarhaldið á Langadalsá fylgir átta jörðum í Langadal og þar af á Varpland nú þrjár og hálfa. Veiði- félag Langadalsár hefur umráð með hinum jörðunum fjórum en svo eiga afkomendur Arnórs Hannessonar hálfa jörðina í Tungu á móti Varp- landi. En hvernig líst veiðifélaginu á nýja eigandann? „Við erum ekki með neina fordóma og við hlökkum bara til samstarfsins,“ segir Þor- leifur Pálsson formaður veiði- félagsins. Aðspurður hvort hann telji að nýju eignarhaldi fylgi breyt- ingar á högum þar vestra segir hann að áin sé nú þegar í fastri leigu til nokkurra ára þannig að þess sé ekki að vænta á næstunni. Í ár hafa veiðst að minnsta kosti sextíu laxar í Langadalsá en fjöru- tíu og tveir í Hvannadalsá. Langi- dalur og Hvannadalur eru suður við Ísafjarðardjúp og falla því inna marka Strandabyggðar. Örneberg er stofnandi og stjórnar formaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Gunnar segir hann einnig vera mikinn nátt- úruunnanda en náttúran sunnan við Djúp er margrómuð. jse@frettabladid.is Svíi kaupir jarðir og ár í Ísafjarðardjúpi Sænskur timburframleiðandi hefur keypt þrjár og hálfa jörð sem áður voru í eigu Lífsvals. Þar með er hann með tæplegan helmingshlut í ánum Langadalsá og Hvannadalsá. Veiðifélagið mætir nýjum samherja með opnum hug. LANGADALSÁ Veiðifélag Langadalsár hlakkar til samstarfsins við Svíann. Sextíu löxum hefur verið landað þar í ár. MYND/LAX-Á.IS MENNING Bolvíkingar afhjúpuðu á laugardag skilti með Völuspá áletraðri og upp lýsingum um Þuríði Sundafylli og Völu-Stein son hennar. Þau mæðgin eru landnámsmenn Bolungarvíkur og hallast margir fræðimenn að því að annað hvort þeirra hafi samið Völuspá. „Við erum ekkert að eigna okkur höfund Völuspár, það hafa hins vegar fjölmargir fræðimenn gert og við tökum mark á því,“ segir Elías Jónatansson bæjar- stjóri Bolungarvíkur. Ef marka má þjóðsögur hefur Þuríður hefur ekki farið langt frá átthögum sínum og gæti því hafa verið viðstödd vígsluna. „Nei, Þuríði ber við loft þegar litið er á skiltið,“ segir Elías en stæðileg strýta sem skagar fram úr Óshyrnu heitir einmitt Þuríður. Samkvæmt þjóð- sögum var samband hennar og Þjóðólfs bróður henn- ar afar stirt, svo stirt að hann lagði þá bölvun á systur sína að hana skyldi daga uppi og gekk það eftir. - jse Bolvíkingar afhjúpa skilti með Völuspá og upplýsingum um hugsanlega höfunda: Völuspá fyrir augum höfundar FRÁ BOLUNGARVÍK Þarna verður skiltið sett upp. MYND/ELÍAS JÓNATANSSON HEILSA Fólki sem vinnur vakta- vinnu er örlítið hættara við að fá hjartaáföll en þeim sem vinna dagvinnu. Þetta sýnir ný rann- sókn sem fjallað er um í vísinda- ritinu British Medical Journal. Heilsa meira en tveggja millj- óna Breta var könnuð, og var nið- ur staðan sú að vaktavinnan hafi slæm áhrif á líkamsklukkuna og á lífsstíl vaktavinnufólks. Hægt er að minnka áhrifin með því að takmarka fjölda næturvakta. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að fólki sem vinnur vakta- vinnu er hættara en öðrum við því að þjást af háum blóðþrýst- ingi og sykursýki. - bj Vaktir slæmar fyrir heilsuna: Auknar líkur á hjartaáföllum FRÁ FLATEY Flateyjarbók hin nýja er komin út með símanúmerum 600 Flateyinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLATEY Sérstök afmælisútgáfa af símaskrá Flateyjar á Breiðafirði er komin út. Þetta er í tíunda sinn sem fjáröflunarnefnd Flateyjar- kirkju gefur símaskrána út. Þótt aðeins örfáir ábúendur séu í Flatey telur skráin meira en 600 Flateyinga, Inneyinga, velunnara Flateyjar og aðra er tengjast húsum í Flatey, Skáleyjum, Hval- látrum, Sviðnur og Svefneyjum, að því er segir á Skessuhorni.is. Símaskráin hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er með réttu orðin yfirgripsmikil upp- flettibók um Flatey og málefni eyjaskeggja. „Í reynd má segja að síma- skráin standi undir því nafninu „Flateyjarbók hin nýja“ sem sumir hafa gefið henni,“ segir í tilkynningu frá ritstjóra út- gáfunnar. - kh Tíu ára afmæli símaskrár: Ný Flateyjarbók er komin út Nýr kross vígður Nýr kross var vígður í Reykholts- kirkju í gær. Þegar kirkjan var byggð á árunum 1988 til 1996 var ákveðið að hafa ekki kross á turni eins og venja er. Þess í stað var ákveðið að hafa standandi kross framan við stafnþil kirkjunnar. Krossinn í Reykholtskirkju er hannaður af norska listamanninum Jarle Rosseland. REYKHOLT NORÐURLAND Áður óþekkt kuml fannst í landi Narfastaða í Reykjadal. Kumlið er staðsett skammt norðan bæjarins og rétt ofan við gamla þjóðveginn í Reykjadal, að því er fram kemur á vefnum Akureyrivikublað.is. Í kumlinu eru jarðneskar leifar manns, hunda og hests. Akur- eyri vikublað hefur eftir Adolfi Friðrikssyni fornleifafræðingi að kumlið sé líklega frá 9. eða 10. öld. Kumlið hefur líklega verið rænt fyrir árið 1400 því búið var að róta í öllum beinum. - kh Fornleifafundur í Reykjadal: Fundu áður óþekkt kuml 1. Hvar fór fram gleðigangan sem Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í? 2. Hvaða ár tóku Íslendingar fyrst þátt í sumarólympíuleikunum? 3. Hvaða lið leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu? SVÖR 1. Þórshöfn í Færeyjum 2. 1908 3. Stjarnan og Valur JEMEN Öryggisverði sem starfar fyrir ítalska sendiráðið í Sanaa, höfuðborg Jemen, var rænt í gær af vopnuðum mönnum. Lögreglan reynir nú að hafa uppi á manninum en mann- rán eru algeng í Jemen. Fyrr í þessum mánuði var frönskum starfsmanni Rauða krossins sleppt úr haldi mannræningja en honum hafði verið rænt í apríl. Svissneskri konu, sem starf- aði sem kennari í Jemen, var rænt af skæruliðahópi al-Kaída í mars. Ekki er vitað um afdrif hennar. - kh Mannræningjar í Jemen: Rændu starfs- manni sendiráðs Mikið um ölvun og hávaða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í töluvert mörg útköll vegna hávaða og ölvunar á laugardagskvöldið. Nokkrir fengu að gista fangageymslur lög- reglunnar vegna óspekta, skemmdar- verka og innbrota. LÖGREGLUMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.