Fréttablaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 10
30. júlí 2012 MÁNUDAGUR10
Sunny 8 No toe
Sokkabuxur
Tálausar
Þunnar
Sólbrúnt útlit
fullkomnar í
sandalana/bandaskó
FRÉTTAVIÐTAL: Sólveig Jónsdóttir sérfræðingur í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum
„Þeir eru alltaf að finna fleiri graf-
ir,” segir Sólveig Jónsdóttir, blaða-
maður á Nýju lífi, sem dvaldist í
Bosníu og Hersegóvínu í maí.
Hún er stjórnmálafræðingur með
meistaragráðu í þjóðernishyggju og
þjóðernisátökum frá Edinborgar-
háskóla og lagði sérstaka áherslu
á þjóðernisátök í námi sínu. Hún
lærði því mikið um Bosníustríðið.
„Mig langaði að sjá þetta sjálf, því
ég hef lesið svo mikið og skoðaði
þetta mikið í náminu. Maður heyrir
ekkert af þessu í fréttunum núna.“
Bosníustríðið geisaði frá 1992 til
1995 og kostaði yfir hundrað þús-
und manns lífið. Eftir að stríðinu
lauk var 32 þúsunda enn saknað.
Vilja geta grafið eitthvað
Þegar Sólveig fór út í maí var ekki
verið að vinna að uppgreftri úr
fjöldagröfum, en hún segir þó alltaf
einhverja vinnu í gangi sem tengist
Bosníustríðinu. „Í júlí á hverju ári
eru þeir jarðsettir sem borin hafa
verið kennsl á yfir árið og undir-
búningur fyrir það var í fullum
gangi þegar ég var þarna.“ Í ár voru
jarðsettar líkamsleifar 520 manna
sem myrtir voru í Srebrenica fyrir
sautján árum. Nú hafa verið borin
kennsl á 6.800 lík.
„Sumir vilja bara fá eitthvað til
að grafa, þó það sé bara eitt bein.
Svo finnst kannski eitthvað meira
seinna og þá þarf að opna grafirnar
aftur. Þetta er ótrúlega skrítið og
það er mjög áhrifaríkt að vera
þarna,“ segir Sólveig. Hún segist
þó hafa átt í erfiðleikum með að ná
utan um aðstæðurnar. „Maður er
þarna í mjög sorglegum kringum-
stæðum oft, til dæmis í fjöldagraf-
reit þar sem líkamsleifar fólks eru,
þegar kona segir manni frá því að
hún hafi misst alla. Misst syni sína,
manninn sinn og bróður sinn. Ég á
bróður, pabba og mága, maður nær
ekki utan um þetta, þetta er svo
fáránlegt.“
Hún ferðaðist um allt landið og
segir það fallegasta land sem hún
hefur heimsótt. „Þegar við keyrðum
frá Sarajevo til Srebrenica fengum
við að heyra hvað hefði gerst á
hverjum og einum stað. Öll leið-
in er blóði drifin. Við sáum lítið
þorp þar sem voru bara tóm hús,
og svo var kirkjugarður í miðjunni
þar sem allir íbúar þorpsins eru
grafnir. Við sáum líka fótboltavöll í
algjörri niður níðslu en við hliðina á
honum var spánnýr völlur. Sá gamli
var aftökustaður, þar sem menn
voru teknir af lífi. Og það voru
ekki bara hermenn sem gerðu það
heldur Serbar frá nálægum bæjum.
Það gerir þetta líka svo erfitt, þetta
voru fyrrverandi nágrannar fólks.“
Engir peningar til að laga kúlna-
förin á húsunum
Sólveig segir líka fáránlegt til
þess að hugsa hversu stutt er síðan
atburðirnir áttu sér stað og hversu
stutt frá þeir áttu sér stað. „Það er
skrítið að koma á stað þar sem sjást
kúlnaför á húsunum. Það er sautján
ár síðan, en af hverju hefur ekkert
verið gert eða lagað? Það eru ekki
til neinir peningar. Og þetta er fyrir
augunum á fólki alla daga. Þegar
svona gerist, fólk innan sama lands-
ins er að berjast, þá mætir fólk
alltaf manneskju sem það veit eða
hefur heyrt af að hafi gert eitthvað
í stríðinu. Það er rosalega grunnt á
friðinum, sem var náttúrulega bara
skipulagður af alþjóðasamfélaginu.
Í kjölfar Dayton-samkomu-
lagsins var það eiginlega þannig
að múslímarnir, Bosníakar, fengu
megnið af Sarajevo og Serbarnir
sem áður höfðu búið í borginni fóru
í út hverfin. Þeir sem fluttust inn í
borgina höfðu flúið frá austurhluta
Bosníu, svo þetta var sveitafólk
sem hefði ekki flutt til borgarinnar
undir venjulegum kringum stæðum.
Það er rosaleg kergja þarna á milli.
Serbarnir kvarta yfir því að það
spretti upp moskur eins og gor-
kúlur en múslímarnir benda á að
Serbar hafi eyðilagt 300 moskur í
stríðinu og verið sé að byggja þær
upp aftur.“
Mál ekki útkljáð nema með blóði
Allir sem Sólveig ræddi við telja að
átök muni blossa upp á nýjan leik
í landinu. „Við fáum endalausar
fréttir núna af ástandinu á Írlandi, í
Portúgal og Grikklandi. En í Bosníu
er upp undir 40 prósenta atvinnu-
leysi og rosaleg spilling. Allir sem
ég talaði við halda að þetta muni
gerast aftur. Eins og ein kona lýsti
því þá eru þarna mál sem verða
ekki útkljáð nema með blóði, og það
er einhvern veginn ekkert hægt að
gera. Það eru engin inngrip.“ Sól-
veig segir ástandið í landinu mjög
flókið, en lítið sé að gerast. „Það
eru mörg lög af vonleysi, sem allir
eru að upplifa. Ef fólk er ekki með
vinnu, sér ekki fram á að fá vinnu,
og á ekki peninga til að flytja úr
landi myndast pirringur og ólga. Þá
er leitað að sameiginlegum óvini,
einhverjum til að kenna um. Þetta
er mjög eldfimt.“
Sólveig segir það sína upplifun að
verið sé að reyna að sópa málefnum
landsins undir teppið, vegna þess
hversu mikil mistök hafi verið gerð.
„Það er ekki verið að veita þessu
neina athygli. Þarna er eitthvað
kraumandi og ég er hrædd um að
ekkert verði gert fyrr en það er of
seint og þetta hefur gerst aftur. Það
hafa verið herferðir, aldrei aftur
Srebrenica, aldrei aftur Rúanda.
Hvað á að gera til að það verði
aldrei aftur? Þegar Auschwitz upp-
götvaðist þá átti slíkt aldrei aftur
að geta gerst, en svo leið ekkert svo
langur tími. Í Srebrenica voru Sam-
einuðu þjóðirnar á svæðinu. Þetta
var klúður alþjóðasamfélagsins.“
Fólkið í landinu hefur misst alla
trú á virkni alþjóðasamfélagsins,
segir Sólveig. Fréttir af handtökum
og málaferlum gegn þeim sem báru
ábyrgð á stríðinu hafa þó áhrif.
„Það myndast ólga þegar menn eins
og Mladic nást, og þegar framvinda
verður í réttarhöldunum. Fólk seg-
ist vona að hann verði sakfelldur,
þegar fyrir okkur ætti það ekki að
vera nein spurning. Fyrir mörgum
Serbum er hann líka þjóðhetja. En
þó hann verði dæmdur fær fólk ekki
fjölskyldurnar sínar aftur.“
Upplifa mörg lög af vonleysi
Sólveig Jónsdóttir blaðamaður er sérfræðingur í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum og hafði lengi langað til Bosníu og
Hersegóvínu áður en hún fór þangað í maí. Hún segir grunnt á friðinum, fólk sé minnt á átökin á hverjum degi og flestir telji
að þau muni blossa upp aftur. Sólveig sagði Þórunni Elísabetu Bogadóttur frá fólkinu og ástandinu í landinu.
SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR Hún starfar sem blaðamaður á Nýju lífi en er stjórnmálafræðingur að mennt með meistaragráðu í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgar-
háskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í ár voru jarðsettar líkamsleifar 520 manna sem myrtir
voru í Srebrenica fyrir sautján árum. Nú hafa verið
borin kennsl á 6.800 lík.
Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum
1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upp-
lausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía
höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest
fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á
vordögum 1992.
Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar
voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumús-
límar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum.
Sveitir Bosníu-Serba hófu árásir á höfuðborgina
Sarajevo í apríl og júgóslavneski herinn slóst í lið með
þeim stuttu síðar. Þegar þar var komið við sögu voru
einungis Serbía og Svartfjallaland undir fána Júgóslavíu
þar sem Slobodan Milosevic réði ríkjum.
Strax á fyrstu vikum ófriðarins voru múslímar reknir
í stórum stíl í burt frá austurhluta landsins og sveitir
Bosníu- Serba undir stjórn Ratko Mladic réðu um
tveimur þriðju hlutum landsins.
Næstu misseri hélst ástandið svo til óbreytt en árið
1994 mynduðu Bosníakar og Króatar bandalag gegn
Serbum.
Það var ekki fyrr en vorið 1995 sem hlutirnir fóru
að þróast í samkomulagsátt. Eftir að Serbar höfðu virt
úrslitakosti Sameinuðu þjóðanna að vettugi hófu sveitir
NATO loftárásir á skotmörk í Serbíu, sem þvinguðu
Bosníu-Serba að samningsborðinu.
Í Dayton í Bandaríkjunum náðist samkomulag í
nóvember, sem fól í sér stofnun sambandslýðveldis þar
sem Bosníakar og Króatar fengu rúman helming land-
svæðisins gegn tæpum helmingi sem fór til Bosníu-
Serba. Alþjóðlegt friðargæslulið hefur séð um að halda
þar friðinn síðan.
Bosníustríðið reyndist versti hildarleikur Evrópu
frá lokum seinni heimsstyrjaldar þar sem þúsundir
manna, kvenna og barna létust í þjóðernishreinsunum.
Þegar upp var staðið höfðu á annað hundrað manns
týnt lífi og um tvær milljónir höfðu neyðst til að flýja
heimkynni sín.
Hildarleikur á Balkanskaga